Fjölskyldu Di Maria hótað lífláti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2024 12:30 Ángel Di Maria ber fyrirliðabandið hjá argentínska landsliðinu í fjarveru Lionel Messi. Getty/Ira L. Black Flestir hefðu búist við því að Argentínumenn myndu fagna því að fá eina af stóru knattspyrnuhetjum þjóðarinnar heim í argentínska boltann en það er ekki alveg þannig. Fólkið vill örugglega fá Ángel Di Maria heim en glæpamenn nýta sér spenninginn fyrir komu hans til að búa til ótta og öryggi meðal íbúa. Argentínska lögreglan rannsakar nú nafnlausar morðhótanir sem Di Maria og fjölskylda hans fengu í gær. Investigan en Argentina amenaza anónima de muerte contra el delantero Ángel Di María en su ciudad natal de Rosario, que es azotada desde hace tiempo por una ola de violencia desatada por la disputa entre bandas de narcotráfico https://t.co/zuiOWSowz0— AP Deportes (@AP_Deportes) March 25, 2024 Starfsfólk Funes Hills Miraflores fjölbýlishússins fann pakka þar sem fjölskyldu Di Maria var hótað lífláti ef hann myndi spila fyrir eitt af liðunum í Rosario. Di María er frá Rosario og gistir þar þegar hann er ekki upptekinn við fótboltaiðkun erlendis. Þessi 36 ára gamli vængmaður er nú að spila með Benfica í Portúgal en ræddi það á dögunum að hann sæi alveg fyrir sér að enda feril sinn hjá æskufélaginu Rosario Central. Di María er nú staddur í landsliðsverkefni með Argentínu í Bandaríkjunum. „Svona hótun býr til ólgu í samfélaginu og það er þeirra markmið. Að gera almenning hræddan. Það gera þeir með því að hóta þjóðþekktu fólki,“ sagði Esteban Santantino, sem vinnur að öryggismálum fyrir argentínsku ríkisstjórnina. Það er mikið um ofbeldi og glæpi í Rosario þar sem eiturlyfjahringar berjast um yfirráðin. Þar eru framin 22 morð á hverja hundrað þúsund íbúa sem er miklu hærri en meðaltalið í Argentínu sem er 4,2 morð á hverja hundrað þúsund íbúa. Di Maria family receives death threat in ArgentinaArgentine police and prosecutors are investigating an anonymous death threat to soccer star Ángel di Maria delivered in his hometown of Rosario early Monday.https://t.co/QcxnMYNcDA— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) March 25, 2024 Argentína Fótbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira
Fólkið vill örugglega fá Ángel Di Maria heim en glæpamenn nýta sér spenninginn fyrir komu hans til að búa til ótta og öryggi meðal íbúa. Argentínska lögreglan rannsakar nú nafnlausar morðhótanir sem Di Maria og fjölskylda hans fengu í gær. Investigan en Argentina amenaza anónima de muerte contra el delantero Ángel Di María en su ciudad natal de Rosario, que es azotada desde hace tiempo por una ola de violencia desatada por la disputa entre bandas de narcotráfico https://t.co/zuiOWSowz0— AP Deportes (@AP_Deportes) March 25, 2024 Starfsfólk Funes Hills Miraflores fjölbýlishússins fann pakka þar sem fjölskyldu Di Maria var hótað lífláti ef hann myndi spila fyrir eitt af liðunum í Rosario. Di María er frá Rosario og gistir þar þegar hann er ekki upptekinn við fótboltaiðkun erlendis. Þessi 36 ára gamli vængmaður er nú að spila með Benfica í Portúgal en ræddi það á dögunum að hann sæi alveg fyrir sér að enda feril sinn hjá æskufélaginu Rosario Central. Di María er nú staddur í landsliðsverkefni með Argentínu í Bandaríkjunum. „Svona hótun býr til ólgu í samfélaginu og það er þeirra markmið. Að gera almenning hræddan. Það gera þeir með því að hóta þjóðþekktu fólki,“ sagði Esteban Santantino, sem vinnur að öryggismálum fyrir argentínsku ríkisstjórnina. Það er mikið um ofbeldi og glæpi í Rosario þar sem eiturlyfjahringar berjast um yfirráðin. Þar eru framin 22 morð á hverja hundrað þúsund íbúa sem er miklu hærri en meðaltalið í Argentínu sem er 4,2 morð á hverja hundrað þúsund íbúa. Di Maria family receives death threat in ArgentinaArgentine police and prosecutors are investigating an anonymous death threat to soccer star Ángel di Maria delivered in his hometown of Rosario early Monday.https://t.co/QcxnMYNcDA— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) March 25, 2024
Argentína Fótbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira