Mýs éta lifandi fugla á afskekktri eyju Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2024 09:47 Mús sést hér éta hausinn á lifandi albatross á Marioneyju. Mýsnar voru fluttar til eyjunnar af sjómönnum fyrir um tvö hundruð árum og hafa fjölgað sér gífurlega mikið síðan þá. AP/Stefan og Janine Schoombie Frá því mýs voru fyrst fluttar til Marioneyju, sem liggur mitt milli Suður-Afríku og Suðurskautsins, hafa þær fjölgað sér gífurlega. Breytt veðurfar og hlýindi hafa aukið á fjölgun músa og er ástandið á eyjunni orðið verulega slæmt. Svo slæmt er ástandið að mýsnar eru byrjaðar að éta lifandi fugla, en margar tegundir sjófugla verpa á eyjunni og eru því viðkvæmir fyrir ágangi músanna. Mýsnar eru taldar ógna viðkvæmu lífríki eyjunnar. Vísindamenn stefna nú að því að reyna að þurrka mýsnar út í einu lagi, með því að dreifa hundruð tonna af nagdýraeitri um gervalla eyjuna, sem er um 297 ferkílómetrar. Í samtali við AP fréttaveituna segja þau að ef ein þunguð mús lifir af, þá hafi allt verkefnið verið tilgangslaust. Takist útrýminginn væri um umfangsmestu meindýraeyðingu heimsins að ræða. Nærri því þrjátíu tegundir sjávarfugla verpa á eyjunni einstöku en selaveiðimenn fluttu fyrstu rándýrin þangað, mýsnar, snemma á nítjándu öld. Undanfarna áratugi hefur fjöldi músa á eyjunni margfaldast. Enda geta mýs gotið fjórum til fimm sinnum á ári og eignast sjö til átta afkvæmi í hvert sinn. Áætlað er að minnst milljón músa séu nú á eyjunni og eru þær farnar að ganga verulega á lífríkið. Meðal annars með því að éta unga í hreiðrum og fullorðna fugla á eggjum, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. Þar er einnig rætt við Dr. Anton Wolfaardt sem leiðir umrætt verkefni. Fyrst bárust fregnir af mús éta fugl árið 2003 og síðan þá hefur slíkum tilkynningum fjölgað verulega. Stundum eru margar mýs sagðar narta í einn fugl í einu. Vísindamenn áætla að verði ekkert gert sé mögulegt að nítján fuglategundir muni þurrkast út á næstu hundrað árum. Til að gera út af við mýsnar vonast vísindamenn til að nota fjórar til sex þyrlur til að dreifa um 550 tonnum af nagdýraeitri um eyjuna alla. Flugmennirnir munu fá nákvæmar flugleiðir svo eitrinu sé rétt dreift en eitrið hefur verið hannað til að hafa ekki umfangsmikil áhrif á fuglana eða önnur dýr á eyjunni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem reynt er að þurrka út mýs á Marioneyju. Það var einnig reynt á fimmta áratug síðustu aldar þegar fimm heimiliskettir voru fluttir út í eyjuna. Á áttunda áratugnum voru um tvö þúsund villikettir á eyjunni sem taldir eru hafa drepið um hálfa milljón fugla á ári hverju. Kettirnir voru þurrkaðir út með því að flytja veiru sem er köttum skæð til eyjunnar og veiða svo þá sem lifðu af. Dýr Suður-Afríka Suðurskautslandið Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
Svo slæmt er ástandið að mýsnar eru byrjaðar að éta lifandi fugla, en margar tegundir sjófugla verpa á eyjunni og eru því viðkvæmir fyrir ágangi músanna. Mýsnar eru taldar ógna viðkvæmu lífríki eyjunnar. Vísindamenn stefna nú að því að reyna að þurrka mýsnar út í einu lagi, með því að dreifa hundruð tonna af nagdýraeitri um gervalla eyjuna, sem er um 297 ferkílómetrar. Í samtali við AP fréttaveituna segja þau að ef ein þunguð mús lifir af, þá hafi allt verkefnið verið tilgangslaust. Takist útrýminginn væri um umfangsmestu meindýraeyðingu heimsins að ræða. Nærri því þrjátíu tegundir sjávarfugla verpa á eyjunni einstöku en selaveiðimenn fluttu fyrstu rándýrin þangað, mýsnar, snemma á nítjándu öld. Undanfarna áratugi hefur fjöldi músa á eyjunni margfaldast. Enda geta mýs gotið fjórum til fimm sinnum á ári og eignast sjö til átta afkvæmi í hvert sinn. Áætlað er að minnst milljón músa séu nú á eyjunni og eru þær farnar að ganga verulega á lífríkið. Meðal annars með því að éta unga í hreiðrum og fullorðna fugla á eggjum, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. Þar er einnig rætt við Dr. Anton Wolfaardt sem leiðir umrætt verkefni. Fyrst bárust fregnir af mús éta fugl árið 2003 og síðan þá hefur slíkum tilkynningum fjölgað verulega. Stundum eru margar mýs sagðar narta í einn fugl í einu. Vísindamenn áætla að verði ekkert gert sé mögulegt að nítján fuglategundir muni þurrkast út á næstu hundrað árum. Til að gera út af við mýsnar vonast vísindamenn til að nota fjórar til sex þyrlur til að dreifa um 550 tonnum af nagdýraeitri um eyjuna alla. Flugmennirnir munu fá nákvæmar flugleiðir svo eitrinu sé rétt dreift en eitrið hefur verið hannað til að hafa ekki umfangsmikil áhrif á fuglana eða önnur dýr á eyjunni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem reynt er að þurrka út mýs á Marioneyju. Það var einnig reynt á fimmta áratug síðustu aldar þegar fimm heimiliskettir voru fluttir út í eyjuna. Á áttunda áratugnum voru um tvö þúsund villikettir á eyjunni sem taldir eru hafa drepið um hálfa milljón fugla á ári hverju. Kettirnir voru þurrkaðir út með því að flytja veiru sem er köttum skæð til eyjunnar og veiða svo þá sem lifðu af.
Dýr Suður-Afríka Suðurskautslandið Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira