Kæru Maríu Lilju á hendur Mbl vísað frá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. mars 2024 10:58 María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp er stödd í Kaíró þar sem hún heldur áfram að aðstoða palestínskt fólk með dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar að komast út af Gasa. Vísir/Vilhelm Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur vísað frá kæru Maríu Lilju Ingveldar Þrastardóttur Kemp á hendur Mbl.is og Árvakri fyrir brot á siðareglum í frétt miðilsins. Ástæðan var sú að María Lilja var hvorki til umfjöllunar í fréttinni né hafði bein tengsl við umfjöllunarefnið. María Lilja kærði til siðanefndar frétt Mbl frá 20. janúar síðastliðnum þar sem fjallað var um kæru ónefnds lögmanns á hendur palestínskum mótmælendur á Austurvelli fyrir hatursorðræðu og hótanir. Í fréttinni kom fram að lögmaður, sem ekki var nafngreindur í fréttinni, hefði lagt fram kæru sem beindist aðallega að einum nafngreindum mótmælanda sem sagði á Facebook: „Drepið gyðingana hvar sem þið finnið þá, rífið þá á hol, mígið yfir þá [og] lík þeirra. Ég sver að við munum dæma þá að við hlið Paradísar. Bölvun hvíli á sonum Zíons [gyðingum], sonum apa og svína.“ Fram kom í frétt Mbl að lögmaðurinn óskaði eftir flýtimeðferð hjá dómstólum vegna þess að hinir kærðu hefðu meðal annars birt myndir af árásarvopnum á samfélagsmiðlum. María Lilja taldi umfjöllunina ekki setta fram af heiðarleika og fela í sér órökstuddar ásakanir á hendur stórum hópi fólks í viðkvæmri stöðu. Ætla mætti að vinnubrögðin væru til þess fallin að kynda undir hatur og óvild í garð ákveðins hóps. Þá var gerð athugasemd við myndaval með fréttinni en myndin var af palestínsku fólki á Austurvelli. Siðanefndin komst að þeirri niðurstöðu að þar sem María Lilja væri ekki til umfjöllunar í fréttinni og hefði ekki bein tengsl við umfjöllunarefnið þá uppfyllti aðild hennar ekki málsmeðferðarreglur siðanefndarinnar. Var kærunni því vísað frá. Fjölmiðlar Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Reykjavík Tengdar fréttir Bjargar börnum á Gasa og vinnur meiðyrðamál á Íslandi Landsréttur hefur staðfest sýknudóm úr héraði yfir Maríu Lilju Þrastardóttur aðgerðarsinna. Huginn Þór Grétarsson rithöfundur stefndi Maríu Lilju fyrir ummæli sem hún lét falla á Facebook í maí fyrir sex árum. María Lilja var ekki viðstödd dómsuppkvaðninguna en hún er að bjarga Palestínumönnum frá Gasa. 9. febrúar 2024 17:26 Kærir mbl til siðanefndar blaðamanna vegna skrifa um flóttamenn María Lilja Þrastardóttir hefur kært mbl til siðanefndar blaðamanna vegna fréttar um kæru á hendur palestínskum mótmælenda fyrir hatursorðræðu. María segir fréttina ekki setta fram af heiðarleika eða hlutleysi og gera saklausum mönnum upp alvarlegar sakir. 20. janúar 2024 22:43 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
María Lilja kærði til siðanefndar frétt Mbl frá 20. janúar síðastliðnum þar sem fjallað var um kæru ónefnds lögmanns á hendur palestínskum mótmælendur á Austurvelli fyrir hatursorðræðu og hótanir. Í fréttinni kom fram að lögmaður, sem ekki var nafngreindur í fréttinni, hefði lagt fram kæru sem beindist aðallega að einum nafngreindum mótmælanda sem sagði á Facebook: „Drepið gyðingana hvar sem þið finnið þá, rífið þá á hol, mígið yfir þá [og] lík þeirra. Ég sver að við munum dæma þá að við hlið Paradísar. Bölvun hvíli á sonum Zíons [gyðingum], sonum apa og svína.“ Fram kom í frétt Mbl að lögmaðurinn óskaði eftir flýtimeðferð hjá dómstólum vegna þess að hinir kærðu hefðu meðal annars birt myndir af árásarvopnum á samfélagsmiðlum. María Lilja taldi umfjöllunina ekki setta fram af heiðarleika og fela í sér órökstuddar ásakanir á hendur stórum hópi fólks í viðkvæmri stöðu. Ætla mætti að vinnubrögðin væru til þess fallin að kynda undir hatur og óvild í garð ákveðins hóps. Þá var gerð athugasemd við myndaval með fréttinni en myndin var af palestínsku fólki á Austurvelli. Siðanefndin komst að þeirri niðurstöðu að þar sem María Lilja væri ekki til umfjöllunar í fréttinni og hefði ekki bein tengsl við umfjöllunarefnið þá uppfyllti aðild hennar ekki málsmeðferðarreglur siðanefndarinnar. Var kærunni því vísað frá.
Fjölmiðlar Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Reykjavík Tengdar fréttir Bjargar börnum á Gasa og vinnur meiðyrðamál á Íslandi Landsréttur hefur staðfest sýknudóm úr héraði yfir Maríu Lilju Þrastardóttur aðgerðarsinna. Huginn Þór Grétarsson rithöfundur stefndi Maríu Lilju fyrir ummæli sem hún lét falla á Facebook í maí fyrir sex árum. María Lilja var ekki viðstödd dómsuppkvaðninguna en hún er að bjarga Palestínumönnum frá Gasa. 9. febrúar 2024 17:26 Kærir mbl til siðanefndar blaðamanna vegna skrifa um flóttamenn María Lilja Þrastardóttir hefur kært mbl til siðanefndar blaðamanna vegna fréttar um kæru á hendur palestínskum mótmælenda fyrir hatursorðræðu. María segir fréttina ekki setta fram af heiðarleika eða hlutleysi og gera saklausum mönnum upp alvarlegar sakir. 20. janúar 2024 22:43 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Bjargar börnum á Gasa og vinnur meiðyrðamál á Íslandi Landsréttur hefur staðfest sýknudóm úr héraði yfir Maríu Lilju Þrastardóttur aðgerðarsinna. Huginn Þór Grétarsson rithöfundur stefndi Maríu Lilju fyrir ummæli sem hún lét falla á Facebook í maí fyrir sex árum. María Lilja var ekki viðstödd dómsuppkvaðninguna en hún er að bjarga Palestínumönnum frá Gasa. 9. febrúar 2024 17:26
Kærir mbl til siðanefndar blaðamanna vegna skrifa um flóttamenn María Lilja Þrastardóttir hefur kært mbl til siðanefndar blaðamanna vegna fréttar um kæru á hendur palestínskum mótmælenda fyrir hatursorðræðu. María segir fréttina ekki setta fram af heiðarleika eða hlutleysi og gera saklausum mönnum upp alvarlegar sakir. 20. janúar 2024 22:43