Albert varð aðeins annar leikmaðurinn í sögunni til þess að skora þrennu í umspili fyrir Evrópumót karla í fótbolta.
Van Nistelrooy var sá fyrsti til að skora þrennu á þessu sviði þegar hann skoraði þrennu fyrir hollenska landsliðið í 6-0 sigri á Skotlandi árið 2003.
Þrennan kom í seinni leik liðanna eftir að Skotar unnu fyrri leikinn 1-0 á heimavelli. Þegar þjóðirnar mættust á Amsterdam Arena þá komust Hollendingar í 2-0 eftir hálftíma og Van Nistelrooy skoraði síðan þrennu frá 37. til 67. mínútu leiksins.
Cristiano Ronaldo hefur einnig skorað þrennu í umspilsleik en það var í umspili fyrir heimsmeistaramótið.
Ronaldo skoraði þá þrennu í 3-2 sigri á Svíum á vinavöllum í seinni leik liðanna 19. nóvember 2013 en hann hafði skorað eina markið í 1-0 sigri í fyrri leiknum.

Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.