Frelsi og fjárhagslegt öryggi ungbarnafjölskyldna Vilhjálmur Árnason skrifar 16. mars 2024 08:00 Í síðustu viku var skrifað undir svokallaðan stöðugleikasamning á milli Samtaka atvinnulífsins og breiðfylkingar stéttarfélaga. Ríkisstjórnin og Samband íslenskra sveitarfélaga lögðu sameiginlega fram aðgerðir til að greiða fyrir gerð kjarasamninga sem gilda til næstu fjögurra ára. Ein þessara aðgerða ber sérstaklega að fagna, en það er hækkun hámarksgreiðsla úr Fæðingarorlofssjóði, er svo sannarlega löngu tímabær og ber henni að fagna. Hækkun hámarksgreiðsla úr Fæðingarorlofssjóði hefur það að markmiði að treysta fjárhagslegt öryggi ungbarnafjölskyldna og tryggja samvistir barna við báða foreldra. Hámarksgreiðslur verða þannig hækkaðar í þremur áföngum á næstum tveimur árum: Þann 1. apríl 2024 úr 600.000 þúsund krónum á mánuði í 700.000 kr., frá og með 1. janúar 2025 í 800.000 kr. og frá og með 1. janúar 2026 í 900.000 kr. Það er löngu orðið ljóst að núverandi þak fæðingarorlofsgreiðsla, sem ekki hefur hækkað svo árum skiptir, hefur leitt um of til tekjufalls foreldra í fæðingarorlofi. Þetta hefur einna helst bitnað á mæðrum, sem að jafnaði taka lengra fæðingarorlof en feður. Hækkun hámarksgreiðsla mun vonandi leiða til þess að feður taki stærri hluta þess 12 mánaða fæðingarorlofs sem foreldrar eiga rétt á en hingað hefur tíðkast. Í þessu samhengi er rétt að benda á að hækkun greiðsla er eflaust mun betur til þess fallin að draga úr áhrifum á launatekjur foreldra heldur en fjölgun orlofsmánaða. Í kjölfarið af þessum tímabæru breytingum er rétt að líta til þess að auka frelsi foreldra í fæðingarorlofi þannig að þeir ráði sjálfir hvernig þeir skipti orlofsmánuðum á milli sín. Foreldrar geta þá hverju sinni ráðstafað orlofi sínu eins og þeir telja sér og barni sínu fyrir bestu, án þess að hið opinbera skipti sér af. Höfundur er alþingismaður og ritari Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Börn og uppeldi Fjármál heimilisins Kjaramál Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku var skrifað undir svokallaðan stöðugleikasamning á milli Samtaka atvinnulífsins og breiðfylkingar stéttarfélaga. Ríkisstjórnin og Samband íslenskra sveitarfélaga lögðu sameiginlega fram aðgerðir til að greiða fyrir gerð kjarasamninga sem gilda til næstu fjögurra ára. Ein þessara aðgerða ber sérstaklega að fagna, en það er hækkun hámarksgreiðsla úr Fæðingarorlofssjóði, er svo sannarlega löngu tímabær og ber henni að fagna. Hækkun hámarksgreiðsla úr Fæðingarorlofssjóði hefur það að markmiði að treysta fjárhagslegt öryggi ungbarnafjölskyldna og tryggja samvistir barna við báða foreldra. Hámarksgreiðslur verða þannig hækkaðar í þremur áföngum á næstum tveimur árum: Þann 1. apríl 2024 úr 600.000 þúsund krónum á mánuði í 700.000 kr., frá og með 1. janúar 2025 í 800.000 kr. og frá og með 1. janúar 2026 í 900.000 kr. Það er löngu orðið ljóst að núverandi þak fæðingarorlofsgreiðsla, sem ekki hefur hækkað svo árum skiptir, hefur leitt um of til tekjufalls foreldra í fæðingarorlofi. Þetta hefur einna helst bitnað á mæðrum, sem að jafnaði taka lengra fæðingarorlof en feður. Hækkun hámarksgreiðsla mun vonandi leiða til þess að feður taki stærri hluta þess 12 mánaða fæðingarorlofs sem foreldrar eiga rétt á en hingað hefur tíðkast. Í þessu samhengi er rétt að benda á að hækkun greiðsla er eflaust mun betur til þess fallin að draga úr áhrifum á launatekjur foreldra heldur en fjölgun orlofsmánaða. Í kjölfarið af þessum tímabæru breytingum er rétt að líta til þess að auka frelsi foreldra í fæðingarorlofi þannig að þeir ráði sjálfir hvernig þeir skipti orlofsmánuðum á milli sín. Foreldrar geta þá hverju sinni ráðstafað orlofi sínu eins og þeir telja sér og barni sínu fyrir bestu, án þess að hið opinbera skipti sér af. Höfundur er alþingismaður og ritari Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar