„Þessi mál koma okkur ekkert við“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 16. mars 2024 13:57 Birni Leifsson, Bjössa í World Class, segist hafa verið öllum lokið þegar hann sá frétt á Vísi í morgun. Vísir/Egill Björn Leifsson, eigandi World Class, segir þau mál sem Kristján Ólafur Sigríðarson sé flæktur í ekki koma sér, eiginkonu eða fyrirtæki við á neinn hátt. Hann fordæmir að vera dreginn inn í svo alvarleg mál og biðlar til fjölmiðla að vanda til verka. „Þegar ég sá frétt á Vísi í morgun sem bar yfirskriftina Slóð viðskipta sakbornings tengist World Class-veldinu var mér nánast öllum lokið. Ekki nóg með að fyrirsögn þessarar fréttar sé út úr kortinu þá eru efnistök og myndskreytingar það einnig. Nafn mitt og eiginkonu minnar er þarna notað og eins er höfð með mynd af okkur hjónum og linkað í jákvæða frétt úr rekstri fyrirtækis okkar World Class.“ Á þessum orðum hefst yfirlýsing sem fréttastofu barst frá Birni Leifsyni, eiganda World Class fyrir skemmstu. Tilefnið er frétt sem birtist á Vísi í morgun og tengist einum sakborninganna í meintu mansalsmáli tengdu Pho Vietnam og Wok On, Kristjáni Ólafi Sigríðarsyni. Í fréttinni er farið yfir viðskiptatengsl Kristjáns, þar á meðal við stjúpföður sinn, Sigurð Leifsson, bróðir Björns og einn þriggja hluthafa í World Class fjölskylduveldinu. Fordæmir að vera dreginn inn í málið „Kristján Ólafur Sigríðarson kemur okkur hjónum eða rekstri World Class ekki nokkurn skapaðan hlut við. Þessi mál sem Kristján er sagður flæktur í koma mér, Hafdísi og World Class heldur ekkert við, hafa aldrei gert og munu aldrei gera,“ segir Björn í yfirlýsingunni. Við hjónin fordæmum að vera dregin inn í svo alvarlegt mál sem þetta með þessum hætti. Jafnframt fordæmum við mansal, illa meðferð á starfsfólki og eins illa meðferð á fólki yfir höfuð. Þá segir Björn að fjölmiðlar ættu að sjá sóma sinn í vanda til verka í umfjöllunum sínum. „Hvað þá í svo viðkvæmri umfjöllun sem þessari. Það var alls ekki gert í þessu tilfelli.“ Mál Davíðs Viðarssonar Mansal Lögreglumál Fjölmiðlar Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Slóð viðskipta sakbornings tengist World Class-veldinu Kristján Ólafur Sigríðarson, einn níu sakborninga í meintu mansalsmáli tengdu Pho Vietnam og Wok On, hefur komið víða við síðan hann hóf veitingarekstur og fasteignaviðskipti. Kristján er í dag 33 ára gamall en byrjaði í viðskiptum aðeins 25 ára með aðstoð stjúpföður síns sem er einn þriggja hluthafa í World Class fjölskylduveldinu. 16. mars 2024 09:00 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
„Þegar ég sá frétt á Vísi í morgun sem bar yfirskriftina Slóð viðskipta sakbornings tengist World Class-veldinu var mér nánast öllum lokið. Ekki nóg með að fyrirsögn þessarar fréttar sé út úr kortinu þá eru efnistök og myndskreytingar það einnig. Nafn mitt og eiginkonu minnar er þarna notað og eins er höfð með mynd af okkur hjónum og linkað í jákvæða frétt úr rekstri fyrirtækis okkar World Class.“ Á þessum orðum hefst yfirlýsing sem fréttastofu barst frá Birni Leifsyni, eiganda World Class fyrir skemmstu. Tilefnið er frétt sem birtist á Vísi í morgun og tengist einum sakborninganna í meintu mansalsmáli tengdu Pho Vietnam og Wok On, Kristjáni Ólafi Sigríðarsyni. Í fréttinni er farið yfir viðskiptatengsl Kristjáns, þar á meðal við stjúpföður sinn, Sigurð Leifsson, bróðir Björns og einn þriggja hluthafa í World Class fjölskylduveldinu. Fordæmir að vera dreginn inn í málið „Kristján Ólafur Sigríðarson kemur okkur hjónum eða rekstri World Class ekki nokkurn skapaðan hlut við. Þessi mál sem Kristján er sagður flæktur í koma mér, Hafdísi og World Class heldur ekkert við, hafa aldrei gert og munu aldrei gera,“ segir Björn í yfirlýsingunni. Við hjónin fordæmum að vera dregin inn í svo alvarlegt mál sem þetta með þessum hætti. Jafnframt fordæmum við mansal, illa meðferð á starfsfólki og eins illa meðferð á fólki yfir höfuð. Þá segir Björn að fjölmiðlar ættu að sjá sóma sinn í vanda til verka í umfjöllunum sínum. „Hvað þá í svo viðkvæmri umfjöllun sem þessari. Það var alls ekki gert í þessu tilfelli.“
Mál Davíðs Viðarssonar Mansal Lögreglumál Fjölmiðlar Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Slóð viðskipta sakbornings tengist World Class-veldinu Kristján Ólafur Sigríðarson, einn níu sakborninga í meintu mansalsmáli tengdu Pho Vietnam og Wok On, hefur komið víða við síðan hann hóf veitingarekstur og fasteignaviðskipti. Kristján er í dag 33 ára gamall en byrjaði í viðskiptum aðeins 25 ára með aðstoð stjúpföður síns sem er einn þriggja hluthafa í World Class fjölskylduveldinu. 16. mars 2024 09:00 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Slóð viðskipta sakbornings tengist World Class-veldinu Kristján Ólafur Sigríðarson, einn níu sakborninga í meintu mansalsmáli tengdu Pho Vietnam og Wok On, hefur komið víða við síðan hann hóf veitingarekstur og fasteignaviðskipti. Kristján er í dag 33 ára gamall en byrjaði í viðskiptum aðeins 25 ára með aðstoð stjúpföður síns sem er einn þriggja hluthafa í World Class fjölskylduveldinu. 16. mars 2024 09:00