Ungstirnið brjálað eftir tapið gegn Íslandi og ljót hróp rannsökuð Sindri Sverrisson skrifar 22. mars 2024 09:31 Oscar Gloukh með boltann í leiknum við Ísland í Búdapest í gærkvöld. Getty/Alex Nicodim Hinn 19 ára gamli Oscar Gloukh, vonarstjarna Ísraela og leikmaður RB Salzburg, var vægast sagt illur eftir tapið gegn Íslandi í gærkvöld. Hann strunsaði inn til búningsklefa og lét ljót orð falla í leikmannagöngunum. Það kom mjög á óvart að Gloukh skyldi ekki fá sæti í byrjunarliði þjálfarans Alon Hazan í gær. Hann kom aftur á móti inn á sem varamaður í upphafi seinni hálfleiks, þegar Ísland var komið í 2-1, en tókst ekki að koma í veg fyrir 4-1 sigur íslenska liðsins. Sport 5 í Ísrael segir að ísraelska knattspyrnusambandið muni skoða hvað gekk á í leikmannagöngunum eftir leik, og segir að þar hafi Gloch heyrst kalla eitthvað á borð við: „Hópur af fatlafólum.“ Gloukh, sem skorað hefur þrjú mörk í ellefu A-landsleikjum, vann silfur með U19-landsliði Ísraels á EM fyrir tveimur árum, skoraði þrjú mörk og var valinn í lið mótsins. Miklar vonir eru því bundnar við þennan unga landsliðsmann og Sport 5 segir að hann hafi verið æfur þegar landsliðsþjálfarinn tilkynnti að hann yrði ekki í byrjunarliðinu gegn Íslandi. Gloukh veitti hins vegar ekki viðtöl eftir tapið í gær. Þjálfarinn Hazan var aftur á móti krafinn svara um af hverju miðjumaðurinn ungi fékk ekki sæti í byrjunarliðinu: „Ég kenni sjálfum mér ekki um neitt. Við gerðum vel í byrjun leiksins en ég mun skoða þetta betur. Oscar átti að auka hraðann þegar hann kom inn og gerði vel. Við ákváðum að gera breytingu í hálfleik og bæði Oscar og aðrir færðu liðinu aukinn kraft í upphafi seinni hálfleiks. En svona er að vera þjálfari, ég tek ákvarðanir sem ég tel réttar hverju sinni,“ sagði Hazan sem ísraelskir miðlar segja að verði nú rekinn. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Kallaður til fyrir úrslitaleikinn vegna meiðsla og óvissu Åge Hareide hefur ákveðið að bæta Stefáni Teiti Þórðarsyni í íslenska landsliðshópinn fyrir úrslitaleikinn við Úkraínu næsta þriðjudag, um sæti á EM í fótbolta. 22. mars 2024 07:31 KSÍ neitaði að senda Albert í viðtal Albert Guðmundsson var stjarna íslenska landsliðsins í kvöld en íslenska þjóðin fékk ekki að heyra í honum eftir leik. 21. mars 2024 22:48 „Maður vinnur sér inn heppni“ Åge Hareide var hæstánægður eftir 4-1 sigur Íslands á Ísrael í kvöld en sigurinn tryggir Íslandi sæti í úrslitaleik gegn Úkraínu á þriðjudag. Sigurliðið fer á Evrópumótið í Þýskalandi næsta sumar. 21. mars 2024 22:42 Einkunnir Íslands: Albert bar af í endurkomunni Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann magnaðan 4-1 sigur er liðið mætti Ísrael í undanúrslitum í umspili um laust sæti á EM sem fram fer í Þýskalandi í sumar. 21. mars 2024 22:12 Umfjöllun: Ísrael - Ísland 1-4 | Albert skaut Íslandi í úrslitaleik Ísland er á leið í úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar eftir 4-1 sigur á Ísrael í kvöld. Ísland átti frábæra endurkomu í leiknum eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik. 21. mars 2024 21:42 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti Fleiri fréttir Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Sjá meira
Það kom mjög á óvart að Gloukh skyldi ekki fá sæti í byrjunarliði þjálfarans Alon Hazan í gær. Hann kom aftur á móti inn á sem varamaður í upphafi seinni hálfleiks, þegar Ísland var komið í 2-1, en tókst ekki að koma í veg fyrir 4-1 sigur íslenska liðsins. Sport 5 í Ísrael segir að ísraelska knattspyrnusambandið muni skoða hvað gekk á í leikmannagöngunum eftir leik, og segir að þar hafi Gloch heyrst kalla eitthvað á borð við: „Hópur af fatlafólum.“ Gloukh, sem skorað hefur þrjú mörk í ellefu A-landsleikjum, vann silfur með U19-landsliði Ísraels á EM fyrir tveimur árum, skoraði þrjú mörk og var valinn í lið mótsins. Miklar vonir eru því bundnar við þennan unga landsliðsmann og Sport 5 segir að hann hafi verið æfur þegar landsliðsþjálfarinn tilkynnti að hann yrði ekki í byrjunarliðinu gegn Íslandi. Gloukh veitti hins vegar ekki viðtöl eftir tapið í gær. Þjálfarinn Hazan var aftur á móti krafinn svara um af hverju miðjumaðurinn ungi fékk ekki sæti í byrjunarliðinu: „Ég kenni sjálfum mér ekki um neitt. Við gerðum vel í byrjun leiksins en ég mun skoða þetta betur. Oscar átti að auka hraðann þegar hann kom inn og gerði vel. Við ákváðum að gera breytingu í hálfleik og bæði Oscar og aðrir færðu liðinu aukinn kraft í upphafi seinni hálfleiks. En svona er að vera þjálfari, ég tek ákvarðanir sem ég tel réttar hverju sinni,“ sagði Hazan sem ísraelskir miðlar segja að verði nú rekinn. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Kallaður til fyrir úrslitaleikinn vegna meiðsla og óvissu Åge Hareide hefur ákveðið að bæta Stefáni Teiti Þórðarsyni í íslenska landsliðshópinn fyrir úrslitaleikinn við Úkraínu næsta þriðjudag, um sæti á EM í fótbolta. 22. mars 2024 07:31 KSÍ neitaði að senda Albert í viðtal Albert Guðmundsson var stjarna íslenska landsliðsins í kvöld en íslenska þjóðin fékk ekki að heyra í honum eftir leik. 21. mars 2024 22:48 „Maður vinnur sér inn heppni“ Åge Hareide var hæstánægður eftir 4-1 sigur Íslands á Ísrael í kvöld en sigurinn tryggir Íslandi sæti í úrslitaleik gegn Úkraínu á þriðjudag. Sigurliðið fer á Evrópumótið í Þýskalandi næsta sumar. 21. mars 2024 22:42 Einkunnir Íslands: Albert bar af í endurkomunni Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann magnaðan 4-1 sigur er liðið mætti Ísrael í undanúrslitum í umspili um laust sæti á EM sem fram fer í Þýskalandi í sumar. 21. mars 2024 22:12 Umfjöllun: Ísrael - Ísland 1-4 | Albert skaut Íslandi í úrslitaleik Ísland er á leið í úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar eftir 4-1 sigur á Ísrael í kvöld. Ísland átti frábæra endurkomu í leiknum eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik. 21. mars 2024 21:42 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti Fleiri fréttir Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Sjá meira
Kallaður til fyrir úrslitaleikinn vegna meiðsla og óvissu Åge Hareide hefur ákveðið að bæta Stefáni Teiti Þórðarsyni í íslenska landsliðshópinn fyrir úrslitaleikinn við Úkraínu næsta þriðjudag, um sæti á EM í fótbolta. 22. mars 2024 07:31
KSÍ neitaði að senda Albert í viðtal Albert Guðmundsson var stjarna íslenska landsliðsins í kvöld en íslenska þjóðin fékk ekki að heyra í honum eftir leik. 21. mars 2024 22:48
„Maður vinnur sér inn heppni“ Åge Hareide var hæstánægður eftir 4-1 sigur Íslands á Ísrael í kvöld en sigurinn tryggir Íslandi sæti í úrslitaleik gegn Úkraínu á þriðjudag. Sigurliðið fer á Evrópumótið í Þýskalandi næsta sumar. 21. mars 2024 22:42
Einkunnir Íslands: Albert bar af í endurkomunni Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann magnaðan 4-1 sigur er liðið mætti Ísrael í undanúrslitum í umspili um laust sæti á EM sem fram fer í Þýskalandi í sumar. 21. mars 2024 22:12
Umfjöllun: Ísrael - Ísland 1-4 | Albert skaut Íslandi í úrslitaleik Ísland er á leið í úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar eftir 4-1 sigur á Ísrael í kvöld. Ísland átti frábæra endurkomu í leiknum eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik. 21. mars 2024 21:42