Verum ekki eftirbátar í stuðningi við Úkraínu Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 25. mars 2024 06:00 Það var góður andi á Alþingi í liðinni viku þegar utanríkisráðherra mælti fyrir tillögu til þingsályktunar um öflugan stuðning Íslands við Úkraínu. Við erum öll - ættum a.m.k. öll - að vera vel meðvituð um brýna þörf Úkraínu fyrir stuðning í yfirstandandi innrásarstríði Rússlands. Utanríkisráðherra lagði áherslu á að innrás Rússlands í Úkraínu væri alvarlegasta ógnin við öryggi Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Þótt ótrúlegt megi virðast hefur sprottið upp umræða hér á landi, þótt ekki sé hún hávær, þar sem sett er spurningamerki við að stríðið sé svo ofarlega á dagskrá íslenskra stjórnvalda og löggjafans. Stríð sem nú er háð í okkar heimsálfu og samfara miklum yfirlýsingum Pútíns um frekari landvinninga í Evrópu. Nágranna- og vinaþjóðir okkar eru mjög meðvitaðar um alvarlega stöðu í okkar heimsálfu og hversu mjög hún ógnar friðnum í álfunni. Þær hafa enda brugðist við af miklum krafti, bæði í formi stuðnings og með að efla eigin varnir. Öflugar varnir eru jú helsta tryggingin fyrir friði. Þó má færa sannfærandi rök fyrir því að fáar ef nokkrar þjóðir eigi meira undir því en við, herlaus smáþjóð, að alþjóðakerfi heimsins haldi, að virðing sé borin fyrir alþjóðalögum og afleiðingar séu af því að brjóta þau. Það er fjölmargt gott í tillögu utanríkisráðherra og hann og starfsfólk utanríkisráðuneytisins eiga hrós skilið fyrir vinnuna þar að baki. Í tillögunni eru fimm áherslur: á öflugt tvíhliða samstarf, á virka þátttöku í alþjóðlegu samstarfi og stuðning við friðarferli forseta Úkraínu og ábyrgðarskyldu Rússlands, á stuðning við varnarbaráttu Úkraínu, á mannúðaraðstoð og vernd óbreyttra borgara í átökum, og á viðhald grunnþjónustu og efnahags og stuðning við endurreisn og uppbyggingu Úkraínu. Ég hef séð það með eigin augum hversu miklu máli öflugt samstarf og samskipti við Úkraínu skiptir. Það er gríðarlega mikilvægt til að styðja við sjálfsmynd Úkraínu og sjálfstæði og fullveldi landsins. Áherslan á friðartillögur forseta Úkraínu er mikilvæg, ekki síst sem andsvar til þeirra sem halda því fram að markmið Úkraínumanna sé ekki friður innan lögmætra og réttmætra landamæra Úkraínu og þar með friður í Evrópu. Hvað viðkemur efnahagslegum stuðningi við Úkraínu, við varnir hennar og endurreisn, og mannúðaraðstoð, viljum við ekki vera eftirbátur landa sem við berum okkur gjarnan saman við. Í umræðu þingmanna kom enn og aftur fram þverpólitísk samstaða um breiðan stuðning við þetta. Við verðum að leggja okkar af mörkum, þannig að sómi sé að. Undir er baráttan fyrir framtíð Úkraínu, fyrir framtíð Evrópu – fyrir framtíð Íslands. Við megum ekki hlaupast undan merkjum þegar kemur að framlagi okkar til baráttu sem Úkraínumenn heyja fyrir sameiginlegum gildum lýðræðisríkja, fyrir okkar heimsmynd. Andspænis þeim standa ríki sem standa fyrir allt aðra hluti og eiga margt misjafnt sameiginlegt. Ríki sem berjast af miklum mætti fyrir gjörbreyttri heimsmynd – öxulveldi hins illa. Það er óhætt að taka undir orð tillögu utanríkisráðherra: Með stuðningi við öryggi og sjálfstæði Úkraínu stöndum við vörð um beina öryggishagsmuni Íslands, alþjóðakerfi og alþjóðalög sem fullveldi Íslands byggist á. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Alþingi Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Það var góður andi á Alþingi í liðinni viku þegar utanríkisráðherra mælti fyrir tillögu til þingsályktunar um öflugan stuðning Íslands við Úkraínu. Við erum öll - ættum a.m.k. öll - að vera vel meðvituð um brýna þörf Úkraínu fyrir stuðning í yfirstandandi innrásarstríði Rússlands. Utanríkisráðherra lagði áherslu á að innrás Rússlands í Úkraínu væri alvarlegasta ógnin við öryggi Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Þótt ótrúlegt megi virðast hefur sprottið upp umræða hér á landi, þótt ekki sé hún hávær, þar sem sett er spurningamerki við að stríðið sé svo ofarlega á dagskrá íslenskra stjórnvalda og löggjafans. Stríð sem nú er háð í okkar heimsálfu og samfara miklum yfirlýsingum Pútíns um frekari landvinninga í Evrópu. Nágranna- og vinaþjóðir okkar eru mjög meðvitaðar um alvarlega stöðu í okkar heimsálfu og hversu mjög hún ógnar friðnum í álfunni. Þær hafa enda brugðist við af miklum krafti, bæði í formi stuðnings og með að efla eigin varnir. Öflugar varnir eru jú helsta tryggingin fyrir friði. Þó má færa sannfærandi rök fyrir því að fáar ef nokkrar þjóðir eigi meira undir því en við, herlaus smáþjóð, að alþjóðakerfi heimsins haldi, að virðing sé borin fyrir alþjóðalögum og afleiðingar séu af því að brjóta þau. Það er fjölmargt gott í tillögu utanríkisráðherra og hann og starfsfólk utanríkisráðuneytisins eiga hrós skilið fyrir vinnuna þar að baki. Í tillögunni eru fimm áherslur: á öflugt tvíhliða samstarf, á virka þátttöku í alþjóðlegu samstarfi og stuðning við friðarferli forseta Úkraínu og ábyrgðarskyldu Rússlands, á stuðning við varnarbaráttu Úkraínu, á mannúðaraðstoð og vernd óbreyttra borgara í átökum, og á viðhald grunnþjónustu og efnahags og stuðning við endurreisn og uppbyggingu Úkraínu. Ég hef séð það með eigin augum hversu miklu máli öflugt samstarf og samskipti við Úkraínu skiptir. Það er gríðarlega mikilvægt til að styðja við sjálfsmynd Úkraínu og sjálfstæði og fullveldi landsins. Áherslan á friðartillögur forseta Úkraínu er mikilvæg, ekki síst sem andsvar til þeirra sem halda því fram að markmið Úkraínumanna sé ekki friður innan lögmætra og réttmætra landamæra Úkraínu og þar með friður í Evrópu. Hvað viðkemur efnahagslegum stuðningi við Úkraínu, við varnir hennar og endurreisn, og mannúðaraðstoð, viljum við ekki vera eftirbátur landa sem við berum okkur gjarnan saman við. Í umræðu þingmanna kom enn og aftur fram þverpólitísk samstaða um breiðan stuðning við þetta. Við verðum að leggja okkar af mörkum, þannig að sómi sé að. Undir er baráttan fyrir framtíð Úkraínu, fyrir framtíð Evrópu – fyrir framtíð Íslands. Við megum ekki hlaupast undan merkjum þegar kemur að framlagi okkar til baráttu sem Úkraínumenn heyja fyrir sameiginlegum gildum lýðræðisríkja, fyrir okkar heimsmynd. Andspænis þeim standa ríki sem standa fyrir allt aðra hluti og eiga margt misjafnt sameiginlegt. Ríki sem berjast af miklum mætti fyrir gjörbreyttri heimsmynd – öxulveldi hins illa. Það er óhætt að taka undir orð tillögu utanríkisráðherra: Með stuðningi við öryggi og sjálfstæði Úkraínu stöndum við vörð um beina öryggishagsmuni Íslands, alþjóðakerfi og alþjóðalög sem fullveldi Íslands byggist á. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun