Skynsemi í rekstri Landsbankans Stefán Ólafsson skrifar 19. mars 2024 11:30 Landsbankinn virðist hafa verið betur rekinn undanfarin ár en hinir bankarnir, einkabankinn Arion og Íslandsbanki sem hefur verið að hluta í einkaeigu. Afkoman hefur oft verið betri hjá Landsbankanum og hann hefur verið með langlægsta kostnaðarhlutfallið (sjá hér). Stjórnendur Landsbankans vilja nú styrkja rekstur hans enn frekar, eigendum sínum til hagsbóta, en ríkið á um 98,2% í bankanum. Augljós leið til þess er að kaupa starfandi tryggingafélag (TM) því mikil samlegðaráhrif fylgja því. Það getur bætt rekstur bankans, bætt þjónustuna við viðskiptavini og gert eign ríkisins enn verðmætari og skilað meiri arði í ríkiskassann, til að greiða fyrir sameiginlegar þarfir þjóðarinnar. Þetta hafa bankar erlendis gert og Arion hefur farið þessa leið og stjórnendur Íslandsbanka vildu líka ná að festa kaup á TM. Almælt hefur verið að þetta sé skynsamlegt að gera til að bæta rekstur banka. En Sjálfstæðismenn og Viðreisnarmenn (ESB-deildin í Sjálfstæðisflokknum) eru æfir yfir því að Landsbankinn vilji taka skynsamlega rekstrarlega ákvörðun með kaupum á TM. En sú ákvörðun bankans er samt í fullu samræmi við venjulegan málflutning rekstrarmanna í Sjálfstæðisflokknum og almennt á fjármálamarkaði. Upphlaup á fölskum forsendum Hvers vegna er þá þetta rosalega upphlaup núna í pólitíkinni gegn ákvörðun stjórnenda Landsbankans? Jú það er vegna þess að sjálfgræðismennirnir í Sjálfstæðisflokknum eru með önnur áform en þau að láta rekstur Landsbankans skila góðum árangri á meðan hann er í eigu ríkisins. Þeir vilja koma honum í hendur einkarekinna auðmanna í flokknum - og það sem allra fyrst. Þeir vilja koma tugmilljarða hagnaði bankanna á ári hverju í vasa auðmanna flokksins. Góður árangur Landsbankans í rekstri, eins og verið hefur undanfarin ár, gengur gegn málflutningi Sjálfstæðismanna um að það sé betra og skynsamlegra að bankar séu í einkaeigu. "Ríkið er slæmur eigandi banka", segja þeir. En það er öðru nær. Ríkið er góður eigandi bæði banka og orkufyrirtækja. Það hefur reynslan sýnt. Aldrei hafa verið gerð meiri mistök í rekstri fjármálafyrirtækja hér á landi en eftir að bankarnir voru allir komnir í hendur einkaeigenda árið 2003. Það tók einungis um 5 ár að reka þá alla í þrot! Á leiðinni höfðu þeir náð því að drekkja stórum hluta atvinnulífsins í skuldum vegna ævintýralegs brasks og settu samfélagið næstum á hliðina. Þetta var allt gert til að hámarka gróða hinna nýju eigenda bankanna og annarra braskara. Það var nú öll snillin og "skynsemin". Og svo þurfti ríkið að koma til bjargar þegar allt var komið í óefni í hruninu. Sjálfstæðismenn eru enn á sömu vegferð. Þjóðin þarf að átta sig á því og verjast þessari ásókn sjálfgræðismanna í arðvænlegar eignir þjóðarinnar - hvort sem eru bankar eða orkufyrirtæki. Stefán Ólafsson er prófessor emeritus við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Ólafsson Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Sjá meira
Landsbankinn virðist hafa verið betur rekinn undanfarin ár en hinir bankarnir, einkabankinn Arion og Íslandsbanki sem hefur verið að hluta í einkaeigu. Afkoman hefur oft verið betri hjá Landsbankanum og hann hefur verið með langlægsta kostnaðarhlutfallið (sjá hér). Stjórnendur Landsbankans vilja nú styrkja rekstur hans enn frekar, eigendum sínum til hagsbóta, en ríkið á um 98,2% í bankanum. Augljós leið til þess er að kaupa starfandi tryggingafélag (TM) því mikil samlegðaráhrif fylgja því. Það getur bætt rekstur bankans, bætt þjónustuna við viðskiptavini og gert eign ríkisins enn verðmætari og skilað meiri arði í ríkiskassann, til að greiða fyrir sameiginlegar þarfir þjóðarinnar. Þetta hafa bankar erlendis gert og Arion hefur farið þessa leið og stjórnendur Íslandsbanka vildu líka ná að festa kaup á TM. Almælt hefur verið að þetta sé skynsamlegt að gera til að bæta rekstur banka. En Sjálfstæðismenn og Viðreisnarmenn (ESB-deildin í Sjálfstæðisflokknum) eru æfir yfir því að Landsbankinn vilji taka skynsamlega rekstrarlega ákvörðun með kaupum á TM. En sú ákvörðun bankans er samt í fullu samræmi við venjulegan málflutning rekstrarmanna í Sjálfstæðisflokknum og almennt á fjármálamarkaði. Upphlaup á fölskum forsendum Hvers vegna er þá þetta rosalega upphlaup núna í pólitíkinni gegn ákvörðun stjórnenda Landsbankans? Jú það er vegna þess að sjálfgræðismennirnir í Sjálfstæðisflokknum eru með önnur áform en þau að láta rekstur Landsbankans skila góðum árangri á meðan hann er í eigu ríkisins. Þeir vilja koma honum í hendur einkarekinna auðmanna í flokknum - og það sem allra fyrst. Þeir vilja koma tugmilljarða hagnaði bankanna á ári hverju í vasa auðmanna flokksins. Góður árangur Landsbankans í rekstri, eins og verið hefur undanfarin ár, gengur gegn málflutningi Sjálfstæðismanna um að það sé betra og skynsamlegra að bankar séu í einkaeigu. "Ríkið er slæmur eigandi banka", segja þeir. En það er öðru nær. Ríkið er góður eigandi bæði banka og orkufyrirtækja. Það hefur reynslan sýnt. Aldrei hafa verið gerð meiri mistök í rekstri fjármálafyrirtækja hér á landi en eftir að bankarnir voru allir komnir í hendur einkaeigenda árið 2003. Það tók einungis um 5 ár að reka þá alla í þrot! Á leiðinni höfðu þeir náð því að drekkja stórum hluta atvinnulífsins í skuldum vegna ævintýralegs brasks og settu samfélagið næstum á hliðina. Þetta var allt gert til að hámarka gróða hinna nýju eigenda bankanna og annarra braskara. Það var nú öll snillin og "skynsemin". Og svo þurfti ríkið að koma til bjargar þegar allt var komið í óefni í hruninu. Sjálfstæðismenn eru enn á sömu vegferð. Þjóðin þarf að átta sig á því og verjast þessari ásókn sjálfgræðismanna í arðvænlegar eignir þjóðarinnar - hvort sem eru bankar eða orkufyrirtæki. Stefán Ólafsson er prófessor emeritus við HÍ.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun