Kjarasamningar, gjaldfrjálsar skólamáltíðir, Sjálfstæðisflokkurinn og Hafnarfjörður Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar 15. mars 2024 12:00 Sjálfstæðisflokkurinn hefur fundið mál sem hann getur sameinast um á erfiðum tímum hjá flokknum! Það er baráttan gegn gjaldfrjálsum skólamáltíðum í grunnskólum! Þar dregur flokkurinn línu í sandinn! Því ber að mótmæla. Afstaða og stefna Samfylkingarinnar er alveg skýr; grunnskólinn á að vera gjaldfrjáls, þar með talið skólamáltíðir. Ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar á frumkvæði að málinu í tengslum við gerð kjarasamninga en sveitarstjórnarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa hins vegar allt á hornum sér, þegar á að fæða börn í skólum landsins og beina gremju sinni ómaklega að formanni stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga til þess að breiða yfir andúð sína á ríkisstjórninni. Kómískt hefur verið að fylgjast með þessum vandræðagangi Sjálfstæðisflokksins en ef um keppni í gríni væri að ræða þá stæðu Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði uppi sem ótvíræðir sigurvegarar og bæjarstjórinn fengi sérstök heiðursverðlaun fyrir sína framgöngu í málinu. Beðið eftir svörum frá sveitarfélögunum en meirihlutinn í Hafnarfirði skilar auðu Í aðdraganda undirritunar kjarasamninga breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins kom ítrekað fram að beðið væri svara frá sveitarfélögunum um aðkomu þeirra að samningunum. Enda margbúið að taka fram að nauðsynlegt væri að ríki og sveitarfélög legðu sitt af mörkum til að liðka fyrir kjarasamningum þar sem meginmarkmiðið var að tryggja efnahagslegan stöðugleika með því að stuðla að lækkun verðbólgu og vaxta. Sama dag og stóð til að undirrita samningana fór fram fundur í bæjarráði Hafnafjarðar. Kjarasamningar og aðkoma sveitarfélaga að þeim voru á dagskrá fundarins að frumkvæði jafnaðarfólks, fulltrúa Samfylkingarinnar. Meirihlutinn í Hafnarfirði mætti hins vegar tómhentur til leiks og umræða daganna á undan um kjaramál virtist hafa farið algjörlega fram hjá bæjarstjóra og fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Samfylkingin tryggði ábyrga afstöðu bæjarstjórnar vegna kjarasamninga Jafnaðarfólk í bæjarstjórn Hafnarfjarðar er aftur á móti meðvitað um hlutverk bæjarstjórnar og lagði fram á fundinum tillögu um að gjaldskrárhækkanir yrðu ekki umfram 3,5% á árinu sem og að bærinn tryggði gjaldfrjálsar skólamáltíðir frá og með næsta skólaári. Fulltrúum Sjálfstæðisflokksins brá svo við tillögu Samfylkingarinnar að gera varð hlé á fundi. Mörgum klukkutímum síðar mætti Sjálfstæðisflokkurinn beygður og brotinn með sína eigin tillögu, sem var nánast samhljóma tillögu Samfylkingarinnar og hún var lokum samþykkt samhljóða í bæjarráði. Þetta þýðir einfaldlega að án atbeina jafnaðarfólks hefði bæjarstjórn Hafnfarfjarðar skilað auðu í þessu grundvallarmáli. Til að bjarga andlitinu lét bæjarstjóri bóka að hún teldi að rétt hefði verið að leita annarra leiða til að tryggja gjaldfrjálsar skólamáltíðir en lagt er upp með í yfirlýsingu ríkis og sveitarfélaga. Bæjarstjóri kórónaði svo ruglið og opinberaði málefnafátækt sína þegar hún sakaði oddvita Samfylkingarinnar um trúnaðarbrest þegar hann ræddi andstöðu Sjálfstæðisflokksins við gjaldfrjálsar skólamáltíðir í fjölmiðlum. Allt er reynt þegar breiða skal yfir vandræðagang Sjálfstæðisflokksins og hringlanda veiklaðs meirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði berst gegn sínu eigin meirihlutasamkomulagi Andstaða Sjálfstæðisflokksins við gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum kom á óvart því málið er tilkomið að frumkvæði ríkisstjórnarinnar. Og þeim mun meiri furðu vekur andstaða flokksins í Hafnarfirði þar sem skýr fyrirheit eru gefin í málefnasamningi meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks um gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Var þá ekkert að marka það sem stendur í málefnasamningi meirihlutans? Sjálfstæðisflokkurinn með bæjarstjórann í broddi fylkingar er því í þeirri furðulegu stöðu að vera í andstöðu við sína eigin ríkisstjórn, samþykktir bæjarráðs og bæjarstjórnar og sitt eigið meirihlutasamkomulag. Bæjarstjórinn bítur svo höfuðið af skömminni með því að setja nafn sitt undir grein oddvita Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnum landsins, sem birtist í Morgunblaðinu í gær, þar sem ráðist er ómaklega að formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem ábyrg og skynsamleg aðkoma hennar að kjarasamningunum er gerð tortryggileg. Allt er gert til þess að breiða yfir málefnafátækt Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokknum ekki treystandi fyrir málinu Þó það hafi verið kómískt að fylgjast með vandræðagangi Sjálfstæðisflokksins þá er það ekkert gamanmál þegar flokkurinn lætur þrönga flokkshagsmuni ráða för og ábyrgðarleysið er algjört. Í þessum málum duga engin vettlingatök og sveitarfélög verða að tala með skýrum hætti þannig að enginn velkist í vafa um ásetning þeirra um að stuðla að efnahagslegum stöðugleika. Vinnubrögð Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sýna, svo ekki verður um villst, að flokknum er ekki treystandi til að vinna áfram að málinu en jafnaðarfólk í bæjarstjórn mun hér eftir sem hingað til ýta fast á eftir því við núverandi meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks að staðið verði við gefin fyrirheit. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaraviðræður 2023-24 Hafnarfjörður Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Grunnskólar Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hefur fundið mál sem hann getur sameinast um á erfiðum tímum hjá flokknum! Það er baráttan gegn gjaldfrjálsum skólamáltíðum í grunnskólum! Þar dregur flokkurinn línu í sandinn! Því ber að mótmæla. Afstaða og stefna Samfylkingarinnar er alveg skýr; grunnskólinn á að vera gjaldfrjáls, þar með talið skólamáltíðir. Ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar á frumkvæði að málinu í tengslum við gerð kjarasamninga en sveitarstjórnarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa hins vegar allt á hornum sér, þegar á að fæða börn í skólum landsins og beina gremju sinni ómaklega að formanni stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga til þess að breiða yfir andúð sína á ríkisstjórninni. Kómískt hefur verið að fylgjast með þessum vandræðagangi Sjálfstæðisflokksins en ef um keppni í gríni væri að ræða þá stæðu Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði uppi sem ótvíræðir sigurvegarar og bæjarstjórinn fengi sérstök heiðursverðlaun fyrir sína framgöngu í málinu. Beðið eftir svörum frá sveitarfélögunum en meirihlutinn í Hafnarfirði skilar auðu Í aðdraganda undirritunar kjarasamninga breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins kom ítrekað fram að beðið væri svara frá sveitarfélögunum um aðkomu þeirra að samningunum. Enda margbúið að taka fram að nauðsynlegt væri að ríki og sveitarfélög legðu sitt af mörkum til að liðka fyrir kjarasamningum þar sem meginmarkmiðið var að tryggja efnahagslegan stöðugleika með því að stuðla að lækkun verðbólgu og vaxta. Sama dag og stóð til að undirrita samningana fór fram fundur í bæjarráði Hafnafjarðar. Kjarasamningar og aðkoma sveitarfélaga að þeim voru á dagskrá fundarins að frumkvæði jafnaðarfólks, fulltrúa Samfylkingarinnar. Meirihlutinn í Hafnarfirði mætti hins vegar tómhentur til leiks og umræða daganna á undan um kjaramál virtist hafa farið algjörlega fram hjá bæjarstjóra og fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Samfylkingin tryggði ábyrga afstöðu bæjarstjórnar vegna kjarasamninga Jafnaðarfólk í bæjarstjórn Hafnarfjarðar er aftur á móti meðvitað um hlutverk bæjarstjórnar og lagði fram á fundinum tillögu um að gjaldskrárhækkanir yrðu ekki umfram 3,5% á árinu sem og að bærinn tryggði gjaldfrjálsar skólamáltíðir frá og með næsta skólaári. Fulltrúum Sjálfstæðisflokksins brá svo við tillögu Samfylkingarinnar að gera varð hlé á fundi. Mörgum klukkutímum síðar mætti Sjálfstæðisflokkurinn beygður og brotinn með sína eigin tillögu, sem var nánast samhljóma tillögu Samfylkingarinnar og hún var lokum samþykkt samhljóða í bæjarráði. Þetta þýðir einfaldlega að án atbeina jafnaðarfólks hefði bæjarstjórn Hafnfarfjarðar skilað auðu í þessu grundvallarmáli. Til að bjarga andlitinu lét bæjarstjóri bóka að hún teldi að rétt hefði verið að leita annarra leiða til að tryggja gjaldfrjálsar skólamáltíðir en lagt er upp með í yfirlýsingu ríkis og sveitarfélaga. Bæjarstjóri kórónaði svo ruglið og opinberaði málefnafátækt sína þegar hún sakaði oddvita Samfylkingarinnar um trúnaðarbrest þegar hann ræddi andstöðu Sjálfstæðisflokksins við gjaldfrjálsar skólamáltíðir í fjölmiðlum. Allt er reynt þegar breiða skal yfir vandræðagang Sjálfstæðisflokksins og hringlanda veiklaðs meirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði berst gegn sínu eigin meirihlutasamkomulagi Andstaða Sjálfstæðisflokksins við gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum kom á óvart því málið er tilkomið að frumkvæði ríkisstjórnarinnar. Og þeim mun meiri furðu vekur andstaða flokksins í Hafnarfirði þar sem skýr fyrirheit eru gefin í málefnasamningi meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks um gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Var þá ekkert að marka það sem stendur í málefnasamningi meirihlutans? Sjálfstæðisflokkurinn með bæjarstjórann í broddi fylkingar er því í þeirri furðulegu stöðu að vera í andstöðu við sína eigin ríkisstjórn, samþykktir bæjarráðs og bæjarstjórnar og sitt eigið meirihlutasamkomulag. Bæjarstjórinn bítur svo höfuðið af skömminni með því að setja nafn sitt undir grein oddvita Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnum landsins, sem birtist í Morgunblaðinu í gær, þar sem ráðist er ómaklega að formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem ábyrg og skynsamleg aðkoma hennar að kjarasamningunum er gerð tortryggileg. Allt er gert til þess að breiða yfir málefnafátækt Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokknum ekki treystandi fyrir málinu Þó það hafi verið kómískt að fylgjast með vandræðagangi Sjálfstæðisflokksins þá er það ekkert gamanmál þegar flokkurinn lætur þrönga flokkshagsmuni ráða för og ábyrgðarleysið er algjört. Í þessum málum duga engin vettlingatök og sveitarfélög verða að tala með skýrum hætti þannig að enginn velkist í vafa um ásetning þeirra um að stuðla að efnahagslegum stöðugleika. Vinnubrögð Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sýna, svo ekki verður um villst, að flokknum er ekki treystandi til að vinna áfram að málinu en jafnaðarfólk í bæjarstjórn mun hér eftir sem hingað til ýta fast á eftir því við núverandi meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks að staðið verði við gefin fyrirheit. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun