Jón hættir sem stjórnarformaður Sýnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. mars 2024 14:47 Jón Skaftason er formaður stjórnar Sýnar. Sýn Jón Skaftason, stjórnarformaður Sýnar, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Hann hefur setið í stjórninni síðan í ágúst 2022. Þetta kemur fram í tilkynningu Sýnar til Kauphallar í tilefni af fyrirhuguðum aðalfundi félagsins þann 11. apríl. Verði tillaga tilnefningarnefndar samþykkt má reikna með því að tvær breytingar verði á stjórninni. Nefndin leggur til að Hákon Stefánsson, Páll Gíslason og Rannveig Eir Einarsdóttir verði endurkjörin. Þá komi Petrea Ingileif Guðmundsdóttir og Ragnar Páll Dyer inn fyrir Jón Skaftason og Salóme Guðmundsdóttur. Hákon og Ragnar Páll eru tengdir félögunum InfoCapital ehf., Gavia Invest ehf. og H33 Invest ehf. sem eiga stóran hlut í Sýn. Þá á Rannveig hlut í Sýn í gegnum félagið Fasta ehf. Hún hefur verið varaformaður stjórnar. Páll og Petrea Ingileif eiga ekki hluti í félaginu og metur tilnefningarnefnd þau sem óháð félaginu, daglegum stjórnendum þess og stórum hluthöfum. Þá eru Daði Kristjánsson og Ásdís Ingibjörg Ragnarsdóttir tilnefnd í varastjórn. Þau eru bæði óháð félaginu. Snýr aftur eftir afarkosti Orkuveitunnar Athygli vakti þegar Petrea Ingileif, þá stjórnarformaður Sýnar, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu á hluthafafundi haustið 2022 vegna afarkosta Orkuveitu Reykjavíkur. Ástæðan voru afarkostir sem Orkuveita Reykjavíkur setti eiginmanni hennar sem starfaði þá sem framkvæmdastjóri fjármála hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Hann hefur síðan látið af störfum og því engir afarkostir lengur sem koma í veg fyrir framboð Petreu sem sat í stjórn Sýnar í tvö ár. Jón Skaftason var kjörinn stjórnarformaður haustið 2022 en hann fór fyrir hópnum Gavia Invest sem hafði þá eignast tæplega ellefu prósent í fyrirtækinu sem áður voru í eigu Heiðars Guðjónssonar fjárfesti. Heiðar hafði gegnt forstjórahlutverki hjá Sýn en seldi hlut sinn og lét af störfum. Gavia Invest er að langstærstum hluta í eigu Reynis Grétarssonar, stofnanda og fyrrverandi eiganda Credit Info. Gavia Invest á í dag tæplega 17 prósent hlut í Sýn en næst kemur Gildi lífeyrissjóður með tæplega 16 prósenta hlut. Fram kom í tilkynningu Sýnar til Kauphallar á dögunum í tilefni af útgefnum ársreikningi fyrir árið 2023 að tíðinda af framtíðareignarhaldi rekstrareiningarinnar Vefmiðla og útvarps, sem Vísir og Bylgjan heyra meðal annars undir, væri að venta á vormánuðum. Vísir er í eigu Sýnar. Sýn Vistaskipti Kauphöllin Tengdar fréttir Sýn fær fjármálastjóra frá Kviku Eðvald Gíslason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Sýn hf. Eðvald tekur við starfinu af Kristínu Friðgeirsdóttur sem lét af störfum fyrr í mánuðinum. Þetta kemur fram í tilkynningu Sýnar til Kauphallar. 19. mars 2024 09:48 Herdís Dröfn nýr forstjóri Sýnar Herdís Dröfn Fjeldsted hefur verið ráðin forstjóri Sýnar að loknu ráðningarferli. Hún mun hefja störf þann 11. janúar næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar. Páll Ásgrímsson sem gegnt hefur starfinu undanfarna mánuði eftir brotthvarf Yngva Halldórssonar hverfur aftur til starfa sem framkvæmdastjóri lögfræðisviðs félagsins. 5. janúar 2024 09:20 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu Sýnar til Kauphallar í tilefni af fyrirhuguðum aðalfundi félagsins þann 11. apríl. Verði tillaga tilnefningarnefndar samþykkt má reikna með því að tvær breytingar verði á stjórninni. Nefndin leggur til að Hákon Stefánsson, Páll Gíslason og Rannveig Eir Einarsdóttir verði endurkjörin. Þá komi Petrea Ingileif Guðmundsdóttir og Ragnar Páll Dyer inn fyrir Jón Skaftason og Salóme Guðmundsdóttur. Hákon og Ragnar Páll eru tengdir félögunum InfoCapital ehf., Gavia Invest ehf. og H33 Invest ehf. sem eiga stóran hlut í Sýn. Þá á Rannveig hlut í Sýn í gegnum félagið Fasta ehf. Hún hefur verið varaformaður stjórnar. Páll og Petrea Ingileif eiga ekki hluti í félaginu og metur tilnefningarnefnd þau sem óháð félaginu, daglegum stjórnendum þess og stórum hluthöfum. Þá eru Daði Kristjánsson og Ásdís Ingibjörg Ragnarsdóttir tilnefnd í varastjórn. Þau eru bæði óháð félaginu. Snýr aftur eftir afarkosti Orkuveitunnar Athygli vakti þegar Petrea Ingileif, þá stjórnarformaður Sýnar, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu á hluthafafundi haustið 2022 vegna afarkosta Orkuveitu Reykjavíkur. Ástæðan voru afarkostir sem Orkuveita Reykjavíkur setti eiginmanni hennar sem starfaði þá sem framkvæmdastjóri fjármála hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Hann hefur síðan látið af störfum og því engir afarkostir lengur sem koma í veg fyrir framboð Petreu sem sat í stjórn Sýnar í tvö ár. Jón Skaftason var kjörinn stjórnarformaður haustið 2022 en hann fór fyrir hópnum Gavia Invest sem hafði þá eignast tæplega ellefu prósent í fyrirtækinu sem áður voru í eigu Heiðars Guðjónssonar fjárfesti. Heiðar hafði gegnt forstjórahlutverki hjá Sýn en seldi hlut sinn og lét af störfum. Gavia Invest er að langstærstum hluta í eigu Reynis Grétarssonar, stofnanda og fyrrverandi eiganda Credit Info. Gavia Invest á í dag tæplega 17 prósent hlut í Sýn en næst kemur Gildi lífeyrissjóður með tæplega 16 prósenta hlut. Fram kom í tilkynningu Sýnar til Kauphallar á dögunum í tilefni af útgefnum ársreikningi fyrir árið 2023 að tíðinda af framtíðareignarhaldi rekstrareiningarinnar Vefmiðla og útvarps, sem Vísir og Bylgjan heyra meðal annars undir, væri að venta á vormánuðum. Vísir er í eigu Sýnar.
Sýn Vistaskipti Kauphöllin Tengdar fréttir Sýn fær fjármálastjóra frá Kviku Eðvald Gíslason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Sýn hf. Eðvald tekur við starfinu af Kristínu Friðgeirsdóttur sem lét af störfum fyrr í mánuðinum. Þetta kemur fram í tilkynningu Sýnar til Kauphallar. 19. mars 2024 09:48 Herdís Dröfn nýr forstjóri Sýnar Herdís Dröfn Fjeldsted hefur verið ráðin forstjóri Sýnar að loknu ráðningarferli. Hún mun hefja störf þann 11. janúar næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar. Páll Ásgrímsson sem gegnt hefur starfinu undanfarna mánuði eftir brotthvarf Yngva Halldórssonar hverfur aftur til starfa sem framkvæmdastjóri lögfræðisviðs félagsins. 5. janúar 2024 09:20 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Sýn fær fjármálastjóra frá Kviku Eðvald Gíslason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Sýn hf. Eðvald tekur við starfinu af Kristínu Friðgeirsdóttur sem lét af störfum fyrr í mánuðinum. Þetta kemur fram í tilkynningu Sýnar til Kauphallar. 19. mars 2024 09:48
Herdís Dröfn nýr forstjóri Sýnar Herdís Dröfn Fjeldsted hefur verið ráðin forstjóri Sýnar að loknu ráðningarferli. Hún mun hefja störf þann 11. janúar næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar. Páll Ásgrímsson sem gegnt hefur starfinu undanfarna mánuði eftir brotthvarf Yngva Halldórssonar hverfur aftur til starfa sem framkvæmdastjóri lögfræðisviðs félagsins. 5. janúar 2024 09:20