Utan vallar: Ömurlegt kerfi bitnar enn á Íslandi (eða Ísrael) Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2024 09:05 Ísland og Bosnía gætu mæst í úrslitaleik um sæti á EM en það yrði þá í Sarajevo en ekki í Reykjavík, því Bosníumenn eru betri í að fá miðann sinn dreginn upp úr skál. vísir/Hulda Margrét Glópalán ræður alveg óþolandi miklu varðandi það hvaða Evrópuþjóðir komast í lokakeppnir stórmóta í fótbolta, í gegnum þær umspilsleiðir sem nú er notast við. Þetta hefur bitnað á Íslandi með ömurlegum hætti. Mér líður stundum eins og að Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hafi ráðið nýjan mótastjóra fyrir nokkrum árum, sem sífellt boðar breytingar til að flækja allar keppnir. Og við misvitrir blaðamenn Evrópu þurfum alltaf að vera að útskýra hvernig keppnirnar virka og af hverju hinn eða þessi leikur skiptir máli. Tilgangur UEFA með Þjóðadeild og öðrum breytingum er þó eflaust ekki að flækja hlutina heldur að auka spennu í fleiri leikjum, sem er gott og blessað. Og það má alveg flækja hlutina en það má auðvitað ekki leiða til þess að keppnir verði ósanngjarnar. En það er einmitt það sem umspilin um sæti á stórmótum eru orðin. Hryllilega ósanngjörn. Og ég skil ekki að aðildarsambönd UEFA, þar á meðal KSÍ, sætti sig við það. Íslenska liðið á æfingu í Búdapest í Ungverjalandi í gær, þar sem það mætir Ísrael í kvöld þó að þetta sé heimaleikur Ísraels. Það er vegna stríðsins á Gasa.Getty/Alex Nicodim Hvað á ég við? Gott að þú spurðir. Ég er að tala um þá staðreynd að í umspili um sæti á EM skuli spilaðir stakir leikir, en ekki heima- og útileikur. Íslenska karlalandsliðið spilar til dæmis bara stakan leik við Ísrael, á útivelli (sem vegna stríðsins er reyndar í Búdapest) í kvöld. Fín lausn á krakkamóti en ekki með stórmót í húfi Ef Ísland vinnur í kvöld tekur svo við stakur úrslitaleikur á öðrum „útivelli“, gegn Bosníu eða Úkraínu (þá reyndar í Póllandi, vegna hins stríðsins). Og af hverju myndi Ísland spila úrslitaleikinn á útivelli? Af því að það var dregið um það. DREGIÐ! Þetta hljómar eins og fín lausn á krakkamóti en alls, alls ekki þegar milljarðar króna og sæti á stórmóti eru í húfi. Ég meina, hversu mikið betra væri fyrir Ísland (ef við værum eðlileg þjóð og ættum nothæfan heimavöll) að geta spilað um EM-sæti á Laugardalsvelli frekar en í Sarajevo? Mikið, mikið betra. Það sýna úrslitin í gegnum tíðina. Guðlaugur Victor Pálsson var í liði Íslands sem varð að sætta sig við tap gegn Ungverjum í síðasta EM-umspili. Ungverjar höfðu heppnina með sér og fengu heimaleik.Getty/Laszlo Szirtesi Það er vissulega auðveldara að sætta sig við að Ísrael eigi heimaleikinn í undanúrslitum, þó að eðlilegra væri að hafa tveggja leikja einvígi. Í því tilviki gildir betri árangur Ísraela í Þjóðadeildinni. Þeir unnu sér inn fyrir heimaleiknum. Það er allt annað dæmi en að draga miða úr einhverri helvítis skál. Stríðið gerir hins vegar óhjákvæmilegt að leikurinn fari fram utan Ísraels. Búið að kosta Ísland sæti á EM og HM Þetta grátlega fyrirkomulag hefur eins og fyrr segir bitnað á Íslendingum. Mjög illa. Ég er ekki í vafa um það að ef að Ísland hefði fengið heimaleik gegn Ungverjalandi fyrir síðasta EM, í úrslitaleik umspils, þá hefði liðið komist á þriðja stórmót sitt í röð. Í staðinn tapaði liðið með miklum naumindum í Búdapest. Það sama var uppi á teningnum þegar íslenska kvennalandsliðið gat komist á HM í fyrsta sinn, og mætti Portúgal í úrslitaleik umspils haustið 2022. Portúgalar grísuðust til að fá heimaleik, þrátt fyrir verri árangur í undankeppninni og lægri stöðu á öllum árangurstengdum styrkleikalistum, og unnu í framlengdri viðureign. Svo já, í mínum huga er ömurlegt kerfi búið að taka einn EM-farseðil og einn HM-farseðil af Íslendingum. En útivöllur er engin afsökun í kvöld og vonandi tekst Íslandi að hrósa sigri gegn Ísrael, og gegn Úkraínu eða Bosníu næsta þriðjudag, til að landa fyllilega verðskulduðu EM-sæti og rúmlega það. Tapi Ísland í kvöld bitnar þetta ömurlega fyrirkomulag í staðinn á Ísraelum. Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport fimmtudaginn 21. mars 2024. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Utan vallar Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Chelsea - Ajax | Markalausir Hollendingar í Lundúnum Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Sjá meira
Mér líður stundum eins og að Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hafi ráðið nýjan mótastjóra fyrir nokkrum árum, sem sífellt boðar breytingar til að flækja allar keppnir. Og við misvitrir blaðamenn Evrópu þurfum alltaf að vera að útskýra hvernig keppnirnar virka og af hverju hinn eða þessi leikur skiptir máli. Tilgangur UEFA með Þjóðadeild og öðrum breytingum er þó eflaust ekki að flækja hlutina heldur að auka spennu í fleiri leikjum, sem er gott og blessað. Og það má alveg flækja hlutina en það má auðvitað ekki leiða til þess að keppnir verði ósanngjarnar. En það er einmitt það sem umspilin um sæti á stórmótum eru orðin. Hryllilega ósanngjörn. Og ég skil ekki að aðildarsambönd UEFA, þar á meðal KSÍ, sætti sig við það. Íslenska liðið á æfingu í Búdapest í Ungverjalandi í gær, þar sem það mætir Ísrael í kvöld þó að þetta sé heimaleikur Ísraels. Það er vegna stríðsins á Gasa.Getty/Alex Nicodim Hvað á ég við? Gott að þú spurðir. Ég er að tala um þá staðreynd að í umspili um sæti á EM skuli spilaðir stakir leikir, en ekki heima- og útileikur. Íslenska karlalandsliðið spilar til dæmis bara stakan leik við Ísrael, á útivelli (sem vegna stríðsins er reyndar í Búdapest) í kvöld. Fín lausn á krakkamóti en ekki með stórmót í húfi Ef Ísland vinnur í kvöld tekur svo við stakur úrslitaleikur á öðrum „útivelli“, gegn Bosníu eða Úkraínu (þá reyndar í Póllandi, vegna hins stríðsins). Og af hverju myndi Ísland spila úrslitaleikinn á útivelli? Af því að það var dregið um það. DREGIÐ! Þetta hljómar eins og fín lausn á krakkamóti en alls, alls ekki þegar milljarðar króna og sæti á stórmóti eru í húfi. Ég meina, hversu mikið betra væri fyrir Ísland (ef við værum eðlileg þjóð og ættum nothæfan heimavöll) að geta spilað um EM-sæti á Laugardalsvelli frekar en í Sarajevo? Mikið, mikið betra. Það sýna úrslitin í gegnum tíðina. Guðlaugur Victor Pálsson var í liði Íslands sem varð að sætta sig við tap gegn Ungverjum í síðasta EM-umspili. Ungverjar höfðu heppnina með sér og fengu heimaleik.Getty/Laszlo Szirtesi Það er vissulega auðveldara að sætta sig við að Ísrael eigi heimaleikinn í undanúrslitum, þó að eðlilegra væri að hafa tveggja leikja einvígi. Í því tilviki gildir betri árangur Ísraela í Þjóðadeildinni. Þeir unnu sér inn fyrir heimaleiknum. Það er allt annað dæmi en að draga miða úr einhverri helvítis skál. Stríðið gerir hins vegar óhjákvæmilegt að leikurinn fari fram utan Ísraels. Búið að kosta Ísland sæti á EM og HM Þetta grátlega fyrirkomulag hefur eins og fyrr segir bitnað á Íslendingum. Mjög illa. Ég er ekki í vafa um það að ef að Ísland hefði fengið heimaleik gegn Ungverjalandi fyrir síðasta EM, í úrslitaleik umspils, þá hefði liðið komist á þriðja stórmót sitt í röð. Í staðinn tapaði liðið með miklum naumindum í Búdapest. Það sama var uppi á teningnum þegar íslenska kvennalandsliðið gat komist á HM í fyrsta sinn, og mætti Portúgal í úrslitaleik umspils haustið 2022. Portúgalar grísuðust til að fá heimaleik, þrátt fyrir verri árangur í undankeppninni og lægri stöðu á öllum árangurstengdum styrkleikalistum, og unnu í framlengdri viðureign. Svo já, í mínum huga er ömurlegt kerfi búið að taka einn EM-farseðil og einn HM-farseðil af Íslendingum. En útivöllur er engin afsökun í kvöld og vonandi tekst Íslandi að hrósa sigri gegn Ísrael, og gegn Úkraínu eða Bosníu næsta þriðjudag, til að landa fyllilega verðskulduðu EM-sæti og rúmlega það. Tapi Ísland í kvöld bitnar þetta ömurlega fyrirkomulag í staðinn á Ísraelum. Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport fimmtudaginn 21. mars 2024. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport fimmtudaginn 21. mars 2024. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Utan vallar Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Chelsea - Ajax | Markalausir Hollendingar í Lundúnum Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Sjá meira