Albert Guðmundsson, Hákon Arnar Haraldsson og Orri Steinn Óskarsson byrja þannig allir leikinn og á miðjunni eru þeir Willum Þór Willumsson, Arnór Ingvi Traustason og Arnór Sigurðsson.
Það vantar því ekki sóknarþunga í íslenska byrjunarliðið í kvöld.
Daníel Leó Grétarsson og Sverrir Ingi Ingason eru síðan saman í miðri vörninni en Guðlaugur Victor Pálsson er bakvörður. Guðmundur Þórarinsson byrjar síðan í vinstri bakverðinum í staðinn fyrir Kolbeinn Birgi Finnsson.
Hákon Rafn Valdimarsson stendur í íslenska markinu.
Ísland tryggir sér með sigri hreinan úrslitaleik um laust sæti á EM á móti annað hvort Úkraínu eða Bosníu í næstu viku.
- Byrjunarlið Íslands á móti Ísrael:
- Hákon Rafn Valdimarsson
- Guðlaugur Victor Pálsson
- Sverrir Ingi Ingason
- Daníel Leó Grétarsson
- Guðmundur Þórarinsson
- Arnór Sigurðsson
- Arnór Ingvi Traustason
- Willum Þór Willumsson
- Hákon Arnar Haraldsson
- Albert Guðmundsson
- Orri Steinn Óskarsson

Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport fimmtudaginn 21. mars 2024. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.