Ekki vera Vilhjálmur! Viðar Eggertsson skrifar 11. mars 2024 16:01 Á dögunum birti Vilhjálmur Bjarnason fyrrv. þingmaður, grein í Morgunblaðinu um lífeyrissjóði og eftirlaunakjör og var þar margt áhugavert frá greinarhöfundi en annað því miður ekki alveg rétt. Mér er því ljúft og skylt að bæta þekkingu Vilhjálms, sem og að upplýsa áhugasama um málefni eldra fólks um eitt og annað sem gott er að vita. Um meintar skemmtanir og ferðalög Vilhjálmur hnjóðar í Landssamband eldri borgara – LEB, segir LEB einkum fást við „skemmtanir og ferðalög“. Þetta er alrangt. LEB heldur engar skemmtanir og stendur ekki fyrir neinum ferðalögum. Aftur á móti getur Vilhjálmur, eins og allir aðrir sem náð hafa sextugsaldri, umsvifalaust gengið í eitthvert aðildarfélaganna 55 og farið að skemmta sér og í ferðalög með félögum sínum þar. Því félög eldri borgara um allt land gegna mikilvægu hlutverki. Flest sveitarfélög hafa gert samninga við félögin til að styrkja búsetu og lífsskilyrði eldri heimamanna, því ekkert þeirra vill vera án þessara kraftmiklu og mikilvægu útsvarsgreiðenda sem fyrir þau eru Virði en ekki byrði. Af hverju er LEB ekki að skemmta fólki? LEB er landssamband allra 55 félaga eldri borgara og var stofnað fyrir 35 árum beinlínis til að berjast fyrir bættum kjörum eldra fólks og öðrum sameiginlegum hagsmunamálum. Vera málsvari við stjórnvöld og fjölmiðla t.d. Kjaramál hafa alltaf verið á oddinum hjá LEB, sem þó þarf að berjast án þeirra vopna sem verkalýðsfélög hafa: samningaborðs og verkfalla. Eldra fólk á engin önnur vopn en samtakamáttinn. Straumhvörf Straumhvörf urðu haustið 2016 þegar lögum um almannatryggingar var breytt á róttækan hátt af ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks með Bjarna Benediktsson sem fjármálaráðherra og Eygló Harðardóttur sem félagsmálaráðherra. Vilhjálmur Bjarnason sat þá á Alþingi í stjórnarmeirihlutanum. Lögin tóku gildi 1. janúar 2017. Róttæk umpólun ellilífeyris Helstu tíðindin við þessa lagabreytingu var umpólunin hvað varðar tvær meginstoðir ellilífeyris eldra fólks. Fram að lagabreytingunni var ellilífeyrir frá almannatryggingum fyrsta stoðin. Réttur til ellilífeyris frá almannatryggingum var hugsaður sem áunnin réttindi þeirra sem hafa verið á vinnumarkaði í 40 ár eða lengur og skilað sínu til ríkis og sveitarfélaga alla sína hunds- og kattartíð. Inneign í lífeyrissjóði hafði verið önnur stoð þeirra sem voru komnir á aldur með persónulegri sjóðsöfnun samkv. lögum um lífeyrissjóði til að bæta kjör sín. Við lagabreytinguna varð persónulegur lífeyrissjóður eftirlaunatakans fyrsta stoð en áunnin réttindi frá almannatryggingum önnur stoð. Þessu hefur LEB mótmælt með öllum tiltækum ráðum. Sú vegferð hefur hvorki verið ánægjulegt ferðalag né nokkrum til skemmtunar. „Bætur“ Með þessari róttæku umpólun hefur stjórnvöldum, þá ekki síst þeim fjármálaráðherra sem hefur setið meira og minna síðasta áratug, Bjarna Benediktssyni, verið tamt að innleiða orðið „bætur“ um ellilífeyri frá almannatryggingum. Hann getur það því það var meiningin með þessari umpólun, að breyta greiðslum almannatrygginga í uppbætur fyrir þá sem eiga minna í lífeyrissjóði en nægir til lágmarksframfærslu. Þannig skerðast greiðslur frá almannatryggingum við hærri greiðslur úr lífeyrissjóðum. Tekjutengingar kalla á skerðingar Allar tekjur koma til skerðingar á greiðslum frá almannatryggingum, en með