„Meiddust“ allir á sama tíma í mismunandi leikjum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. mars 2024 23:00 Markverðirnir tóku málin í eigin hendur. Vísir/Getty Images Athyglisverð atvik áttu sér stað í lokaumferð hefðbundinnar deildarkeppni efstu deildar karla í knattspyrnu í Belgíu. Á sama tíma í þremur mismunandi leikjum „meiddust“ þrír markverðir. Það var þó engin tilviljun. Hervé Koffi, markvörður Charleroi, „meiddist“ í leik gegn Gent. Sömu sögu er að segja af Tobe Leysen - samherja Jóns Dags Þorsteinsson - í leik OH Leuven gegn Mechelen og Maarten Vandevoordt þegar Genk heimsótti Westerlo. Nú hefur komið í ljós að markverðirnir sem um er ræðir „meiddust“ allir til að stöðva leikinn svo samherjar þeirra sem eru Múslimatrúar og því í miðjum Ramadan-mánuði gætu fengið sér mat. „Ramadan er níundi mánuður íslamska ársins er föstumánuður Múslima. Fastan er haldin á hverjum degi allan mánuðinn frá sólarupprás til sólseturs.“ Í frétt vefsins Tribuna segir að um þögult samkomulagi hafi verið að ræða milli leikmanna deildarinnar. Margir leikmenn belgísku deildarinnar eru Múslimatrúar og því í miðjum Ramadan-mánuði. Þegar tuttugu mínútur voru liðnar fóru markverðirnir því niður „meiddir“ svo stöðva þyrfti leikina tímabundið meðan sjúkraþjálfari kom inn á völlinn og gerði að sárum þeirra. Á sama tíma fóru þeir leikmenn sem þurftu út að hliðarlínu til að næra sig. Þar sem ekkert regluverk er í Belgíu sem gerir dómurum kleift að stöðva leikinn á meðan Ramadan stendur þá tóku leikmenn málin í sínar eigin hendur. „Ég tognaði tímabundið á ökkla. Nei, þetta var fyrir strákana sem eru að fylgja Ramadan. Þarna gátu þeir fengið smá næringu,“ sagði Vandevoordt eftir leik. Í leik Gent og Charleroi ætlaði Davy Roef, markvörður Gent, að þykjast vera meiddur en kollegi hans hinum megin á vellinum var fljótari til. „Við samþykktum að gera þetta á 25. mínútu en ég sá Koffi var niður í grasið nokkrum mínútum fyrr,“ sagði Roef glottandi eftir leik. Atvikin hafa vakið athygli enda enginn skaði skeður. Forráðamenn belgísku deildarinnar íhuga nú ef til vill að leyfa dómurum að stöðva leikinn á meðan Ramadan er svo leikmenn þurfi ekki að taka málin í eigin hendur. Annarstaðar í lokaumferð deildarkeppninnar unnu lærisveinar Freys Alexanderssonar í KV Kortrijk óvæntan 1-0 útisigur á stórliði Anderlecht. Sigurinn lyftir Kortrijk af botni deildarinnar og gefur liðinu byr undir báða vængi fyrir komandi umspil sem mun skera úr um hvaða lið falla. Fótbolti Belgíski boltinn Tengdar fréttir Lærisveinar Freys unnu sigur á stórliðinu Lið Freys Alexanderssonar Kortrijk vann í kvöld frábæran 1-0 sigur á stórliði Anderlecht í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Eftir sigurinn er Kortrijk komið úr botnsæti deildarinnar. 16. mars 2024 23:00 Lið Jóns Dags bjargaði sér á ögurstundu Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan tímann í liði Duisburg sem mætti Frankfurt á heimavelli í þýsku úrvalsdeildinni. Þá voru Jón Dagur Þorsteinsson og liðsfélagar hans í eldínunni í Belgíu. 