Samfylkingin slær ryki í augu almennings Hildur Sverrisdóttir skrifar 20. mars 2024 19:00 Málflutningur Samfylkingarinnar í máli fyrirhugaðra kaupa Landsbankans á Tryggingamiðstöðunni veldur miklum vonbrigðum. Það var til að mynda ótrúlegt að hlusta á formann Samfylkingarinnar í Kastljósi í gærkvöldi. Í aðra röndina talaði hún um sjálfstæði Bankasýslunnar, en í hina lýsti hún mikilli furðu yfir því að fjármálaráðherra hefði ekki stigið sjálf fyrirfram inn í kaup Landsbankans á Tryggingamiðstöðinni. Eigandastefna ríkisins tekur fyrir samskipti um rekstur félaga Afstaða formannsins stenst enga skoðun. Í eigandastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki sem nær til þeirra fjármálafyrirtækja sem Bankasýsla ríkisins hefur umsjón með: „Meginverkefni Bankasýslu ríkisins er að sjá um samskipti ríkisins við fjármálafyrirtæki sem ríkið á eignarhluti í og tengjast eigendahlutverki þess. Þau samskipti eiga að meginstefnu til að fara fram í gegnum stjórnir fjármálafyrirtækjanna. Vegna armslengdarsjónarmiða laganna er ekki gert ráð fyrir að þessir aðilar eigi bein samskipti við fjármála- og efnahagsráðuneytið eða ráðherra vegna ákvarðana er snúa að eignarhaldi ríkisins eða rekstri félaganna.“ Upplýsingar um fyrirhuguð kaup eru lögum samkvæmt innherjaupplýsingar, en samt taldi formaður Samfylkingarinnar að „hundruðir opinberra starfsmanna” hefðu átt að getað upplýst fjármálaráðherra nægilega um fyrirhuguð viðskipti til að hún stigi inn í þau. Viðskipti sem bankaráð Landsbankans hafði ekki einu sinni upplýst Bankasýsluna formlega um og það þrátt fyrir að í fyrrgreindri eigendastefnu segi að fjármálafyrirtæki skuli bera allar „meiriháttar aðgerðir“ undir hana - sem kaup að andvirði tæplega þrjátíu þúsund milljóna íslenskra króna auðvitað er. Það er furðulegt að formaður Samfylkingarinnar skuli ekki þekkja eigandastefnu ríkisins betur en raun ber vitni: Vegna armslengdarsjónarmiða er ekki gert ráð fyrir beinum samskiptum við fjármála- og efnahagsráðuneytið eða ráðherra vegna ákvarðana er snúa að rekstri félaganna. 12 Eurovision stig til ráðherra Formaður Samfylkingarinnar taldi það svo engan veginn kjarna máls að ríkisbanki væri hér að soga til sín og ríkisvæða tryggingafélag á almennum markaði. Aðalatriðið væri auðvitað „ákvarðanatökuferlið” eins og hún orðaði það. Ákvarðanatökuferli sem var reyndar bara upp á tíu hjá hæstvirtum ráðherra. 12 Eurovision-stig til ráðherra fyrir ákvarðanatökuferli sitt í þessu máli upp á punkt og prik eins og lagt er upp með í hinni ágætu eigandastefnu. Þá gagnrýndi formaðurinn að Bankasýslan, sem Samfylkingin kom á fót, hefði ekki verið lögð niður innan fimm ára frá stofnun líkt og til stóð. Hún nefndi reyndar ekki að Bjarni Benediktsson, þá fjármálaráðherra, lagði til niðurlagningu stofnunarinnar með frumvarpi fyrir níu árum síðan. Við það tilefni sagði Össur Skarphéðinsson, þingmaður og fyrrum formaður Samfylkingarinnar, í ræðustól Alþingis: „Eins og hæstvirtun fjármálaráðherra er kunnugt um er ég algjörlega mótfallinn frumvarpinu og skil ekkert í honum að vera að kalla yfir sig öll þau vandræði sem munu hljótast af því að samþykkja það.” Samfylkingunni hefur því snúist hugur um þetta mál, og það er reyndar alls ekki einsdæmi um þessar mundir. Formaðurinn nefndi ekki heldur en rifja má upp í þessu samhengi að fimm ára líftíminn miðaðist við að búið yrði að selja hluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum, þar á meðal Landsbankans. En formaður Samfylkingarinnar kveðst hins vegar algjörlega mótfallin því að selja Landsbankann. Skila auðu um fyrirhuguð kaup Formaðurinn fékkst hins vegar ekki til að svara hvað henni fyndist um fyrirhuguð kaup Landsbankans á Tryggingamiðstöðinni. Enda væri það, líkt og áður hefur komið fram að áliti formannsins, ekki kjarni máls. Málflutningur Samfylkingarinnar í þessu máli veldur miklum vonbrigðum enda reynt að kasta ryki í augu almennings með því að því að halda því fram að ráðherra hafi ekki sinnt skyldum sínum, þvert á staðreyndir. Í þessu máli er fyrirkomulagið algerlega skýrt. Vegna armslengdarsjónarmiða er ekki gert ráð fyrir að fjármálafyrirtæki í eigu ríkisins eigi bein samskipti við fjármálaráðherra vegna ákvarðana er snúa að rekstri félaganna. Punktur. Hér hefur ráðherra ekki gert neitt nema hið rétta í stöðunni. Að reyna að halda öðru fram er, svo það sé aftur sagt, aum tilraun til að slá ryki í augu almennings. Aumast af öllu er að hafa svo ekki skoðun á aðalatriði málsins sem er kýrskýrt hjá okkur í Sjálfstæðisflokknum: Ríkið á ekki að eiga tryggingafélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Kaup Landsbankans á TM Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Landsbankinn Tryggingar Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Málflutningur Samfylkingarinnar í máli fyrirhugaðra kaupa Landsbankans á Tryggingamiðstöðunni veldur miklum vonbrigðum. Það var til að mynda ótrúlegt að hlusta á formann Samfylkingarinnar í Kastljósi í gærkvöldi. Í aðra röndina talaði hún um sjálfstæði Bankasýslunnar, en í hina lýsti hún mikilli furðu yfir því að fjármálaráðherra hefði ekki stigið sjálf fyrirfram inn í kaup Landsbankans á Tryggingamiðstöðinni. Eigandastefna ríkisins tekur fyrir samskipti um rekstur félaga Afstaða formannsins stenst enga skoðun. Í eigandastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki sem nær til þeirra fjármálafyrirtækja sem Bankasýsla ríkisins hefur umsjón með: „Meginverkefni Bankasýslu ríkisins er að sjá um samskipti ríkisins við fjármálafyrirtæki sem ríkið á eignarhluti í og tengjast eigendahlutverki þess. Þau samskipti eiga að meginstefnu til að fara fram í gegnum stjórnir fjármálafyrirtækjanna. Vegna armslengdarsjónarmiða laganna er ekki gert ráð fyrir að þessir aðilar eigi bein samskipti við fjármála- og efnahagsráðuneytið eða ráðherra vegna ákvarðana er snúa að eignarhaldi ríkisins eða rekstri félaganna.“ Upplýsingar um fyrirhuguð kaup eru lögum samkvæmt innherjaupplýsingar, en samt taldi formaður Samfylkingarinnar að „hundruðir opinberra starfsmanna” hefðu átt að getað upplýst fjármálaráðherra nægilega um fyrirhuguð viðskipti til að hún stigi inn í þau. Viðskipti sem bankaráð Landsbankans hafði ekki einu sinni upplýst Bankasýsluna formlega um og það þrátt fyrir að í fyrrgreindri eigendastefnu segi að fjármálafyrirtæki skuli bera allar „meiriháttar aðgerðir“ undir hana - sem kaup að andvirði tæplega þrjátíu þúsund milljóna íslenskra króna auðvitað er. Það er furðulegt að formaður Samfylkingarinnar skuli ekki þekkja eigandastefnu ríkisins betur en raun ber vitni: Vegna armslengdarsjónarmiða er ekki gert ráð fyrir beinum samskiptum við fjármála- og efnahagsráðuneytið eða ráðherra vegna ákvarðana er snúa að rekstri félaganna. 12 Eurovision stig til ráðherra Formaður Samfylkingarinnar taldi það svo engan veginn kjarna máls að ríkisbanki væri hér að soga til sín og ríkisvæða tryggingafélag á almennum markaði. Aðalatriðið væri auðvitað „ákvarðanatökuferlið” eins og hún orðaði það. Ákvarðanatökuferli sem var reyndar bara upp á tíu hjá hæstvirtum ráðherra. 12 Eurovision-stig til ráðherra fyrir ákvarðanatökuferli sitt í þessu máli upp á punkt og prik eins og lagt er upp með í hinni ágætu eigandastefnu. Þá gagnrýndi formaðurinn að Bankasýslan, sem Samfylkingin kom á fót, hefði ekki verið lögð niður innan fimm ára frá stofnun líkt og til stóð. Hún nefndi reyndar ekki að Bjarni Benediktsson, þá fjármálaráðherra, lagði til niðurlagningu stofnunarinnar með frumvarpi fyrir níu árum síðan. Við það tilefni sagði Össur Skarphéðinsson, þingmaður og fyrrum formaður Samfylkingarinnar, í ræðustól Alþingis: „Eins og hæstvirtun fjármálaráðherra er kunnugt um er ég algjörlega mótfallinn frumvarpinu og skil ekkert í honum að vera að kalla yfir sig öll þau vandræði sem munu hljótast af því að samþykkja það.” Samfylkingunni hefur því snúist hugur um þetta mál, og það er reyndar alls ekki einsdæmi um þessar mundir. Formaðurinn nefndi ekki heldur en rifja má upp í þessu samhengi að fimm ára líftíminn miðaðist við að búið yrði að selja hluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum, þar á meðal Landsbankans. En formaður Samfylkingarinnar kveðst hins vegar algjörlega mótfallin því að selja Landsbankann. Skila auðu um fyrirhuguð kaup Formaðurinn fékkst hins vegar ekki til að svara hvað henni fyndist um fyrirhuguð kaup Landsbankans á Tryggingamiðstöðinni. Enda væri það, líkt og áður hefur komið fram að áliti formannsins, ekki kjarni máls. Málflutningur Samfylkingarinnar í þessu máli veldur miklum vonbrigðum enda reynt að kasta ryki í augu almennings með því að því að halda því fram að ráðherra hafi ekki sinnt skyldum sínum, þvert á staðreyndir. Í þessu máli er fyrirkomulagið algerlega skýrt. Vegna armslengdarsjónarmiða er ekki gert ráð fyrir að fjármálafyrirtæki í eigu ríkisins eigi bein samskipti við fjármálaráðherra vegna ákvarðana er snúa að rekstri félaganna. Punktur. Hér hefur ráðherra ekki gert neitt nema hið rétta í stöðunni. Að reyna að halda öðru fram er, svo það sé aftur sagt, aum tilraun til að slá ryki í augu almennings. Aumast af öllu er að hafa svo ekki skoðun á aðalatriði málsins sem er kýrskýrt hjá okkur í Sjálfstæðisflokknum: Ríkið á ekki að eiga tryggingafélag.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar