„Ekki jákvætt fyrir Keflavík ef hann ætlar að láta einhvern pjakk æsa sig upp“ Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke skrifar 14. mars 2024 21:39 Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Anton Brink Það varð formlega ljóst í kvöld að Breiðablik á ekki lengur möguleika á að halda sæti sínu í Subway-deild karla þegar liðið tapaði gegn Keflavík. Liðið er sex stigum frá öruggu sæti þegar þrjár umferðir eftir og með verri stöðu í innbyrðis viðureignum gegn Haukum sem sitja í síðasta örugga sætinu. Vísir og Stöð 2 Sport ræddi við Ívar Ásgrímsson, þjálfara Breiðabliks, eftir leikinn í kvöld. „Ég held að þetta hafi legið nokkuð ljóst fyrir [að við myndum falla] þegar við töpuðum leikjum sem við hefðum getað tekið í byrjun árs. Í þeim leikjum vorum við þó að sýna baráttu. Við þurfum að fara finna orku hjá okkur, þetta var frekar máttlaust hjá okkur núna. Við þurfum að finna smá gleði, reyna ljúka tímabilinu á jákvæðum nótum. Þetta var ekkert skemmtilegur leikur í kvöld.“ Ívar tekur lítið úr leiknum í kvöld. „Mér fannst við máttlausir, við ræddum um það inni í klefa að reyna ná smá gleði í þetta núna í lokin, ná smá baráttu og hafa smá gaman af þessu. Það er eins og þetta sé orðið þannig að menn vilji fara að ljúka þessu. Við þurfum að rífa okkur upp og sýna smá metnað. Það eru allir sammála því og vonandi skilar það sér inn á völlinn.“ „Við erum að spila á móti mjög vel mönnuðum liðum, atvinnumannaliðum, á meðan við spilum mikið á unglingum og strákum. Við vissum það fyrir og það er engin afsökun, bara staðreynd.“ Ein stærsta sögulína leiksins var glíma Sölva Ólasonar og Remy Martin. Sölvi virtist komast undir skinnið á bandaríska leikmanninum. „Remy byrjaði að vera eitthvað fúll og Sölvi náttúrulega hélt áfram að atast í honum, skiljanlega. Ef hann hefði ekki gert það þá hefði hann nú verið frekar metnaðarlaus. Ef Remy ætlar að væla svona í úrslitakeppninni þá verður það ekki jákvætt fyrir þá, að láta einhvern pjakk æsa sig upp.“ „Keflavík er með gott lið, þeir eru með margfalt betur mannað lið heldur en við, og flest liðin. En það er ekki afsökun fyrir því að við séum ekki að hafa gaman af hlutunum og leggja okkur fram eins og raunin var í kvöld. Það er alveg ljóst að þetta „budget“ sem við erum með er ekki nóg til að vera í þessari deild. Til þess að vera með fínt lið þá þarftu örugglega tvöfalt eða þrefalt það sem við erum að setja í þetta. Við höfum bara því miður ekki peningana í þetta.“ Breiðablik á þrjá leiki eftir á tímabilinu. Ívar staðfesti í viðtalinu að hann verður ekki hjá Breiðabliki á næsta tímabili. „Þetta verður mitt síðasta ár hér, það er líka ein af ástæðunum fyrir því að við erum að reyna ljúka þessu almennilega. Við erum með ungmennaflokkinn í efsta sæti, við þurfum að klára hann, klára titilinn saman. Við höfum nóg til að keppa að í augnablikinu, ætlum að reyna ljúka þessu tímabili á léttari nótum,“ sagði Ívar að lokum. Subway-deild karla Breiðablik Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Sjá meira
Vísir og Stöð 2 Sport ræddi við Ívar Ásgrímsson, þjálfara Breiðabliks, eftir leikinn í kvöld. „Ég held að þetta hafi legið nokkuð ljóst fyrir [að við myndum falla] þegar við töpuðum leikjum sem við hefðum getað tekið í byrjun árs. Í þeim leikjum vorum við þó að sýna baráttu. Við þurfum að fara finna orku hjá okkur, þetta var frekar máttlaust hjá okkur núna. Við þurfum að finna smá gleði, reyna ljúka tímabilinu á jákvæðum nótum. Þetta var ekkert skemmtilegur leikur í kvöld.“ Ívar tekur lítið úr leiknum í kvöld. „Mér fannst við máttlausir, við ræddum um það inni í klefa að reyna ná smá gleði í þetta núna í lokin, ná smá baráttu og hafa smá gaman af þessu. Það er eins og þetta sé orðið þannig að menn vilji fara að ljúka þessu. Við þurfum að rífa okkur upp og sýna smá metnað. Það eru allir sammála því og vonandi skilar það sér inn á völlinn.“ „Við erum að spila á móti mjög vel mönnuðum liðum, atvinnumannaliðum, á meðan við spilum mikið á unglingum og strákum. Við vissum það fyrir og það er engin afsökun, bara staðreynd.“ Ein stærsta sögulína leiksins var glíma Sölva Ólasonar og Remy Martin. Sölvi virtist komast undir skinnið á bandaríska leikmanninum. „Remy byrjaði að vera eitthvað fúll og Sölvi náttúrulega hélt áfram að atast í honum, skiljanlega. Ef hann hefði ekki gert það þá hefði hann nú verið frekar metnaðarlaus. Ef Remy ætlar að væla svona í úrslitakeppninni þá verður það ekki jákvætt fyrir þá, að láta einhvern pjakk æsa sig upp.“ „Keflavík er með gott lið, þeir eru með margfalt betur mannað lið heldur en við, og flest liðin. En það er ekki afsökun fyrir því að við séum ekki að hafa gaman af hlutunum og leggja okkur fram eins og raunin var í kvöld. Það er alveg ljóst að þetta „budget“ sem við erum með er ekki nóg til að vera í þessari deild. Til þess að vera með fínt lið þá þarftu örugglega tvöfalt eða þrefalt það sem við erum að setja í þetta. Við höfum bara því miður ekki peningana í þetta.“ Breiðablik á þrjá leiki eftir á tímabilinu. Ívar staðfesti í viðtalinu að hann verður ekki hjá Breiðabliki á næsta tímabili. „Þetta verður mitt síðasta ár hér, það er líka ein af ástæðunum fyrir því að við erum að reyna ljúka þessu almennilega. Við erum með ungmennaflokkinn í efsta sæti, við þurfum að klára hann, klára titilinn saman. Við höfum nóg til að keppa að í augnablikinu, ætlum að reyna ljúka þessu tímabili á léttari nótum,“ sagði Ívar að lokum.
Subway-deild karla Breiðablik Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti