Líkti innflytjendum við dýr í langri ræðu Samúel Karl Ólason skrifar 17. mars 2024 15:44 Donald Trump á sviði í Ohio í gær. AP/Meg Kinnard Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, hélt í gær kosningaræðu þar sem hann talaði með niðrandi hætti um farand- og flóttafólk og hét efnahagslegu „blóðbaði“ ef hann skyldi tapa forsetakosningunum í nóvember. Ræðuna hélt Trump í Ohio í gær og fór hann um víðan völl í um níutíu mínútna langri ræðunni. Eins og fram kemur í frétt New York Times varpaði Trump frá sér móðgunum og spáði því að ef hann yrði ekki forseti Bandaríkjanna yrðu kosningarnar í nóvember þær síðustu í Bandaríkjunum. Meðal annars líkti hann flótta- og farandfólki við dýr og sagði að ef hann tapaði gegn Joe Biden í nóvember myndu bandaríkin ganga gegnum blóðbað. Þegar hann talaði um farand- og flóttafólk og ólöglega innflytjendur hélt Trump því fram að önnur ríki hefðu tæmt fangelsi sín og sent glæpamenn að landamærum Bandaríkjanna. „Ég veit ekki hvort þið kallið þau „fólk“, í sumum tilfellum,“ sagði Trump. „Þetta er ekki fólk, að mínu áliti.“ Seinna meir kallaði hann þetta fólk „dýr“. Embættismenn, og þar af menn sem störfuðu í ríkisstjórn Trumps, segja flesta sem koma að landamærunum vera fátækt og viðkvæmt fólk í leit að betra lífi. Það er ekkert sem bendir til þess að farand- og flóttafólk fremji frekar glæpi en annað fólk. "I don't know if you call them people ... these are animals" -- Trump on undocumented immigration pic.twitter.com/HVO7AqHDih— Aaron Rupar (@atrupar) March 16, 2024 Trump lýsti fjölgun farand- og flóttafólks á landamærunum við innrás og kenndi Joe Biden um. Trump sjálfur kom þó nýverið í veg fyrir að frumvarp sem samið var af þingmönnum beggja flokka og hefði leitt til einhverra umfangsmestu aðgerða á landamærunum í áratugi, yrði að lögum. Þá lýsti hann því yfir að hann vildi nota ástandið á landamærunum í kosningabaráttu sinni gegn Biden. Varaði við efnahagslegu „blóðbaði“ Á einum tímapunkti í ræðu sinni var Trump að tala um efnahagsmál í Bandaríkjunum, tolla, samkeppni við Kína og bílaframleiðslu. Hann hét því að setja umfangsmikla tolla á erlenda bíla, þar sem Kínverjar ætluðu að framleiða mikinn fjölda bíla í Mexíkó. „Við ætlum að setja hundrað prósenta toll á hvern einasta bíl sem kemur yfir landamærin og þið munið ekki geta selt þessum aðilum…Ef ég verð kjörinn,“ sagði Trump. „Ef ég verð ekki kjörinn, verður þetta blóðbað fyrir allt…Það verður það minnsta. Þetta verður blóðbað fyrir landið,“ sagði Trump. Þá sagði Trump ítrekað í ræðu sinni að hann í erfiðleikum með að lesa textavélina og var augljóst að hann var ítrekað að leika af fingrum fram. "Don't pay the teleprompter company" -- Trump, having a hard time reading the teleprompter in the wind, muses about stiffing the company that set it up pic.twitter.com/b2KVEgN2pB— Aaron Rupar (@atrupar) March 16, 2024 Trump gerði grín að því að héraðssaksóknari Fulton-sýslu, sem heldur utan um eitt af fjórum dómsmálum gegn honum héti Fani Willis, því nafnið Fani hljómaði eins og „fanny“ sem er enskt orð yfir rass. Hann kallaði Gavin Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu, Gavin New-scum og gerði grín að holdarfari ríkisstjóra Illinois. Trump kallaði Joe Biden, forseta, nokkrum sinnum heimskan í ræðu sinni. Á einum tímapunkti virtist Trump ætla að kalla Biden „heimskan tíkarson“ en hætti við. "How about a couple more indictments, Joe, you dumb sonofa ... " -- Trump pic.twitter.com/pHnz1Rn4sR— Aaron Rupar (@atrupar) March 16, 2024 Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Sjá meira
Ræðuna hélt Trump í Ohio í gær og fór hann um víðan völl í um níutíu mínútna langri ræðunni. Eins og fram kemur í frétt New York Times varpaði Trump frá sér móðgunum og spáði því að ef hann yrði ekki forseti Bandaríkjanna yrðu kosningarnar í nóvember þær síðustu í Bandaríkjunum. Meðal annars líkti hann flótta- og farandfólki við dýr og sagði að ef hann tapaði gegn Joe Biden í nóvember myndu bandaríkin ganga gegnum blóðbað. Þegar hann talaði um farand- og flóttafólk og ólöglega innflytjendur hélt Trump því fram að önnur ríki hefðu tæmt fangelsi sín og sent glæpamenn að landamærum Bandaríkjanna. „Ég veit ekki hvort þið kallið þau „fólk“, í sumum tilfellum,“ sagði Trump. „Þetta er ekki fólk, að mínu áliti.“ Seinna meir kallaði hann þetta fólk „dýr“. Embættismenn, og þar af menn sem störfuðu í ríkisstjórn Trumps, segja flesta sem koma að landamærunum vera fátækt og viðkvæmt fólk í leit að betra lífi. Það er ekkert sem bendir til þess að farand- og flóttafólk fremji frekar glæpi en annað fólk. "I don't know if you call them people ... these are animals" -- Trump on undocumented immigration pic.twitter.com/HVO7AqHDih— Aaron Rupar (@atrupar) March 16, 2024 Trump lýsti fjölgun farand- og flóttafólks á landamærunum við innrás og kenndi Joe Biden um. Trump sjálfur kom þó nýverið í veg fyrir að frumvarp sem samið var af þingmönnum beggja flokka og hefði leitt til einhverra umfangsmestu aðgerða á landamærunum í áratugi, yrði að lögum. Þá lýsti hann því yfir að hann vildi nota ástandið á landamærunum í kosningabaráttu sinni gegn Biden. Varaði við efnahagslegu „blóðbaði“ Á einum tímapunkti í ræðu sinni var Trump að tala um efnahagsmál í Bandaríkjunum, tolla, samkeppni við Kína og bílaframleiðslu. Hann hét því að setja umfangsmikla tolla á erlenda bíla, þar sem Kínverjar ætluðu að framleiða mikinn fjölda bíla í Mexíkó. „Við ætlum að setja hundrað prósenta toll á hvern einasta bíl sem kemur yfir landamærin og þið munið ekki geta selt þessum aðilum…Ef ég verð kjörinn,“ sagði Trump. „Ef ég verð ekki kjörinn, verður þetta blóðbað fyrir allt…Það verður það minnsta. Þetta verður blóðbað fyrir landið,“ sagði Trump. Þá sagði Trump ítrekað í ræðu sinni að hann í erfiðleikum með að lesa textavélina og var augljóst að hann var ítrekað að leika af fingrum fram. "Don't pay the teleprompter company" -- Trump, having a hard time reading the teleprompter in the wind, muses about stiffing the company that set it up pic.twitter.com/b2KVEgN2pB— Aaron Rupar (@atrupar) March 16, 2024 Trump gerði grín að því að héraðssaksóknari Fulton-sýslu, sem heldur utan um eitt af fjórum dómsmálum gegn honum héti Fani Willis, því nafnið Fani hljómaði eins og „fanny“ sem er enskt orð yfir rass. Hann kallaði Gavin Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu, Gavin New-scum og gerði grín að holdarfari ríkisstjóra Illinois. Trump kallaði Joe Biden, forseta, nokkrum sinnum heimskan í ræðu sinni. Á einum tímapunkti virtist Trump ætla að kalla Biden „heimskan tíkarson“ en hætti við. "How about a couple more indictments, Joe, you dumb sonofa ... " -- Trump pic.twitter.com/pHnz1Rn4sR— Aaron Rupar (@atrupar) March 16, 2024
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Sjá meira