frítekjumörkum. Almennt frítekjumark, sameiginlegt fyrir lífeyrissjóðstekjur og fjármagnstekjur, upp á 25.000 kr. sem hefur ekki hækkað um krónu þó að komið sé á áttunda ár síðan sú krónutala var lögfest. Bara það er í sjálfu sér kjararýrnun. Bið eftir réttlæti er að neita um réttlæti Í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í september 2017 sagði þáverandi stjórnarandstæðingurinn Katrín Jakobsdóttir í frægri ræðu m.a.: „Stjórnvöld eiga ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir réttlæti.“ Ekki liðu nema nokkrar vikur þar til ræðukona var orðin forsætisráðherra. Enn bíða fátækir eftirlaunatakar eftir réttlæti. Því hélt LEB stórt málþing síðasta haust undir yfirskriftinni: „Við bíðum… ekki lengur!“ með þátttöku ráðherra, þingmanna, eldra fólks, verkalýðshreyfingarinnar og sérfræðinga í kjörum eldra fólks. Troðfullt var út úr dyrum og málþinginu streymt. Upptöku er að finna á forsíðu heimasíðu LEB Áherslur LEB: Við bíðum… ekki lengur! Almennar aðgerðir: Hækkun frítekjumarks í a.m.k. 100.000 kr. Ellilífeyrir almannatrygginga verði ekki lægri en lægsti launataxti Árlegar hækkanir lífeyris og frítekjumarka fylgi launavísitölu Heimilisuppbót falli undir lög nr. 100/2007 um almannatryggingar Sértækar aðgerðir fyrir þau verst settu: Sérstakt skattþrep / hækkun persónuafsláttar Minni eða engar skerðingar hjá þeim sem eru undir viðurkenndu framfærsluviðmiði Einnig verði skoðað að þeir lægstu fái sérstakt tillegg Vilhjálmur Bjarnason, sem og allir aðrir, er boðinn velkominn að leggjast á árarnar með LEB til bættra kjara fyrir eldra fólk. Höfundur er skrifstofustjóri LEB – Landssambands eldri borgara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Eggertsson Lífeyrissjóðir Eldri borgarar Mest lesið Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Sjá meira
Á dögunum birti Vilhjálmur Bjarnason fyrrv. þingmaður, grein í Morgunblaðinu um lífeyrissjóði og eftirlaunakjör og var þar margt áhugavert frá greinarhöfundi en annað því miður ekki alveg rétt. Mér er því ljúft og skylt að bæta þekkingu Vilhjálms, sem og að upplýsa áhugasama um málefni eldra fólks um eitt og annað sem gott er að vita. Um meintar skemmtanir og ferðalög Vilhjálmur hnjóðar í Landssamband eldri borgara – LEB, segir LEB einkum fást við „skemmtanir og ferðalög“. Þetta er alrangt. LEB heldur engar skemmtanir og stendur ekki fyrir neinum ferðalögum. Aftur á móti getur Vilhjálmur, eins og allir aðrir sem náð hafa sextugsaldri, umsvifalaust gengið í eitthvert aðildarfélaganna 55 og farið að skemmta sér og í ferðalög með félögum sínum þar. Því félög eldri borgara um allt land gegna mikilvægu hlutverki. Flest sveitarfélög hafa gert samninga við félögin til að styrkja búsetu og lífsskilyrði eldri heimamanna, því ekkert þeirra vill vera án þessara kraftmiklu og mikilvægu útsvarsgreiðenda sem fyrir þau eru Virði en ekki byrði. Af hverju er LEB ekki að skemmta fólki? LEB er landssamband allra 55 félaga eldri borgara og var stofnað fyrir 35 árum beinlínis til að berjast fyrir bættum kjörum eldra fólks og öðrum sameiginlegum hagsmunamálum. Vera málsvari við stjórnvöld og fjölmiðla t.d. Kjaramál hafa alltaf verið á oddinum hjá LEB, sem þó þarf að berjast án þeirra vopna sem verkalýðsfélög hafa: samningaborðs og verkfalla. Eldra fólk á engin önnur vopn en samtakamáttinn. Straumhvörf Straumhvörf urðu haustið 2016 þegar lögum um almannatryggingar var breytt á róttækan hátt af ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks með Bjarna Benediktsson sem fjármálaráðherra og Eygló Harðardóttur sem félagsmálaráðherra. Vilhjálmur Bjarnason sat þá á Alþingi í stjórnarmeirihlutanum. Lögin tóku gildi 1. janúar 2017. Róttæk umpólun ellilífeyris Helstu tíðindin við þessa lagabreytingu var umpólunin hvað varðar tvær meginstoðir ellilífeyris eldra fólks. Fram að lagabreytingunni var ellilífeyrir frá almannatryggingum fyrsta stoðin. Réttur til ellilífeyris frá almannatryggingum var hugsaður sem áunnin réttindi þeirra sem hafa verið á vinnumarkaði í 40 ár eða lengur og skilað sínu til ríkis og sveitarfélaga alla sína hunds- og kattartíð. Inneign í lífeyrissjóði hafði verið önnur stoð þeirra sem voru komnir á aldur með persónulegri sjóðsöfnun samkv. lögum um lífeyrissjóði til að bæta kjör sín. Við lagabreytinguna varð persónulegur lífeyrissjóður eftirlaunatakans fyrsta stoð en áunnin réttindi frá almannatryggingum önnur stoð. Þessu hefur LEB mótmælt með öllum tiltækum ráðum. Sú vegferð hefur hvorki verið ánægjulegt ferðalag né nokkrum til skemmtunar. „Bætur“ Með þessari róttæku umpólun hefur stjórnvöldum, þá ekki síst þeim fjármálaráðherra sem hefur setið meira og minna síðasta áratug, Bjarna Benediktssyni, verið tamt að innleiða orðið „bætur“ um ellilífeyri frá almannatryggingum. Hann getur það því það var meiningin með þessari umpólun, að breyta greiðslum almannatrygginga í uppbætur fyrir þá sem eiga minna í lífeyrissjóði en nægir til lágmarksframfærslu. Þannig skerðast greiðslur frá almannatryggingum við hærri greiðslur úr lífeyrissjóðum. Tekjutengingar kalla á skerðingar Allar tekjur koma til skerðingar á greiðslum frá almannatryggingum, en með frítekjumörkum. Almennt frítekjumark, sameiginlegt fyrir lífeyrissjóðstekjur og fjármagnstekjur, upp á 25.000 kr. sem hefur ekki hækkað um krónu þó að komið sé á áttunda ár síðan sú krónutala var lögfest. Bara það er í sjálfu sér kjararýrnun. Bið eftir réttlæti er að neita um réttlæti Í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í september 2017 sagði þáverandi stjórnarandstæðingurinn Katrín Jakobsdóttir í frægri ræðu m.a.: „Stjórnvöld eiga ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir réttlæti.“ Ekki liðu nema nokkrar vikur þar til ræðukona var orðin forsætisráðherra. Enn bíða fátækir eftirlaunatakar eftir réttlæti. Því hélt LEB stórt málþing síðasta haust undir yfirskriftinni: „Við bíðum… ekki lengur!“ með þátttöku ráðherra, þingmanna, eldra fólks, verkalýðshreyfingarinnar og sérfræðinga í kjörum eldra fólks. Troðfullt var út úr dyrum og málþinginu streymt. Upptöku er að finna á forsíðu heimasíðu LEB Áherslur LEB: Við bíðum… ekki lengur! Almennar aðgerðir: Hækkun frítekjumarks í a.m.k. 100.000 kr. Ellilífeyrir almannatrygginga verði ekki lægri en lægsti launataxti Árlegar hækkanir lífeyris og frítekjumarka fylgi launavísitölu Heimilisuppbót falli undir lög nr. 100/2007 um almannatryggingar Sértækar aðgerðir fyrir þau verst settu: Sérstakt skattþrep / hækkun persónuafsláttar Minni eða engar skerðingar hjá þeim sem eru undir viðurkenndu framfærsluviðmiði Einnig verði skoðað að þeir lægstu fái sérstakt tillegg Vilhjálmur Bjarnason, sem og allir aðrir, er boðinn velkominn að leggjast á árarnar með LEB til bættra kjara fyrir eldra fólk. Höfundur er skrifstofustjóri LEB – Landssambands eldri borgara.