„Það verður partý um allan bæ“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. mars 2024 22:18 Kjartan Már Kjartansson (t.v.), bæjarstjóri Reykjanesbæjar, gat leyft sér að fagna eftir sigra Keflavíkur í VÍS-bikarnum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, var eðlilega ánægður með sitt fólk eftir að Keflavík varð tvöfaldur bikarmeistari í körfubolta í kvöld. Karlalið Keflavíkur vann þrettán stiga sigur gegn Tindastóli í úrslitum VÍS-bikars karla í kvöld, 92-79, áður en kvennaliðið fylgdi því eftir með stórsigri gegn Þór Ak. í úrslitum VÍS-bikars kvenna, 89-67. Kjartan hafði því góða ástæðu til að fagna með sínu fólki í stúkunni og niðri á velli í Laugardalshöllinni í kvöld og segist hann vera ótrúlega stoltur af liðunum. „Já, mikil ósköp maður. Ekki bara af liðunum í dag, heldur líka okkar stuðningsfólki sem er búið að standa sig frábærlega í dag.“ Fyrri úrslitaleikur dagsins hófst klukkan 16:00 og þeim síðari lauk rétt fyrir klukkan 21:00 og stuðningsfólk Keflavíkur því búið að standa langa vakt. Kjartan segir það þó ekki hafa skipt neinu máli. „Það er enginn að pæla í því. Þetta er bara vinna sem þarf að vinna og við gerðum það. Þetta var algjörlega frábært.“ Þá segir hann einnig að umrædd vinna muni nú halda áfram og að Keflvíkingar séu langt frá því að vera saddir eftir daginn í dag. „Við erum bara á fullu núna og núna er bara úrslitakeppnin framundan. Við förum á fleygiferð í hana og vonandi berum við bara sigur úr býtum þar líka,“ bætti Kjartan við áður en hann fór lauslega yfir það sem væri framundan í Keflavík í kvöld. „Það er bara partý og verður partý um allan bæ held ég,“ sagði Kjartan að lokum. VÍS-bikarinn Keflavík ÍF Þór Akureyri Tengdar fréttir „Héldum bara áfram að berja á þeim“ Elisa Pinzan, leikmaður Keflavíkur, var eðlilega í skýjunum eftir að liðið tryggði sér bikarmeistaratitil kvenna í körfubolta með stórsigri gegn Þór Ak. í kvöld. Hún segir það þó ekki skipta máli hversu stór sigurinn er. 23. mars 2024 21:39 „Held að ég hafi aldrei spilað fyrir framan svona marga á Íslandi“ Sara Rún Hinriksdóttir skoraði tíu stig, tók sex fráköst og gaf fimm stoðsendingar er Keflavík tryggði sér bikarmeistaratitil kvenna í körfubolta með 22 stiga sigri gegn Þór Ak. í kvöld, 89-67. 23. mars 2024 21:29 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Keflavík - Þór Ak. 89-67 | Keflavík bikarmeistari eftir stórsigur Keflavík varð í kvöld bikarmeistari kvenna í körfubolta er liðið vann 22 stiga stórsigur gegn Þór Ak. í úrslitum í Laugardalshöll, 89-67. 23. mars 2024 22:03 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Sport EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Fleiri fréttir Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Sjá meira
Karlalið Keflavíkur vann þrettán stiga sigur gegn Tindastóli í úrslitum VÍS-bikars karla í kvöld, 92-79, áður en kvennaliðið fylgdi því eftir með stórsigri gegn Þór Ak. í úrslitum VÍS-bikars kvenna, 89-67. Kjartan hafði því góða ástæðu til að fagna með sínu fólki í stúkunni og niðri á velli í Laugardalshöllinni í kvöld og segist hann vera ótrúlega stoltur af liðunum. „Já, mikil ósköp maður. Ekki bara af liðunum í dag, heldur líka okkar stuðningsfólki sem er búið að standa sig frábærlega í dag.“ Fyrri úrslitaleikur dagsins hófst klukkan 16:00 og þeim síðari lauk rétt fyrir klukkan 21:00 og stuðningsfólk Keflavíkur því búið að standa langa vakt. Kjartan segir það þó ekki hafa skipt neinu máli. „Það er enginn að pæla í því. Þetta er bara vinna sem þarf að vinna og við gerðum það. Þetta var algjörlega frábært.“ Þá segir hann einnig að umrædd vinna muni nú halda áfram og að Keflvíkingar séu langt frá því að vera saddir eftir daginn í dag. „Við erum bara á fullu núna og núna er bara úrslitakeppnin framundan. Við förum á fleygiferð í hana og vonandi berum við bara sigur úr býtum þar líka,“ bætti Kjartan við áður en hann fór lauslega yfir það sem væri framundan í Keflavík í kvöld. „Það er bara partý og verður partý um allan bæ held ég,“ sagði Kjartan að lokum.
VÍS-bikarinn Keflavík ÍF Þór Akureyri Tengdar fréttir „Héldum bara áfram að berja á þeim“ Elisa Pinzan, leikmaður Keflavíkur, var eðlilega í skýjunum eftir að liðið tryggði sér bikarmeistaratitil kvenna í körfubolta með stórsigri gegn Þór Ak. í kvöld. Hún segir það þó ekki skipta máli hversu stór sigurinn er. 23. mars 2024 21:39 „Held að ég hafi aldrei spilað fyrir framan svona marga á Íslandi“ Sara Rún Hinriksdóttir skoraði tíu stig, tók sex fráköst og gaf fimm stoðsendingar er Keflavík tryggði sér bikarmeistaratitil kvenna í körfubolta með 22 stiga sigri gegn Þór Ak. í kvöld, 89-67. 23. mars 2024 21:29 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Keflavík - Þór Ak. 89-67 | Keflavík bikarmeistari eftir stórsigur Keflavík varð í kvöld bikarmeistari kvenna í körfubolta er liðið vann 22 stiga stórsigur gegn Þór Ak. í úrslitum í Laugardalshöll, 89-67. 23. mars 2024 22:03 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Sport EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Fleiri fréttir Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Sjá meira
„Héldum bara áfram að berja á þeim“ Elisa Pinzan, leikmaður Keflavíkur, var eðlilega í skýjunum eftir að liðið tryggði sér bikarmeistaratitil kvenna í körfubolta með stórsigri gegn Þór Ak. í kvöld. Hún segir það þó ekki skipta máli hversu stór sigurinn er. 23. mars 2024 21:39
„Held að ég hafi aldrei spilað fyrir framan svona marga á Íslandi“ Sara Rún Hinriksdóttir skoraði tíu stig, tók sex fráköst og gaf fimm stoðsendingar er Keflavík tryggði sér bikarmeistaratitil kvenna í körfubolta með 22 stiga sigri gegn Þór Ak. í kvöld, 89-67. 23. mars 2024 21:29
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Keflavík - Þór Ak. 89-67 | Keflavík bikarmeistari eftir stórsigur Keflavík varð í kvöld bikarmeistari kvenna í körfubolta er liðið vann 22 stiga stórsigur gegn Þór Ak. í úrslitum í Laugardalshöll, 89-67. 23. mars 2024 22:03