Stefán Ingimar með lögregluna á hælunum áratugum saman Jón Þór Stefánsson skrifar 13. mars 2024 18:08 Stefán Ingimar Koeppen Brynjarsson, er eftirlýstur grunaður um fíkniefnabrot. Interpol Stefán Ingimar Koeppen Brynjarsson, maður sem er eftirlýstur á vef alþjóðalögreglunnar Interpol að beiðni lögreglu á Íslandi, hlaut þungan fangelsisdóm hér á landi í kringum síðustu aldamót. Þá hefur hann hlotið dóm í Þýskalandi og verið handtekinn í Mexíkó. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vakti athygli á eftirlýsingunni í dag. Fram kemur að málið tengist rannsókn á innflutningi og dreifingu fíkniefna. Um er að ræða annað skipti sem Interpol lýsir eftir Íslendingi á þessu ári. Hitt var í tengslum við stóra kókaínmálið svokallaða, en samkvæmt heimildum fréttastofa tengist leitin að Stefáni öðru máli sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar. Þungur fíkniefnadómur Stefán Ingimar Koeppen Brynjarsson er fæddur árið 1975. Árið 2003 hlaut hann átta ára fangelsisdóm í Hæstarétti fyrir fíkniefnalagabrot, sem er með þyngstu dómum sem hafa fallið í fíkniefnamálum hér á landi. Stefán var einn þriggja sakborninga en hinir tveir hlutu talsvert vægari dóma. Í málinu þyngdi Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjaness sem hafði dæmt hann í sex ára fangelsi. Stefán var sakfelldur fyrir að hafa staðið í stórfelldum innflutningi fíknefna hingað til lands. Það var annars vegar árið 1998 og hins vegar 2001. Hinir sakborningarnir voru dæmdir fyrir milligöngu í því, meðal annars með því að taka við umtalsverðu magni fíkniefna frá Stefáni og selja þau eða ætla að gera það. Hann var fundinn sekur um innflutning á samtals 5,6 kílóum af amfetamíni og 930 grömmum af kókaíni. Jafnframt var hann dæmdur fyrir að hafa í vörslum sínum samtals 312 grömm af kókaíni. Í dómi Hæstaréttar segir að Stefán hafi verið „aðalmaðurinn“ í þessari skipulögðu brotastarfsemi. Brot hans hefðu verið ítrekuð, ásetningur hans einarður og að hann ætti sér engar málsbætur. Flúði til Þýskalands Í dómi Hæstaréttar kemur fram að Stefán, sem hafði íslenskt og þýskt ríkisfang, hafi farið af landi brott til Þýskalands árið 2000 áður en hinum voru birtar ákærur fyrir brotin sem áttu sér stað 1998. „Hann lét sér samt ekki segjast og hélt áfram brotastarfsemi sinni og sendi hingað frá Þýskalandi mikið magn af fíkniefnum,“ segir í dómi Hæstaréttar. Snemma árs 2002 var Stefán handtekinn í Hollandi og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Hann var í kjölfarið framseldur til Íslands, en Hæstiréttur Hollands heimilaði framsalið með ákveðnum skilyrðum á saksókninni. Komist í kast við lögin víðar Stefán hafði áður hlotið dóm. Hæstiréttur reifar brotaferil hans í dómi sínum, en þar kemur fram að hann hafi árið 1998 verið dæmdur fyrir fíkniefnainnflutning. Þá hlaut hann tveggja ára dóm, skilorðsbundinn til tveggja ára. Þýski dómurinn hafði ítrekunaráhrif á refsingu hans í Hæstarétti, en líkt og áður segir hlaut hann átta ára dóm þar. DV greindi frá því árið 2017 að Stefán hefði verið handtekinn í Cancún í Mexíkó, grunaður um fíkniefnasmygl. Í umfjölluninni kom fram að handtaka Stefáns tengdist annarri handtöku á Íslendingi í Norður-Ameríku. Það er þegar kona var handtekinn í Kanada árið 2016 með tæpt kíló af kókaíni í golfsetti sem fannst í farangri hennar. Samkvæmt DV hafði Stefán verið búsettur í Mexíkó um árabil. Þá sagði að eftir handtökuna hefði hann verið fluttur í Cefereso-fangelsið, sem er í borginni Perote. Lögreglumál Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vakti athygli á eftirlýsingunni í dag. Fram kemur að málið tengist rannsókn á innflutningi og dreifingu fíkniefna. Um er að ræða annað skipti sem Interpol lýsir eftir Íslendingi á þessu ári. Hitt var í tengslum við stóra kókaínmálið svokallaða, en samkvæmt heimildum fréttastofa tengist leitin að Stefáni öðru máli sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar. Þungur fíkniefnadómur Stefán Ingimar Koeppen Brynjarsson er fæddur árið 1975. Árið 2003 hlaut hann átta ára fangelsisdóm í Hæstarétti fyrir fíkniefnalagabrot, sem er með þyngstu dómum sem hafa fallið í fíkniefnamálum hér á landi. Stefán var einn þriggja sakborninga en hinir tveir hlutu talsvert vægari dóma. Í málinu þyngdi Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjaness sem hafði dæmt hann í sex ára fangelsi. Stefán var sakfelldur fyrir að hafa staðið í stórfelldum innflutningi fíknefna hingað til lands. Það var annars vegar árið 1998 og hins vegar 2001. Hinir sakborningarnir voru dæmdir fyrir milligöngu í því, meðal annars með því að taka við umtalsverðu magni fíkniefna frá Stefáni og selja þau eða ætla að gera það. Hann var fundinn sekur um innflutning á samtals 5,6 kílóum af amfetamíni og 930 grömmum af kókaíni. Jafnframt var hann dæmdur fyrir að hafa í vörslum sínum samtals 312 grömm af kókaíni. Í dómi Hæstaréttar segir að Stefán hafi verið „aðalmaðurinn“ í þessari skipulögðu brotastarfsemi. Brot hans hefðu verið ítrekuð, ásetningur hans einarður og að hann ætti sér engar málsbætur. Flúði til Þýskalands Í dómi Hæstaréttar kemur fram að Stefán, sem hafði íslenskt og þýskt ríkisfang, hafi farið af landi brott til Þýskalands árið 2000 áður en hinum voru birtar ákærur fyrir brotin sem áttu sér stað 1998. „Hann lét sér samt ekki segjast og hélt áfram brotastarfsemi sinni og sendi hingað frá Þýskalandi mikið magn af fíkniefnum,“ segir í dómi Hæstaréttar. Snemma árs 2002 var Stefán handtekinn í Hollandi og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Hann var í kjölfarið framseldur til Íslands, en Hæstiréttur Hollands heimilaði framsalið með ákveðnum skilyrðum á saksókninni. Komist í kast við lögin víðar Stefán hafði áður hlotið dóm. Hæstiréttur reifar brotaferil hans í dómi sínum, en þar kemur fram að hann hafi árið 1998 verið dæmdur fyrir fíkniefnainnflutning. Þá hlaut hann tveggja ára dóm, skilorðsbundinn til tveggja ára. Þýski dómurinn hafði ítrekunaráhrif á refsingu hans í Hæstarétti, en líkt og áður segir hlaut hann átta ára dóm þar. DV greindi frá því árið 2017 að Stefán hefði verið handtekinn í Cancún í Mexíkó, grunaður um fíkniefnasmygl. Í umfjölluninni kom fram að handtaka Stefáns tengdist annarri handtöku á Íslendingi í Norður-Ameríku. Það er þegar kona var handtekinn í Kanada árið 2016 með tæpt kíló af kókaíni í golfsetti sem fannst í farangri hennar. Samkvæmt DV hafði Stefán verið búsettur í Mexíkó um árabil. Þá sagði að eftir handtökuna hefði hann verið fluttur í Cefereso-fangelsið, sem er í borginni Perote.
Lögreglumál Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Sjá meira