17. mars 2024 19:27 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Hervé Koffi, markvörður Charleroi, „meiddist“ í leik gegn Gent. Sömu sögu er að segja af Tobe Leysen - samherja Jóns Dags Þorsteinsson - í leik OH Leuven gegn Mechelen og Maarten Vandevoordt þegar Genk heimsótti Westerlo. Nú hefur komið í ljós að markverðirnir sem um er ræðir „meiddust“ allir til að stöðva leikinn svo samherjar þeirra sem eru Múslimatrúar og því í miðjum Ramadan-mánuði gætu fengið sér mat. „Ramadan er níundi mánuður íslamska ársins er föstumánuður Múslima. Fastan er haldin á hverjum degi allan mánuðinn frá sólarupprás til sólseturs.“ Í frétt vefsins Tribuna segir að um þögult samkomulagi hafi verið að ræða milli leikmanna deildarinnar. Margir leikmenn belgísku deildarinnar eru Múslimatrúar og því í miðjum Ramadan-mánuði. Þegar tuttugu mínútur voru liðnar fóru markverðirnir því niður „meiddir“ svo stöðva þyrfti leikina tímabundið meðan sjúkraþjálfari kom inn á völlinn og gerði að sárum þeirra. Á sama tíma fóru þeir leikmenn sem þurftu út að hliðarlínu til að næra sig. Þar sem ekkert regluverk er í Belgíu sem gerir dómurum kleift að stöðva leikinn á meðan Ramadan stendur þá tóku leikmenn málin í sínar eigin hendur. „Ég tognaði tímabundið á ökkla. Nei, þetta var fyrir strákana sem eru að fylgja Ramadan. Þarna gátu þeir fengið smá næringu,“ sagði Vandevoordt eftir leik. Í leik Gent og Charleroi ætlaði Davy Roef, markvörður Gent, að þykjast vera meiddur en kollegi hans hinum megin á vellinum var fljótari til. „Við samþykktum að gera þetta á 25. mínútu en ég sá Koffi var niður í grasið nokkrum mínútum fyrr,“ sagði Roef glottandi eftir leik. Atvikin hafa vakið athygli enda enginn skaði skeður. Forráðamenn belgísku deildarinnar íhuga nú ef til vill að leyfa dómurum að stöðva leikinn á meðan Ramadan er svo leikmenn þurfi ekki að taka málin í eigin hendur. Annarstaðar í lokaumferð deildarkeppninnar unnu lærisveinar Freys Alexanderssonar í KV Kortrijk óvæntan 1-0 útisigur á stórliði Anderlecht. Sigurinn lyftir Kortrijk af botni deildarinnar og gefur liðinu byr undir báða vængi fyrir komandi umspil sem mun skera úr um hvaða lið falla.
Fótbolti Belgíski boltinn Tengdar fréttir Lærisveinar Freys unnu sigur á stórliðinu Lið Freys Alexanderssonar Kortrijk vann í kvöld frábæran 1-0 sigur á stórliði Anderlecht í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Eftir sigurinn er Kortrijk komið úr botnsæti deildarinnar. 16. mars 2024 23:00 Lið Jóns Dags bjargaði sér á ögurstundu Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan tímann í liði Duisburg sem mætti Frankfurt á heimavelli í þýsku úrvalsdeildinni. Þá voru Jón Dagur Þorsteinsson og liðsfélagar hans í eldínunni í Belgíu. 17. mars 2024 19:27 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Lærisveinar Freys unnu sigur á stórliðinu Lið Freys Alexanderssonar Kortrijk vann í kvöld frábæran 1-0 sigur á stórliði Anderlecht í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Eftir sigurinn er Kortrijk komið úr botnsæti deildarinnar. 16. mars 2024 23:00
Lið Jóns Dags bjargaði sér á ögurstundu Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan tímann í liði Duisburg sem mætti Frankfurt á heimavelli í þýsku úrvalsdeildinni. Þá voru Jón Dagur Þorsteinsson og liðsfélagar hans í eldínunni í Belgíu. 17. mars 2024 19:27