Sjáðu mörkin: Albert hlóð í þrennu í endurkomunni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. mars 2024 20:42 Albert fagnar í kvöld. vísir/getty Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann magnaðan 4-1 sigur er liðið mætti Ísrael í undanúrslitum umspilsins fyrir EM sem fram fer í Þýskalandi í sumar. Íslenska karlalandsliðið freistar þess nú að koma sér á EM í annað skipti í sögunni, en liðið er nú aðeins einum sigri frá EM-sætinu eftirsótta. Það var þó ísraelska liðið sem varð fyrra til að brjóta ísinn þegar Eran Zahavi kom liðinu yfir með marki úr vítaspyrnu eftir tæplega hálftíma leik. Daníel Leó Grétarsson hafði þá brotið af sér innan vítateigs. Klippa: Zahavi skorar úr víti Íslensku strákarnir voru þó ekki lengi að svara og á 39. mínútu jafnaði Albert Guðmundsson metin fyrir Ísland með glæsilegu marki, beint úr aukaspyrnu. Klippa: Albert skorar beint úr aukaspyrnu Aðeins þremur mínútum síðar var staðan svo orðin 2-1, Íslandi í vil, eftir að Arnór Ingvi Traustason kom boltanum í netið með hnitmiðuðu og föstu skoti. Boltinn barst þá til hans úti í vítateig eftir að Sverrir Ingi Ingason hafði fleytt hornspyrnu Alberts Guðmundssonar áfram. Klippa: Ísland kemst yfir gegn Ísrael Í síðari hálfleik gekk svo nánast allt upp fyrir íslenska liðið. Lukkan fór að segja til sín á 73. mínútu þegar Roy Revivo fékk að líta beint rautt spjald fyrir ljótt brot á Arnóri Sigurðssyni. Sjö mínútum síðar brenndi Eran Zahavi svo af vítaspyrnu eftir að Jón Dagur Þorsteinsson hafði handleikið knöttinn innan vítateigs og á 83. mínútu nýtti íslenska liðið sér liðsmuninn þegar Albert Guðmundsson skoraði annað mark sitt og þriðja mark Íslands eftir snögga aukaspyrnu frá Ísaki Bergmann Jóhannessyni. Klippa: Rautt spjald á Ísrael Klippa: Albert með sitt annað mark Albert fullkomnaði svo þrennu sína fjórum mínútum síðar þegar hann fylgdi skoti Jóns Dags Þorsteinssonar eftir og þar við sat. Niðursaðan varð 4-1 sigur Íslands sem er nú á leið í hreinan úrslitaleik um sæti á EM. Klippa: Þrenna Alberts fullkomnuð Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið freistar þess nú að koma sér á EM í annað skipti í sögunni, en liðið er nú aðeins einum sigri frá EM-sætinu eftirsótta. Það var þó ísraelska liðið sem varð fyrra til að brjóta ísinn þegar Eran Zahavi kom liðinu yfir með marki úr vítaspyrnu eftir tæplega hálftíma leik. Daníel Leó Grétarsson hafði þá brotið af sér innan vítateigs. Klippa: Zahavi skorar úr víti Íslensku strákarnir voru þó ekki lengi að svara og á 39. mínútu jafnaði Albert Guðmundsson metin fyrir Ísland með glæsilegu marki, beint úr aukaspyrnu. Klippa: Albert skorar beint úr aukaspyrnu Aðeins þremur mínútum síðar var staðan svo orðin 2-1, Íslandi í vil, eftir að Arnór Ingvi Traustason kom boltanum í netið með hnitmiðuðu og föstu skoti. Boltinn barst þá til hans úti í vítateig eftir að Sverrir Ingi Ingason hafði fleytt hornspyrnu Alberts Guðmundssonar áfram. Klippa: Ísland kemst yfir gegn Ísrael Í síðari hálfleik gekk svo nánast allt upp fyrir íslenska liðið. Lukkan fór að segja til sín á 73. mínútu þegar Roy Revivo fékk að líta beint rautt spjald fyrir ljótt brot á Arnóri Sigurðssyni. Sjö mínútum síðar brenndi Eran Zahavi svo af vítaspyrnu eftir að Jón Dagur Þorsteinsson hafði handleikið knöttinn innan vítateigs og á 83. mínútu nýtti íslenska liðið sér liðsmuninn þegar Albert Guðmundsson skoraði annað mark sitt og þriðja mark Íslands eftir snögga aukaspyrnu frá Ísaki Bergmann Jóhannessyni. Klippa: Rautt spjald á Ísrael Klippa: Albert með sitt annað mark Albert fullkomnaði svo þrennu sína fjórum mínútum síðar þegar hann fylgdi skoti Jóns Dags Þorsteinssonar eftir og þar við sat. Niðursaðan varð 4-1 sigur Íslands sem er nú á leið í hreinan úrslitaleik um sæti á EM. Klippa: Þrenna Alberts fullkomnuð Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira