Starfsgetumat innleitt bakdyramegin á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar 24. mars 2024 07:00 Það á að innleiða starfsgetumat á Íslandi, bakdyramegin, þar sem meirihlutinn af þeirri lagabreytingu sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra lagði fram á Alþingi 21. mars 2024. Fréttir af þessu máli eru frekar þunnar og fara ekki yfir helstu atriðin í þessari lagabreytingu. Það er hægt að lesa allt frumvarpið hérna á vef Alþingis. Í þriðju grein frumvarpsins stendur þetta hérna og þetta er ekkert annað en starfsgetumat sem hefur ekki verið neitt annað en hörmung í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. „Örorkulífeyrir. Réttur til örorkulífeyris er bundinn því skilyrði að geta umsækjanda til virkni á vinnumarkaði samkvæmt samþættu sérfræðimati sé metin 25% eða minni til langframa vegna langvarandi eða alvarlegs heilsubrests eða fötlunar. [...]“ Hérna er verið að binda örorkumat við getu fólks til þess að vinna, sem getur verið mismunandi milli einstaklinga. Þetta er engin framför, þetta er alvarleg aðför að réttindum fólks og afturför. Þessi aðferð var fundin upp í Bretlandi til þess að spara Breska ríkinu pening og hefur síðan verði að dreifa sér um lönd þar sem hægri stjórnir hafa verið við völd eins og plága. Í umfjöllun Heimildarinnar (þá Kjarninn) árið 2018 var farið yfir það hversu hræðilegt þetta kerfi er og er hægt að lesa þá umfjöllun hérna, Starfsgetumat – Upp á líf og dauða, 20. október 2018. Núna er komið að Íslandi að innleiða þessa martröð. Hvað munu margir einstaklingar með alvarlega sjúkdóma fá neitun á örorku eftir að þetta kerfi verður innleitt. Vegna þess að einhver nefnd dæmir þetta fólk fært til þess að vinna til þess að spara íslenska ríkinu nokkra smáaura. Síðan eru einstaklingar sem eru fæddir með allskonar sem gerir það kannski ekki fært um að vera á atvinnumarkaðinum frekar en langveikt fólk. Ætlar þetta kerfi bara að dæma það fólk gott og gilt á atvinnumarkaðinn, þrátt fyrir lífstíðar greiningu. Þetta skref, eins og áður nefnir er afturábak og þjónar eingöngu hagsmunum og ímyndunarveiki veikra kapítalista sem hugsa bara á græða á daginn og vera vondir fyrir hagnaðinn. Það á að hafna þessu frumvarpi án tafar eða fjarlægja alla þá hluta þess sem snúa að starfsgetumati. Það eina sem má vera þarna og koma í lög er breyting á greiðslum til öryrkja. Þar sem nauðsynlegt er að fella heimilisuppbót og framfærsluppbót inn í örorkugreiðsluna til þess að jafna stöðu öryrkja sem eru ekki með slíkar greiðslur (búseta erlendis, sambúð og fleira). Síðan er einnig í þessu frumvarpi verið að lækka aldursviðbótina, sem var sett á fyrir mörgum árum síðan vegna þess að tekjur öryrkja voru svo lágar að öryrkjar sátu fastir í fátækt. Í þessu frumvarpi er verið að lækka aldursviðbótina um 33.020 kr eða úr 63.020 kr niður í 33.020 kr á mánuði. Eða eins og lagagreinin eins og hún er núna. „Aldursviðbót. Aldursviðbót greiðist þeim sem fá greiddan örorkulífeyri skv. 24. gr. eða hlutaörorkulífeyri skv. 25. gr. Full fjárhæð aldursviðbótar skal vera 360.000 kr. á ári. Full fjárhæð greiðist þeim sem voru 18–24 ára þegar annaðhvort skilyrði fyrir sjúkra- og endurhæfingargreiðslum voru fyrst uppfyllt eða þegar niðurstaða samþætts sérfræðimats lá fyrst fyrir um að geta umsækjanda til virkni á vinnumarkaði væri metin 50% eða minni. Fjárhæð aldursviðbótar lækkar um 5% fyrir hvert ár eftir það og greiðist aldursviðbót ekki hafi umsækjandi fyrst uppfyllt framangreind skilyrði við 44 ára aldur eða síðar. „ Full aldursviðbót hjá örorkulífeyrisþegum í dag er 756.240 kr á ári, eða 63.020 kr á mánuði. Þannig að það á ekki bara að nota frumvarpið til að koma á lélegu kerfi fyrir fólk sem getur ekki unnið til að koma í veg fyrir að það komist á örorku, heldur á einnig að lækka tekjur öryrkja og spara ríkissjóði þannig stórar fjárhæðir á sama tíma. Það er ekki í lagi að fátækasta fólkið á Íslandi skuli vera látið bera þessar byrðar eins og er verið að gera hérna. Þetta er stórkostleg vanhæfni eða gera með viljandi hætti. Ég tel víst að þetta sé gert með viljandi hætti og það er bara ekkert í lagi að svo sé. Hópur öryrkja á Íslandi er ekki svo stór, í skýrslu Örykjabandalagsins frá árinu 2019 segir að fjöldi öryrkja á Íslandi sé í kringum 18 þúsund manns. Það er allur hópurinn en segir ekki alla söguna, þar sem þetta fólk er ekki allt saman að fá greiðslur frá íslenska ríkinu af einni eða annari ástæðu. Hver fjöldi öryrkja sem fær ekki greiðslur frá íslenska ríkinu er ekki tala sem ég þekki. Þessar breytingar verða ekki til góða eins og þær eru lagðar fram í frumvarpinu og það er gjörsamlega galið að fólk sem aðhyllist öfgafulla markaðshyggju og er gjörsamlega búið að missa sjónar á allri mannúð skuli vera með þetta mál til umfjöllunar núna. Það er einnig ljóst að lauma átti þessu máli framhjá öllum með því að takmarka opinbert samráð um þetta mál, eins og stendur í frumvarpsdrögunum. Ég óttast að þetta fari í gegn eins og önnur ólög sem voru samþykkt á Alþingi 21. mars 2024, enda er núverandi þriggja flokka ríkisstjórn tilbúinn að henda hverjum sem er ofan í gjótu til þess að halda völdum og tryggja hagsmuni hagsmunaaðila sem þóknast þeim. Það er ljóst að Vinstri Græn seldu sálu sína fyrir völdin og það mun kosta þau flokkinn. Sjálfstæðisflokkurinn og framsóknarflokkurinn eru alltaf jafn slæmir eins og þeir hafa alltaf verið. Það er ekkert nýtt þar. Höfundur er rithöfundur, öryrki og áhugamaður um að allir geti lifað lífinu á þeim tekjum sem þeir hafa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Jón Frímann Jónsson Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Sjá meira
Það á að innleiða starfsgetumat á Íslandi, bakdyramegin, þar sem meirihlutinn af þeirri lagabreytingu sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra lagði fram á Alþingi 21. mars 2024. Fréttir af þessu máli eru frekar þunnar og fara ekki yfir helstu atriðin í þessari lagabreytingu. Það er hægt að lesa allt frumvarpið hérna á vef Alþingis. Í þriðju grein frumvarpsins stendur þetta hérna og þetta er ekkert annað en starfsgetumat sem hefur ekki verið neitt annað en hörmung í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. „Örorkulífeyrir. Réttur til örorkulífeyris er bundinn því skilyrði að geta umsækjanda til virkni á vinnumarkaði samkvæmt samþættu sérfræðimati sé metin 25% eða minni til langframa vegna langvarandi eða alvarlegs heilsubrests eða fötlunar. [...]“ Hérna er verið að binda örorkumat við getu fólks til þess að vinna, sem getur verið mismunandi milli einstaklinga. Þetta er engin framför, þetta er alvarleg aðför að réttindum fólks og afturför. Þessi aðferð var fundin upp í Bretlandi til þess að spara Breska ríkinu pening og hefur síðan verði að dreifa sér um lönd þar sem hægri stjórnir hafa verið við völd eins og plága. Í umfjöllun Heimildarinnar (þá Kjarninn) árið 2018 var farið yfir það hversu hræðilegt þetta kerfi er og er hægt að lesa þá umfjöllun hérna, Starfsgetumat – Upp á líf og dauða, 20. október 2018. Núna er komið að Íslandi að innleiða þessa martröð. Hvað munu margir einstaklingar með alvarlega sjúkdóma fá neitun á örorku eftir að þetta kerfi verður innleitt. Vegna þess að einhver nefnd dæmir þetta fólk fært til þess að vinna til þess að spara íslenska ríkinu nokkra smáaura. Síðan eru einstaklingar sem eru fæddir með allskonar sem gerir það kannski ekki fært um að vera á atvinnumarkaðinum frekar en langveikt fólk. Ætlar þetta kerfi bara að dæma það fólk gott og gilt á atvinnumarkaðinn, þrátt fyrir lífstíðar greiningu. Þetta skref, eins og áður nefnir er afturábak og þjónar eingöngu hagsmunum og ímyndunarveiki veikra kapítalista sem hugsa bara á græða á daginn og vera vondir fyrir hagnaðinn. Það á að hafna þessu frumvarpi án tafar eða fjarlægja alla þá hluta þess sem snúa að starfsgetumati. Það eina sem má vera þarna og koma í lög er breyting á greiðslum til öryrkja. Þar sem nauðsynlegt er að fella heimilisuppbót og framfærsluppbót inn í örorkugreiðsluna til þess að jafna stöðu öryrkja sem eru ekki með slíkar greiðslur (búseta erlendis, sambúð og fleira). Síðan er einnig í þessu frumvarpi verið að lækka aldursviðbótina, sem var sett á fyrir mörgum árum síðan vegna þess að tekjur öryrkja voru svo lágar að öryrkjar sátu fastir í fátækt. Í þessu frumvarpi er verið að lækka aldursviðbótina um 33.020 kr eða úr 63.020 kr niður í 33.020 kr á mánuði. Eða eins og lagagreinin eins og hún er núna. „Aldursviðbót. Aldursviðbót greiðist þeim sem fá greiddan örorkulífeyri skv. 24. gr. eða hlutaörorkulífeyri skv. 25. gr. Full fjárhæð aldursviðbótar skal vera 360.000 kr. á ári. Full fjárhæð greiðist þeim sem voru 18–24 ára þegar annaðhvort skilyrði fyrir sjúkra- og endurhæfingargreiðslum voru fyrst uppfyllt eða þegar niðurstaða samþætts sérfræðimats lá fyrst fyrir um að geta umsækjanda til virkni á vinnumarkaði væri metin 50% eða minni. Fjárhæð aldursviðbótar lækkar um 5% fyrir hvert ár eftir það og greiðist aldursviðbót ekki hafi umsækjandi fyrst uppfyllt framangreind skilyrði við 44 ára aldur eða síðar. „ Full aldursviðbót hjá örorkulífeyrisþegum í dag er 756.240 kr á ári, eða 63.020 kr á mánuði. Þannig að það á ekki bara að nota frumvarpið til að koma á lélegu kerfi fyrir fólk sem getur ekki unnið til að koma í veg fyrir að það komist á örorku, heldur á einnig að lækka tekjur öryrkja og spara ríkissjóði þannig stórar fjárhæðir á sama tíma. Það er ekki í lagi að fátækasta fólkið á Íslandi skuli vera látið bera þessar byrðar eins og er verið að gera hérna. Þetta er stórkostleg vanhæfni eða gera með viljandi hætti. Ég tel víst að þetta sé gert með viljandi hætti og það er bara ekkert í lagi að svo sé. Hópur öryrkja á Íslandi er ekki svo stór, í skýrslu Örykjabandalagsins frá árinu 2019 segir að fjöldi öryrkja á Íslandi sé í kringum 18 þúsund manns. Það er allur hópurinn en segir ekki alla söguna, þar sem þetta fólk er ekki allt saman að fá greiðslur frá íslenska ríkinu af einni eða annari ástæðu. Hver fjöldi öryrkja sem fær ekki greiðslur frá íslenska ríkinu er ekki tala sem ég þekki. Þessar breytingar verða ekki til góða eins og þær eru lagðar fram í frumvarpinu og það er gjörsamlega galið að fólk sem aðhyllist öfgafulla markaðshyggju og er gjörsamlega búið að missa sjónar á allri mannúð skuli vera með þetta mál til umfjöllunar núna. Það er einnig ljóst að lauma átti þessu máli framhjá öllum með því að takmarka opinbert samráð um þetta mál, eins og stendur í frumvarpsdrögunum. Ég óttast að þetta fari í gegn eins og önnur ólög sem voru samþykkt á Alþingi 21. mars 2024, enda er núverandi þriggja flokka ríkisstjórn tilbúinn að henda hverjum sem er ofan í gjótu til þess að halda völdum og tryggja hagsmuni hagsmunaaðila sem þóknast þeim. Það er ljóst að Vinstri Græn seldu sálu sína fyrir völdin og það mun kosta þau flokkinn. Sjálfstæðisflokkurinn og framsóknarflokkurinn eru alltaf jafn slæmir eins og þeir hafa alltaf verið. Það er ekkert nýtt þar. Höfundur er rithöfundur, öryrki og áhugamaður um að allir geti lifað lífinu á þeim tekjum sem þeir hafa.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun