Einn dagur í EM-umspil: Aðeins fimm voru með liðinu á síðasta EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2024 10:30 Arnór Ingvi Traustason, Birkir Bjarnason og Birkir Már Sævvarsson fagna sigri á Englandi á EM 2016. Allir eru enn að spila en aðeins Arnór Ingvi er í landsliðinu. Getty/Federico Gambarini Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er aðeins tveimur sigurleikjum frá því að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar. Þetta er þó mikið breytt lið frá því sem skrifaði nýjan kafla í íslensku fótboltasöguna fyrir tæpum átta síðan. Ísland mætir Ísrael annað kvöld í undanúrslitaleik umspilsins um eitt laust sæti á EM 2024. Sigurvegarinn spilar við annað hvort Bosníu eða Úkraínu í hreinum úrslitaleik um EM-sæti. Karlalandsliðið Íslands hefur aðeins einu sinni komist í úrslitakeppni Evrópumóts og það var þegar strákarnir komu sér á heimskortið með því að slá út enska landsliðið og komast alla leið í átta liða úrslit keppninnar. Íslenska liðið hefur gengið í gegnum mikil kynslóðaskipti á síðustu árum og nú er svo komið að aðeins fimm leikmenn úr EM-hópnum sumarið 2016 eru enn í landsliðinu. Það þýðir að átján eru dottnir úr lestinni á þessum átta árum. Mennirnir fimm sem eru enn í landsliðinu eru miðverðirnir Hjörtur Hermannsson og Sverrir Ingi Ingason, miðjumennirnir Jóhann Berg Guðmundsson og Arnór Ingvi Traustason og að lokum framherjinn Alfreð Finnbogason. Jóhann Berg byrjaði alla fimm leikina á EM 2016 og Alfreð kom við sögu í þremur en ávallt sem varamaður. Arnór Ingvi og Sverrir komu við sögu í tveimur leikjum en Hjörtur sat allan tímann á bekknum. Arnór Ingvi skoraði sigurmarkið á móti Austurríki sem færði íslenska liðinu leik á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. Jóhann Berg lagði upp fyrsta mark Íslands á stórmóti karla, jöfnunarmark Birkis Bjarnasonar á móti Portúgal í fyrsta leiknum. Auðvitað eru menn eins og Gylfi Þór Sigurðsson og Birkir Bjarnason enn að spila og þá er beðið eftir næstu skrefum landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar. Birkir Már Sævarsson og Jón Daði Böðvarsson hafa ekki verið í landsliðinu síðustu ár ekki frekar en Rúnar Már Sigurjónsson eða Theódór Elmar Bjarnason. Aðrir hafa sett skóna upp á hilluna. Tveimur árum síðar fór íslenska landsliðið á HM í Rússlandi. Fimm leikmenn sem voru í HM-hópnum, síðasta stóramótahópi íslenska liðsins, verða með liðinu annað kvöld. Fjórir af þeim voru líka í EM-hópnum eða Jóhann Berg, Alfreð, Sverrir og Arnór Ingvi. Hjörtur Hermannsson var ekki í þeim hópi en í hans stað var framherjinn Albert Guðmundsson með. Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport á morgun. Upphitun hefst tíu mínútur yfir sjö. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Sjá meira
Ísland mætir Ísrael annað kvöld í undanúrslitaleik umspilsins um eitt laust sæti á EM 2024. Sigurvegarinn spilar við annað hvort Bosníu eða Úkraínu í hreinum úrslitaleik um EM-sæti. Karlalandsliðið Íslands hefur aðeins einu sinni komist í úrslitakeppni Evrópumóts og það var þegar strákarnir komu sér á heimskortið með því að slá út enska landsliðið og komast alla leið í átta liða úrslit keppninnar. Íslenska liðið hefur gengið í gegnum mikil kynslóðaskipti á síðustu árum og nú er svo komið að aðeins fimm leikmenn úr EM-hópnum sumarið 2016 eru enn í landsliðinu. Það þýðir að átján eru dottnir úr lestinni á þessum átta árum. Mennirnir fimm sem eru enn í landsliðinu eru miðverðirnir Hjörtur Hermannsson og Sverrir Ingi Ingason, miðjumennirnir Jóhann Berg Guðmundsson og Arnór Ingvi Traustason og að lokum framherjinn Alfreð Finnbogason. Jóhann Berg byrjaði alla fimm leikina á EM 2016 og Alfreð kom við sögu í þremur en ávallt sem varamaður. Arnór Ingvi og Sverrir komu við sögu í tveimur leikjum en Hjörtur sat allan tímann á bekknum. Arnór Ingvi skoraði sigurmarkið á móti Austurríki sem færði íslenska liðinu leik á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. Jóhann Berg lagði upp fyrsta mark Íslands á stórmóti karla, jöfnunarmark Birkis Bjarnasonar á móti Portúgal í fyrsta leiknum. Auðvitað eru menn eins og Gylfi Þór Sigurðsson og Birkir Bjarnason enn að spila og þá er beðið eftir næstu skrefum landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar. Birkir Már Sævarsson og Jón Daði Böðvarsson hafa ekki verið í landsliðinu síðustu ár ekki frekar en Rúnar Már Sigurjónsson eða Theódór Elmar Bjarnason. Aðrir hafa sett skóna upp á hilluna. Tveimur árum síðar fór íslenska landsliðið á HM í Rússlandi. Fimm leikmenn sem voru í HM-hópnum, síðasta stóramótahópi íslenska liðsins, verða með liðinu annað kvöld. Fjórir af þeim voru líka í EM-hópnum eða Jóhann Berg, Alfreð, Sverrir og Arnór Ingvi. Hjörtur Hermannsson var ekki í þeim hópi en í hans stað var framherjinn Albert Guðmundsson með. Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport á morgun. Upphitun hefst tíu mínútur yfir sjö.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Sjá meira