Svona verður EM hjá Íslandi vinnist leikurinn í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2024 08:00 Það var gaman hjá íslenska landsliðinu á síðasta Evrópumóti sumarið 2016 og draumur um annað EM gæti orðið að veruleika í kvöld. EPA/GEORGI LICOVSKI Íslenskir aðdáendur geta byrjað strax að plana ferð til Þýskalands og að finna gistingu í München, Düsseldorf og Stuttgart vinni strákarnir okkar Úkraínu í kvöld. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er einum sigri frá sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins í sumar. Það óvenjulega við það er að strákarnir okkar vita nákvæmlega hvað bíður þeirra vinnist leikurinn við Úkraínu í kvöld. Það er nefnilega búið að draga í riðla og stilla öllu Evrópumótinu upp enda aðeins nokkrir mánuðir í fyrsta leik. Það lið sem vinnur leik Íslands og Úkraínu í kvöld lendir í riðli með Belgíu, Slóvakíu og Rúmeníu. Toughest group?#EURO2024 pic.twitter.com/LYCznY09vH— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) December 3, 2023 Fyrsti leikur þess liðs fer fram á sjálfan Þjóðhátíðardaginn. Leikurinn er á móti Rúmeníu 17. júní og verður spilaður á sjálfum Allianz Arena, heimavelli Bayern München. Næsti leikur er fjórum dögum seinna, 21. júní, á móti Slóvakíu en sá leikur er spilaður á Merkur Spiel-Arena í Düsseldorf. Sá leikvangur hýsti einmitt leiki í úrslitakeppni EM í handbolta í janúar. Lokaleikur liðsins í riðlinum er síðan á móti Belgíu á MHPArena í Stuttgart 26. júní. Liðið fær því einn dag auka til að jafna sig á milli leikja. Við Íslendingar þekkjum þennan leikvang kannski mest sem Neckarstadion en þar réði Ásgeir Sigurvinsson ríkjum á níunda áratugnum og vann þýska meistaratitilinn vorið 1984. Tvö efstu liðin í riðlinum vita hvar þau spila í sextán liða úrslitunum en svo gæti líka farið að liðið í þriðja sæti fari áfram. Það kemur ekki ljós fyrr en allir leikir hafa spilast. Sigurvegari riðilsins spilar á Allianz Arena í München en liðið í öðru sæti á leik í Düsseldorf. Stuttgart, 22 March Munich, 14 May Fans across Germany's 10 host cities will get a chance to see the Henri Delaunay Cup up close with the #EURO2024 Trophy Tour More details — UEFA EURO 2024 (@EURO2024) March 13, 2024 Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er einum sigri frá sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins í sumar. Það óvenjulega við það er að strákarnir okkar vita nákvæmlega hvað bíður þeirra vinnist leikurinn við Úkraínu í kvöld. Það er nefnilega búið að draga í riðla og stilla öllu Evrópumótinu upp enda aðeins nokkrir mánuðir í fyrsta leik. Það lið sem vinnur leik Íslands og Úkraínu í kvöld lendir í riðli með Belgíu, Slóvakíu og Rúmeníu. Toughest group?#EURO2024 pic.twitter.com/LYCznY09vH— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) December 3, 2023 Fyrsti leikur þess liðs fer fram á sjálfan Þjóðhátíðardaginn. Leikurinn er á móti Rúmeníu 17. júní og verður spilaður á sjálfum Allianz Arena, heimavelli Bayern München. Næsti leikur er fjórum dögum seinna, 21. júní, á móti Slóvakíu en sá leikur er spilaður á Merkur Spiel-Arena í Düsseldorf. Sá leikvangur hýsti einmitt leiki í úrslitakeppni EM í handbolta í janúar. Lokaleikur liðsins í riðlinum er síðan á móti Belgíu á MHPArena í Stuttgart 26. júní. Liðið fær því einn dag auka til að jafna sig á milli leikja. Við Íslendingar þekkjum þennan leikvang kannski mest sem Neckarstadion en þar réði Ásgeir Sigurvinsson ríkjum á níunda áratugnum og vann þýska meistaratitilinn vorið 1984. Tvö efstu liðin í riðlinum vita hvar þau spila í sextán liða úrslitunum en svo gæti líka farið að liðið í þriðja sæti fari áfram. Það kemur ekki ljós fyrr en allir leikir hafa spilast. Sigurvegari riðilsins spilar á Allianz Arena í München en liðið í öðru sæti á leik í Düsseldorf. Stuttgart, 22 March Munich, 14 May Fans across Germany's 10 host cities will get a chance to see the Henri Delaunay Cup up close with the #EURO2024 Trophy Tour More details — UEFA EURO 2024 (@EURO2024) March 13, 2024 Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Sjá meira