Samfélagsmiðlar yfir leiknum: Ísland fer á EM Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. mars 2024 22:22 Arnór Ingvi Traustason fagnar marki sínu í kvöld. David Balogh - UEFA/UEFA via Getty Images Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætti því ísraelska í undanúrslitum umspilsins um laust sæti á EM sem fram fer í Þýskalandi nú í sumar. Eins og svo oft áður voru Íslendingar virkir á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, á meðan leik stóð. Íslenska liðið vann magnaðan 4-1 sigur gegn Ísrael og tryggði sér um leið hreinan úrslitaleik gegn Úkraínu um laust sæti á EM. Áður en leikurinn hófst voru flestir að velta fyrir sér byrjunarliði íslenska liðsins, á meðan aðrir nýttu miðilinn einfaldlega til að spyrja hvenær leikurinn myndi hefjast. Ég get ekki fyrir mitt litla líf fundið út hvenær leikurinn byrjar. Hjálp. Á íslenskum tíma takk.— Halldór Halldórsson (@doridna) March 21, 2024 Mjög áhugavert lið frá Hareide https://t.co/xH4GUr1AKo— Hörður S Jónsson (@hoddi23) March 21, 2024 Set spurningamerki við að droppa Hirti Hermanns, hann og Sverrir voru að tengja vel í síðasta glugga, alveg sama þótt hann sé að spila lítið hjá Pisa.— Hrafnkell Freyr Àgústsson (@hrafnkellfreyr) March 21, 2024 Nærir sálina að sjá Grindvíking í byrjunarliðinu gegn Ísrael. Koma svo! 💛💙 pic.twitter.com/bxjRQxMz59— Jón Júlíus Karlsson (@JonJKarlsson) March 21, 2024 Þá nýttu þeir Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður í handbolta, og Guðmudur Benediktsson, sem lýsti leiknum, tímann fyrir leik til að koma sér vel fyrir á vellinum. Bjarki Már hafði mestar áhyggjur af því hvar hann myndi finna meðlimi tólfunnar, stuðningssveitar Íslands. Hvar hittist tólfan í Budapest? @12Tolfan pic.twitter.com/jUFyeKmTfp— Bjarki Már Elísson (@bjarkiel4) March 21, 2024 Áfram 🇮🇸 pic.twitter.com/5LDmAl2IwJ— Gummi Ben 🎙️ (@GummiBen) March 21, 2024 Fyrri hálfleikur fór svo nokkuð rólega af stað, en það var íslenska liðið sem átti fyrsta alvöru færi leiksins. Boltinn barst þá út í teig á Orra Stein Óskarsson eftir að markvörður Ísraels hafði varið skot Arnórs Sigurðssonar. Á einhvern ótrúlegan hátt setti Orri þó boltann framhjá. Almost hoping Orri was offside there…— Lucas Arnold (@FotboltiLucas) March 21, 2024 Elsku Orri minn úff— Doddi (@doddidd) March 21, 2024 Stuttu síðar var íslenska liðinu svo refsað. Daníel Leó Grétarsson átti þá klaufalega sendingu og endaði svo sjálfur á því að brjóta af sér innan vítateigs. Eran Zahavi fór á punktinn og kom ísraelska liðinu yfir eftir tæplega hálftíma leik. Við klúðrum fyrir opnu marki og gefum svo aulalegt víti mínútu síðar. Saga landsliðsins undir stjórn Hareide— Hörður S Jónsson (@hoddi23) March 21, 2024 Daníel Leó með ömurlega sendingu og gefur svo víti. Frábært.— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) March 21, 2024 Íslensku strákarnir létu þó ekki slá sig út af laginu. Á 39. mínútu jafnaði Albert Guðmundsson metin fyrir Ísland með frábæru marki beint úr aukaspyrnu áður en Arnór Ingvi Traustason kom liðinu yfir þremur mínútum síðar og Ísland fór því með forystuna með sér inn í hálfleikshléi. Þetta mark!!!! að sjá það með augunum. Priceless— Stefán Árni Pálsson (@stebboinn) March 21, 2024 Nei eg meina þessi gæji er svo nettur vá— Adam Palsson (@Adampalss) March 21, 2024 Njarðvíkingurinn er alltaf glettilega seigur— Hrafnkell Freyr Àgústsson (@hrafnkellfreyr) March 21, 2024 Sjá þessa kappa fagna öðru marki Íslands í Budapest. Bjarki Már með Veszprém félaga sína; Rodrigo Corrales landsliðsmarkmann Spánar og Hugo Descat franska Evrópumeistarann í íslensku landsliðstreyju Bjarka Más. Áfram Íslands pic.twitter.com/30kBe2aPP4— Leifur Grímsson (@lgrims) March 21, 2024 Sjá Bjarka Má El þarna í stúkunni vel trylltan á því. Syngur og trallar þetta heim ef maður þekkir hann rétt.— Gunnar Birgisson (@grjotze) March 21, 2024 Íslenska liðinu gekk illa í upphafi síðari hálfleiks að finna þriðja markið til að gefa sér smá andrými frá ísraelska liðinu. Lukkan fór þó að snúast okkur í hag þegar rúmur stundarfjórðungur var eftir og Roy Revivo fékk að líta beint rautt spjald fyrir brot á Arnóri Sigurðssyni. Klárt rautt— Magnus Bodvarsson (@MBodvarsson) March 21, 2024 Þetta var manndráps tækling frá Ísraelanum. Magnað að þeim hafi dottið í hug að mótmæla þessum dómi— Einar Guðnason (@EinarGudna) March 21, 2024 Þrátt fyrir að vera manni færri fengu Ísraelar tækifæri til að jafna metin þegar Jón Dagur Þorsteinsson handlék knöttinn innan vítateigs. Sem betur fer skaut Eran Zahavi framhjá í þetta skiptið. Hákon tók báðar lappir af línunni og ég elska það að þessir ensku trúðar skoðuðu það ekki.— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) March 21, 2024 Íslenska liðið nýtti sér að lokum liðsmuninn og Albert Guðmundsson innsiglaði 4-1 sigur með mörkum á 83. og 87. mínútu. Þrennan var því komin í hús og sæti í hreinum úrslitaleik um sæti á EM tryggt. Arnar Þór var ekki aðdáandi, gleymist. 😂— Hrafnkell Freyr Àgústsson (@hrafnkellfreyr) March 21, 2024 Lets go!!!!— saevar petursson (@saevarp) March 21, 2024 4-4-2 klæðir okkur yfirleitt best 🇮🇸Spilum sem lið + fullt af hæfileikum.Ísland fer á EM 💙— Freyr Alexandersson (@freyrale) March 21, 2024 Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Albert bar af í endurkomunni Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann magnaðan 4-1 sigur er liðið mætti Ísrael í undanúrslitum í umspili um laust sæti á EM sem fram fer í Þýskalandi í sumar. 21. mars 2024 22:12 Sverrir Ingi: Heppnin með okkur í dag en við ætlum á Evrópumótið Ísland vann 4-1 í umspilsleik gegn Ísrael um sæti á Evrópumótinu í sumar. Sverrir Ingi, fyrirliði liðsins, sagði heppnina hafa verið með liðinu en var afar ánægður með karakterinn sem liðið sýndi og kvaðst fullur sjálfstrausts fyrir úrslitaleikinn gegn Úkraínu. 21. mars 2024 22:07 Umfjöllun: Ísrael - Ísland 1-4 | Albert skaut Íslandi í úrslitaleik Ísland er á leið í úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar eftir 4-1 sigur á Ísrael í kvöld. Ísland átti frábæra endurkomu í leiknum eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik. 21. mars 2024 21:42 Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira
Íslenska liðið vann magnaðan 4-1 sigur gegn Ísrael og tryggði sér um leið hreinan úrslitaleik gegn Úkraínu um laust sæti á EM. Áður en leikurinn hófst voru flestir að velta fyrir sér byrjunarliði íslenska liðsins, á meðan aðrir nýttu miðilinn einfaldlega til að spyrja hvenær leikurinn myndi hefjast. Ég get ekki fyrir mitt litla líf fundið út hvenær leikurinn byrjar. Hjálp. Á íslenskum tíma takk.— Halldór Halldórsson (@doridna) March 21, 2024 Mjög áhugavert lið frá Hareide https://t.co/xH4GUr1AKo— Hörður S Jónsson (@hoddi23) March 21, 2024 Set spurningamerki við að droppa Hirti Hermanns, hann og Sverrir voru að tengja vel í síðasta glugga, alveg sama þótt hann sé að spila lítið hjá Pisa.— Hrafnkell Freyr Àgústsson (@hrafnkellfreyr) March 21, 2024 Nærir sálina að sjá Grindvíking í byrjunarliðinu gegn Ísrael. Koma svo! 💛💙 pic.twitter.com/bxjRQxMz59— Jón Júlíus Karlsson (@JonJKarlsson) March 21, 2024 Þá nýttu þeir Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður í handbolta, og Guðmudur Benediktsson, sem lýsti leiknum, tímann fyrir leik til að koma sér vel fyrir á vellinum. Bjarki Már hafði mestar áhyggjur af því hvar hann myndi finna meðlimi tólfunnar, stuðningssveitar Íslands. Hvar hittist tólfan í Budapest? @12Tolfan pic.twitter.com/jUFyeKmTfp— Bjarki Már Elísson (@bjarkiel4) March 21, 2024 Áfram 🇮🇸 pic.twitter.com/5LDmAl2IwJ— Gummi Ben 🎙️ (@GummiBen) March 21, 2024 Fyrri hálfleikur fór svo nokkuð rólega af stað, en það var íslenska liðið sem átti fyrsta alvöru færi leiksins. Boltinn barst þá út í teig á Orra Stein Óskarsson eftir að markvörður Ísraels hafði varið skot Arnórs Sigurðssonar. Á einhvern ótrúlegan hátt setti Orri þó boltann framhjá. Almost hoping Orri was offside there…— Lucas Arnold (@FotboltiLucas) March 21, 2024 Elsku Orri minn úff— Doddi (@doddidd) March 21, 2024 Stuttu síðar var íslenska liðinu svo refsað. Daníel Leó Grétarsson átti þá klaufalega sendingu og endaði svo sjálfur á því að brjóta af sér innan vítateigs. Eran Zahavi fór á punktinn og kom ísraelska liðinu yfir eftir tæplega hálftíma leik. Við klúðrum fyrir opnu marki og gefum svo aulalegt víti mínútu síðar. Saga landsliðsins undir stjórn Hareide— Hörður S Jónsson (@hoddi23) March 21, 2024 Daníel Leó með ömurlega sendingu og gefur svo víti. Frábært.— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) March 21, 2024 Íslensku strákarnir létu þó ekki slá sig út af laginu. Á 39. mínútu jafnaði Albert Guðmundsson metin fyrir Ísland með frábæru marki beint úr aukaspyrnu áður en Arnór Ingvi Traustason kom liðinu yfir þremur mínútum síðar og Ísland fór því með forystuna með sér inn í hálfleikshléi. Þetta mark!!!! að sjá það með augunum. Priceless— Stefán Árni Pálsson (@stebboinn) March 21, 2024 Nei eg meina þessi gæji er svo nettur vá— Adam Palsson (@Adampalss) March 21, 2024 Njarðvíkingurinn er alltaf glettilega seigur— Hrafnkell Freyr Àgústsson (@hrafnkellfreyr) March 21, 2024 Sjá þessa kappa fagna öðru marki Íslands í Budapest. Bjarki Már með Veszprém félaga sína; Rodrigo Corrales landsliðsmarkmann Spánar og Hugo Descat franska Evrópumeistarann í íslensku landsliðstreyju Bjarka Más. Áfram Íslands pic.twitter.com/30kBe2aPP4— Leifur Grímsson (@lgrims) March 21, 2024 Sjá Bjarka Má El þarna í stúkunni vel trylltan á því. Syngur og trallar þetta heim ef maður þekkir hann rétt.— Gunnar Birgisson (@grjotze) March 21, 2024 Íslenska liðinu gekk illa í upphafi síðari hálfleiks að finna þriðja markið til að gefa sér smá andrými frá ísraelska liðinu. Lukkan fór þó að snúast okkur í hag þegar rúmur stundarfjórðungur var eftir og Roy Revivo fékk að líta beint rautt spjald fyrir brot á Arnóri Sigurðssyni. Klárt rautt— Magnus Bodvarsson (@MBodvarsson) March 21, 2024 Þetta var manndráps tækling frá Ísraelanum. Magnað að þeim hafi dottið í hug að mótmæla þessum dómi— Einar Guðnason (@EinarGudna) March 21, 2024 Þrátt fyrir að vera manni færri fengu Ísraelar tækifæri til að jafna metin þegar Jón Dagur Þorsteinsson handlék knöttinn innan vítateigs. Sem betur fer skaut Eran Zahavi framhjá í þetta skiptið. Hákon tók báðar lappir af línunni og ég elska það að þessir ensku trúðar skoðuðu það ekki.— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) March 21, 2024 Íslenska liðið nýtti sér að lokum liðsmuninn og Albert Guðmundsson innsiglaði 4-1 sigur með mörkum á 83. og 87. mínútu. Þrennan var því komin í hús og sæti í hreinum úrslitaleik um sæti á EM tryggt. Arnar Þór var ekki aðdáandi, gleymist. 😂— Hrafnkell Freyr Àgústsson (@hrafnkellfreyr) March 21, 2024 Lets go!!!!— saevar petursson (@saevarp) March 21, 2024 4-4-2 klæðir okkur yfirleitt best 🇮🇸Spilum sem lið + fullt af hæfileikum.Ísland fer á EM 💙— Freyr Alexandersson (@freyrale) March 21, 2024 Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Albert bar af í endurkomunni Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann magnaðan 4-1 sigur er liðið mætti Ísrael í undanúrslitum í umspili um laust sæti á EM sem fram fer í Þýskalandi í sumar. 21. mars 2024 22:12 Sverrir Ingi: Heppnin með okkur í dag en við ætlum á Evrópumótið Ísland vann 4-1 í umspilsleik gegn Ísrael um sæti á Evrópumótinu í sumar. Sverrir Ingi, fyrirliði liðsins, sagði heppnina hafa verið með liðinu en var afar ánægður með karakterinn sem liðið sýndi og kvaðst fullur sjálfstrausts fyrir úrslitaleikinn gegn Úkraínu. 21. mars 2024 22:07 Umfjöllun: Ísrael - Ísland 1-4 | Albert skaut Íslandi í úrslitaleik Ísland er á leið í úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar eftir 4-1 sigur á Ísrael í kvöld. Ísland átti frábæra endurkomu í leiknum eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik. 21. mars 2024 21:42 Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira
Einkunnir Íslands: Albert bar af í endurkomunni Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann magnaðan 4-1 sigur er liðið mætti Ísrael í undanúrslitum í umspili um laust sæti á EM sem fram fer í Þýskalandi í sumar. 21. mars 2024 22:12
Sverrir Ingi: Heppnin með okkur í dag en við ætlum á Evrópumótið Ísland vann 4-1 í umspilsleik gegn Ísrael um sæti á Evrópumótinu í sumar. Sverrir Ingi, fyrirliði liðsins, sagði heppnina hafa verið með liðinu en var afar ánægður með karakterinn sem liðið sýndi og kvaðst fullur sjálfstrausts fyrir úrslitaleikinn gegn Úkraínu. 21. mars 2024 22:07
Umfjöllun: Ísrael - Ísland 1-4 | Albert skaut Íslandi í úrslitaleik Ísland er á leið í úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar eftir 4-1 sigur á Ísrael í kvöld. Ísland átti frábæra endurkomu í leiknum eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik. 21. mars 2024 21:42