„Auðvelt að hlaupa vitandi af honum“ Smári Jökull Jónsson skrifar 21. mars 2024 22:27 Guðmundur Þórarinsson spilaði vel fyrir íslenska liðið í kvöld. Vísir Guðmundur Þórarinsson átti góðan leik í vinstri bakverðinum hjá íslenska liðinu í sigrinum á Ísrael í dag. Hann sagðist hafa hugsað að Eran Zahavi myndi klúðra áður en hann tók seinni vítaspyrnu Ísraela í leiknum. „Vá, mikið af tilfinningum auðvitað og maður er glaður fyrir liðið. Þetta var frábær frammistaða í heild sinni hjá okkur. Maður er búinn að stefna að þessu endalaust. Ég hef verið lengi að spila erlendis og alltaf með þetta markmið,“ sagði Guðmundur í viðtali við Stefán Árna Pálsson eftir leikinn í Ungverjalandi í kvöld. Guðmundur var þó ekki kominn á EM í huganum og minntist á úrslitaleikinn gegn Úkraínu á þriðjudaginn kemur. „Það er einn leikur eftir og ég veit að við munum leggja allt í sölurnar til að komast alla leið.“ Ísrael fékk tækifæri til að jafna metin í 2-2 þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Eran Zahavi skaut hins vegar framhjá og var Guðmundur sallarólegur fyrir vítaspyrnuna. „Ég er búinn að „manifesta“ þetta svo lengi þannig að ég hugsaði með mér að hann hlýtur að klúðra sem hann gerði. Að sjálfsögðu var það erfitt augnablik. Við vorum orðnir manni fleiri þá. Maður hugsaði að þó þetta færi í 2-2 þá værum við að skapa okkur helling af færum. Að sjálfsögðu var þetta erfitt augnablik og maður vildi auðvitað ekki að þeir myndu skora. Þeir gerðu það sem betur fer ekki og við náðum að klára þetta.“ Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson var einn af fáum íslenskum stuðningsmönnum í stúkunni í kvöld en hann og Guðmundur eru bræður. Guðmundur viðurkenndi að það hefði verið gott að vita af bróður sínum í stúkunni. „Já, úff. Eftir það sem hefur verið í gangi síðustu ár. Geðveikt að hann skyldi komast á leikinn og hann er á geggjuðu róli. Það var auðvelt að hlaupa vitandi af honum. Þetta spilar allt saman.“ „Ég er ekkert að tjá mig mikið um það, fótboltinn skiptir máli í augnablikinu. Að sjálfsögðu gefur þetta kraft vitandi hvað við höfum gengið í gegnum síðustu misserin.“ Á þriðjudaginn er svo úrslitaleikurinn um sæti á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar. Andstæðingurinn verður Úkraína sem vann 2-1 endurkomusigur á Bosníu í kvöld. „Ég lofa að leggja allt í sölurnar. Þetta verður erfiður leikur en ég hef fulla trú á okkur.“ Klippa: Viðtal við Guðmundu Þórarinsson Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Sjá meira
„Vá, mikið af tilfinningum auðvitað og maður er glaður fyrir liðið. Þetta var frábær frammistaða í heild sinni hjá okkur. Maður er búinn að stefna að þessu endalaust. Ég hef verið lengi að spila erlendis og alltaf með þetta markmið,“ sagði Guðmundur í viðtali við Stefán Árna Pálsson eftir leikinn í Ungverjalandi í kvöld. Guðmundur var þó ekki kominn á EM í huganum og minntist á úrslitaleikinn gegn Úkraínu á þriðjudaginn kemur. „Það er einn leikur eftir og ég veit að við munum leggja allt í sölurnar til að komast alla leið.“ Ísrael fékk tækifæri til að jafna metin í 2-2 þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Eran Zahavi skaut hins vegar framhjá og var Guðmundur sallarólegur fyrir vítaspyrnuna. „Ég er búinn að „manifesta“ þetta svo lengi þannig að ég hugsaði með mér að hann hlýtur að klúðra sem hann gerði. Að sjálfsögðu var það erfitt augnablik. Við vorum orðnir manni fleiri þá. Maður hugsaði að þó þetta færi í 2-2 þá værum við að skapa okkur helling af færum. Að sjálfsögðu var þetta erfitt augnablik og maður vildi auðvitað ekki að þeir myndu skora. Þeir gerðu það sem betur fer ekki og við náðum að klára þetta.“ Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson var einn af fáum íslenskum stuðningsmönnum í stúkunni í kvöld en hann og Guðmundur eru bræður. Guðmundur viðurkenndi að það hefði verið gott að vita af bróður sínum í stúkunni. „Já, úff. Eftir það sem hefur verið í gangi síðustu ár. Geðveikt að hann skyldi komast á leikinn og hann er á geggjuðu róli. Það var auðvelt að hlaupa vitandi af honum. Þetta spilar allt saman.“ „Ég er ekkert að tjá mig mikið um það, fótboltinn skiptir máli í augnablikinu. Að sjálfsögðu gefur þetta kraft vitandi hvað við höfum gengið í gegnum síðustu misserin.“ Á þriðjudaginn er svo úrslitaleikurinn um sæti á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar. Andstæðingurinn verður Úkraína sem vann 2-1 endurkomusigur á Bosníu í kvöld. „Ég lofa að leggja allt í sölurnar. Þetta verður erfiður leikur en ég hef fulla trú á okkur.“ Klippa: Viðtal við Guðmundu Þórarinsson Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Sjá meira