Hjálpaði manni að losa bílinn og réðst á hann Árni Sæberg skrifar 20. mars 2024 20:55 Það getur greinilega verið viðsjárvert að festa bílinn í snjó. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Svo virðist sem upp úr hafi soðið á bílastæði eftir að maðurinn hjálpaði öðrum að losa bíl sem hann hafði fest í snjó. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 13. mars en birtur í dag, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir líkamsárás, með því að hafa á bílastæði í Reykjavík veist með ofbeldi að manni og hrint honum þannig að hann féll í jörðina, með þeim afleiðingum að hann hlaut eymsli á hálsi og á baki. Málsatvikum er lýst svo að brotaþoli hafi lagt fram kæru hjá lögregli vegna vegna líkamsárásar þann 14. febrúar 2022. Hann hafi kveðist hafa fest bifreið sína í snjó á bifreiðastæði við ótilgreindan stað. Maðurinn hefði verið þar á bifreið og komið og aðstoðað brotaþola við að moka til að losa bifreiðina. Maðurinn hefði verið að flýta sér mikið og verið óþolinmóður og hefði hann öskrað á brotaþola að losa bifreiðina en hann hefði þá verið að reyna að losa hana. Fyrirvaralaust hefði maðurinn síðan komið aftan að brotaþola og líklegast sparkað í bakið á honum og hefði hann þá fallið fram fyrir sig. Hann hefði ekki séð höggið en telji líklegast að það hafi verið spark og hefði hann fengið höggið á mjóbakið. Hann hafi kveðist hafa staðið upp og farið að ákærða og spurt hann hvers vegna hann hefði ráðist á hann og hefði maðurinn þá ýtt honum niður, stokkið aftan á bakið á honum og tekið hann hengingartaki. Hefði hann haldið takinu í tíu til fimmtán sekúndur og hann ekki getað andað á meðan en reynt að kalla á hjálp. „I will break your bones“ Brotaþoli hafi sagt að þegar maðurinn hefði sleppt honum hefði hann sagt „I will break your bones“ og gengið síðan í burtu og skilið bifreið sína eftir. Hann hafi sagt manninn vera aðeins lágvaxnari en hann sem væri sjálfur um 180 sentimetrar á hæð. Þá hafi hann sagt að vitni hefði sagt honum að það hefði séð árásina og að hann hefði meiðst á baki og hálsi og leitað til læknis. Í vottorði læknis segi að brotaþoli virðist hafa orðið fyrir tognunaráverkum en ekki væri þörf á sérstakri læknismeðferð. „Viltu meira af þessu?“ Í dóminum segir að fyrir dómi hafi maðurinn sagst hafa verið að hjálpa brotaþola við að losa bifreið sem hefði verið föst í snjó en ekkert hefði gengið. Hefði bifreið brotaþola verið fyrir hans bifreið og hann ekki komist út af bifreiðastæðinu. Þeir brotaþoli hefðu farið að hnakkrífast sem hefði endað með því að hann hefði hlaupið á brott frá brotaþola. Brotaþoli hefði reynt að grípa í öxlina á honum þegar hann hljóp í burtu og væri hann viss um að brotaþoli hafi náð að snerta hann en sjálfur hefði hann ekki litið við. Hann hafi sagst hafa hlaupið að hinum enda bifreiðastæðisins og þar hefði hann hallað sér að grindverki og reynt að átta sig á því hvað hefði gerst þegar brotaþoli hafi komið öskrandi og hlaupandi yfir bifreiðastæðið og ráðist á hann. Hefðu þeir endað í tökum og þá haldið í hendur hvor annars og hefði brotaþoli reynt að grípa í hann eða slá og þeir dottið og hann lent ofan á brotaþola. „Kvaðst hann hafa sest ofan á brotaþola og spurt hann í hita leiksins hvort hann vildi meira af þessu, eða eitthvaðálíka. Brotaþoli hefði sagt nei og þeir gengið í burtu.“ Framburður beggja stöðugur en vitni studdi brotaþola Í niðurstöðukafla dómsins segir að framburður beggja hlutaðeigandi hafi verið stöðugur og trúverðugur fyrir dómi. Hins vegar hefði stöðugur framburður vitnis stutt frásögn brotaþola. Með vísan til þess og áverkavottorðs væri því talið sannað að maðurinn hefði gerst sekur um líkamsárás þá sem honum var gefið að sök í ákæru. Maðurinn hafi fimm sinnum hlotið refsidóm en enginn þeirra hefði áhrif á ákvörðun refsingar hans. Með vísan til þess og þess að árásin hafi verið fyrirvaralaus, óvænt og leitt til heilsutjóns væri refsing hans hæfilega ákveðin þrjátíu daga fangelsisvist, sem skuli frestað og látin niður falla að tveimur árum liðnum, haldi maðurinn almennt skilorð. Brotaþoli hafi krafist skaðabóta upp á 500 þúsund krónur en hann hafi hlotið miska frekar en skaða og miskabætur væru hæfilega ákveðnar 200 þúsund krónur. Þá var maðurinn dæmdur til að greiða brotaþola 300 þúsund krónur í málskostnað og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 550 þúsund krónur. Dómsmál Bílastæði Reykjavík Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 13. mars en birtur í dag, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir líkamsárás, með því að hafa á bílastæði í Reykjavík veist með ofbeldi að manni og hrint honum þannig að hann féll í jörðina, með þeim afleiðingum að hann hlaut eymsli á hálsi og á baki. Málsatvikum er lýst svo að brotaþoli hafi lagt fram kæru hjá lögregli vegna vegna líkamsárásar þann 14. febrúar 2022. Hann hafi kveðist hafa fest bifreið sína í snjó á bifreiðastæði við ótilgreindan stað. Maðurinn hefði verið þar á bifreið og komið og aðstoðað brotaþola við að moka til að losa bifreiðina. Maðurinn hefði verið að flýta sér mikið og verið óþolinmóður og hefði hann öskrað á brotaþola að losa bifreiðina en hann hefði þá verið að reyna að losa hana. Fyrirvaralaust hefði maðurinn síðan komið aftan að brotaþola og líklegast sparkað í bakið á honum og hefði hann þá fallið fram fyrir sig. Hann hefði ekki séð höggið en telji líklegast að það hafi verið spark og hefði hann fengið höggið á mjóbakið. Hann hafi kveðist hafa staðið upp og farið að ákærða og spurt hann hvers vegna hann hefði ráðist á hann og hefði maðurinn þá ýtt honum niður, stokkið aftan á bakið á honum og tekið hann hengingartaki. Hefði hann haldið takinu í tíu til fimmtán sekúndur og hann ekki getað andað á meðan en reynt að kalla á hjálp. „I will break your bones“ Brotaþoli hafi sagt að þegar maðurinn hefði sleppt honum hefði hann sagt „I will break your bones“ og gengið síðan í burtu og skilið bifreið sína eftir. Hann hafi sagt manninn vera aðeins lágvaxnari en hann sem væri sjálfur um 180 sentimetrar á hæð. Þá hafi hann sagt að vitni hefði sagt honum að það hefði séð árásina og að hann hefði meiðst á baki og hálsi og leitað til læknis. Í vottorði læknis segi að brotaþoli virðist hafa orðið fyrir tognunaráverkum en ekki væri þörf á sérstakri læknismeðferð. „Viltu meira af þessu?“ Í dóminum segir að fyrir dómi hafi maðurinn sagst hafa verið að hjálpa brotaþola við að losa bifreið sem hefði verið föst í snjó en ekkert hefði gengið. Hefði bifreið brotaþola verið fyrir hans bifreið og hann ekki komist út af bifreiðastæðinu. Þeir brotaþoli hefðu farið að hnakkrífast sem hefði endað með því að hann hefði hlaupið á brott frá brotaþola. Brotaþoli hefði reynt að grípa í öxlina á honum þegar hann hljóp í burtu og væri hann viss um að brotaþoli hafi náð að snerta hann en sjálfur hefði hann ekki litið við. Hann hafi sagst hafa hlaupið að hinum enda bifreiðastæðisins og þar hefði hann hallað sér að grindverki og reynt að átta sig á því hvað hefði gerst þegar brotaþoli hafi komið öskrandi og hlaupandi yfir bifreiðastæðið og ráðist á hann. Hefðu þeir endað í tökum og þá haldið í hendur hvor annars og hefði brotaþoli reynt að grípa í hann eða slá og þeir dottið og hann lent ofan á brotaþola. „Kvaðst hann hafa sest ofan á brotaþola og spurt hann í hita leiksins hvort hann vildi meira af þessu, eða eitthvaðálíka. Brotaþoli hefði sagt nei og þeir gengið í burtu.“ Framburður beggja stöðugur en vitni studdi brotaþola Í niðurstöðukafla dómsins segir að framburður beggja hlutaðeigandi hafi verið stöðugur og trúverðugur fyrir dómi. Hins vegar hefði stöðugur framburður vitnis stutt frásögn brotaþola. Með vísan til þess og áverkavottorðs væri því talið sannað að maðurinn hefði gerst sekur um líkamsárás þá sem honum var gefið að sök í ákæru. Maðurinn hafi fimm sinnum hlotið refsidóm en enginn þeirra hefði áhrif á ákvörðun refsingar hans. Með vísan til þess og þess að árásin hafi verið fyrirvaralaus, óvænt og leitt til heilsutjóns væri refsing hans hæfilega ákveðin þrjátíu daga fangelsisvist, sem skuli frestað og látin niður falla að tveimur árum liðnum, haldi maðurinn almennt skilorð. Brotaþoli hafi krafist skaðabóta upp á 500 þúsund krónur en hann hafi hlotið miska frekar en skaða og miskabætur væru hæfilega ákveðnar 200 þúsund krónur. Þá var maðurinn dæmdur til að greiða brotaþola 300 þúsund krónur í málskostnað og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 550 þúsund krónur.
Dómsmál Bílastæði Reykjavík Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira