Bankasýslan og Samfylkingin Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 20. mars 2024 13:00 Í Kastljósþætti þann 19. mars gerði Kristrún Frostadóttir miklar athugasemdir við það að Bankasýsla ríkisins sem norræna velferðarstjórnin kom á laggirnar til að annast umsýslu og sölu þeirra eigna ríkisins í fjármálafyritækjum, væri enn starfandi. Enda hafi bankasýslan átt að ljúka störfum árið 2015, samkvæmt áætlun norrænu velferðarstjórnarinnar. Það er hins vegar ekki hægt að halda því fram, að Samfylkingin hafi á sínum tíma, þegar hún var í stjórn, verið að vinna að því takmarki að hægt væri að loka Bankasýslu ríkisins árið 2015. Til þess að það hefði verið hægt, hefði þurft að vera búið að semja við kröfuhafa föllnu bankanna, á kjörtímabili ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna 2009-2013 og hefja söluferli á að minnsta kosti einum banka sem var fangi ríkisins. Það var auðvitað ekki gert og er líftími bankasýslunnar af þeim sökum og annarra orðinn allt of langur. Þegar Bjarni Benediktsson stígur fyrst fæti inn í Fjármálaráðuneytið vorið 2013, er staðan gagnvart kröfuhöfunum sú, að eina tillagan sem liggur á borðinu í ráðuneytinu, er að hleypa kröfuhöfunum út og að íslenska ríkið tæki lán hjá Seðlabanka Evrópu til að "endurheimta" þann mikla gjaldeyri sem hyrfi út landi við það að hleypa kröfuhöfunum úr landi með eigur sínar. Hefur það plan þó væntanlega hangið á því að aðild að ESB væri á næstu grösum. Draumurinn um ESB-aðild var hins vegar löngu dauður. Hann dó árið 2011, ef ekki fyrr. Án aðildar að ESB, hefði sú leið sem norræna velferðarstjórnin skildi eftir í púkkinu, gert það að verkum að gjaldeyrishöft yrðu fest hér í sessi um ókomna framtíð og að ríkissjóður sæti enn uppi með það tjón sem varð í bankahruninu. Það sjá það því allir að Samfylkingin var búin að gefast upp á verkefninu, sem var að búa svo um hnúta, að hægt yrði að loka bankasýslunni á tilsettum tíma. En Samfylkingin fór jú með Fjármálaráðuneytið síðustu misseri norrænu velferðarstjórnarinnar. Það var hins vegar ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, sem tók við vorið 2013, sem tókst með elju og útstjórnarsemi að semja við kröfuhafa föllnu bankanna á afar hagfeldan hátt. Það hagfeldan að ríkissjóður fékk til baka meira en hann hafði lagt þrotabúum föllnu bankanna til og það útstreymi gjaldeyris sem orðið hefði með leið Samfylkingarnar varð að engu. Var í kjölfarið hægt að létta af gjaldeyrishöftum og greiða duglega niður skuldir ríkissjóðs og lækka þar með verulega vaxtakostnað hans og hafa í framtíðinni meira handbært fé til ýmissa málaflokka sem hin norræna velferðarstjórn hafði vanrækt og svelt með kolrangri forgangsröðun fjármuna ríkisins. Er ég þar að tala um málaflokka eins og heilbrigðismál, samgöngumál, menntamál og allt það ríkissjóður alla jafna stendur og á að standa undir. Það hefur hins vegar verið afar þungt í þeim ríkisstjórnum sem að starfað hafa hér frá 2016-17 til dagsins í dag, að hrinda af stað söluferlum á fjármálafyrirtækjum í ríkiseigu og gera þar með Bankasýslu ríkisins óþarfa. Þó hefur tekist að selja 13% hlut ríkisins í Arion banka og söluferli Íslandsbanka lýkur vonandi á næsta eða þarnæsta ári. Þá hlýtur í framtíðinni að verða tekin ákvörðum framtíð eignarhalds ríkissjóðs á Landsbankanum og hvort það verði, muni ríkið áfram eiga Landsbankann svo til allan, eins og er í dag eða selja hluta hans, áfram í gegnum Bankasýslu ríkisins eða með öðrum hætti. Hvort að Samfylkingin taki þátt í þeirri vegferð, skal ósagt látið. Enda virðist málaefnavinna og stefnumótun þess flokks og reyndar velflestra hinna stjórnarandstöðuflokkanna, liggja í því hvað eyru þeirra nema í misígrundaðri þjóðfélagsumræðu hverju sinni. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Í Kastljósþætti þann 19. mars gerði Kristrún Frostadóttir miklar athugasemdir við það að Bankasýsla ríkisins sem norræna velferðarstjórnin kom á laggirnar til að annast umsýslu og sölu þeirra eigna ríkisins í fjármálafyritækjum, væri enn starfandi. Enda hafi bankasýslan átt að ljúka störfum árið 2015, samkvæmt áætlun norrænu velferðarstjórnarinnar. Það er hins vegar ekki hægt að halda því fram, að Samfylkingin hafi á sínum tíma, þegar hún var í stjórn, verið að vinna að því takmarki að hægt væri að loka Bankasýslu ríkisins árið 2015. Til þess að það hefði verið hægt, hefði þurft að vera búið að semja við kröfuhafa föllnu bankanna, á kjörtímabili ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna 2009-2013 og hefja söluferli á að minnsta kosti einum banka sem var fangi ríkisins. Það var auðvitað ekki gert og er líftími bankasýslunnar af þeim sökum og annarra orðinn allt of langur. Þegar Bjarni Benediktsson stígur fyrst fæti inn í Fjármálaráðuneytið vorið 2013, er staðan gagnvart kröfuhöfunum sú, að eina tillagan sem liggur á borðinu í ráðuneytinu, er að hleypa kröfuhöfunum út og að íslenska ríkið tæki lán hjá Seðlabanka Evrópu til að "endurheimta" þann mikla gjaldeyri sem hyrfi út landi við það að hleypa kröfuhöfunum úr landi með eigur sínar. Hefur það plan þó væntanlega hangið á því að aðild að ESB væri á næstu grösum. Draumurinn um ESB-aðild var hins vegar löngu dauður. Hann dó árið 2011, ef ekki fyrr. Án aðildar að ESB, hefði sú leið sem norræna velferðarstjórnin skildi eftir í púkkinu, gert það að verkum að gjaldeyrishöft yrðu fest hér í sessi um ókomna framtíð og að ríkissjóður sæti enn uppi með það tjón sem varð í bankahruninu. Það sjá það því allir að Samfylkingin var búin að gefast upp á verkefninu, sem var að búa svo um hnúta, að hægt yrði að loka bankasýslunni á tilsettum tíma. En Samfylkingin fór jú með Fjármálaráðuneytið síðustu misseri norrænu velferðarstjórnarinnar. Það var hins vegar ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, sem tók við vorið 2013, sem tókst með elju og útstjórnarsemi að semja við kröfuhafa föllnu bankanna á afar hagfeldan hátt. Það hagfeldan að ríkissjóður fékk til baka meira en hann hafði lagt þrotabúum föllnu bankanna til og það útstreymi gjaldeyris sem orðið hefði með leið Samfylkingarnar varð að engu. Var í kjölfarið hægt að létta af gjaldeyrishöftum og greiða duglega niður skuldir ríkissjóðs og lækka þar með verulega vaxtakostnað hans og hafa í framtíðinni meira handbært fé til ýmissa málaflokka sem hin norræna velferðarstjórn hafði vanrækt og svelt með kolrangri forgangsröðun fjármuna ríkisins. Er ég þar að tala um málaflokka eins og heilbrigðismál, samgöngumál, menntamál og allt það ríkissjóður alla jafna stendur og á að standa undir. Það hefur hins vegar verið afar þungt í þeim ríkisstjórnum sem að starfað hafa hér frá 2016-17 til dagsins í dag, að hrinda af stað söluferlum á fjármálafyrirtækjum í ríkiseigu og gera þar með Bankasýslu ríkisins óþarfa. Þó hefur tekist að selja 13% hlut ríkisins í Arion banka og söluferli Íslandsbanka lýkur vonandi á næsta eða þarnæsta ári. Þá hlýtur í framtíðinni að verða tekin ákvörðum framtíð eignarhalds ríkissjóðs á Landsbankanum og hvort það verði, muni ríkið áfram eiga Landsbankann svo til allan, eins og er í dag eða selja hluta hans, áfram í gegnum Bankasýslu ríkisins eða með öðrum hætti. Hvort að Samfylkingin taki þátt í þeirri vegferð, skal ósagt látið. Enda virðist málaefnavinna og stefnumótun þess flokks og reyndar velflestra hinna stjórnarandstöðuflokkanna, liggja í því hvað eyru þeirra nema í misígrundaðri þjóðfélagsumræðu hverju sinni. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun