Kæra blaðamann fyrir hatursorðræðu Valur Páll Eiríksson skrifar 26. mars 2024 14:00 Myndin umrædda af Rudiger sem hann birti í tilefni Ramadan. Instagram/@toniruediger Antonio Rüdiger, varnarmaður Real Madrid og þýska landsliðsins í fótbolta, er æfur yfir ummælum blaðamannsins Julians Reichelt sem orðaði Rudiger við hryðjuverkasamtökin ISIS. Bæði Rüdiger og þýska knattspyrnusambandið hafa kært Reichelt. Málið snýr að ljósmynd sem Rüdiger birti á samfélagsmiðlinum Instagram. Hann er múslimi og birti mynd af sér í hvítum kufli við bænamottu. Á myndinni benti hann einum fingri upp í loft. Myndin var birt í tilefni af Ramadan, föstumánuði múslima. Við myndina skrifaði Rüdiger: „Megi almáttugur þiggja föstu okkar og bænir“. Julian Reichelt, fyrrum ritstjóri hjá þýska íþróttamiðlinum Bild, deildi færslu á samfélagsmiðlinum X þar sem hann sagði bendingu Rudigers vera samkvæmt skilgreiningu þýskra stjórnvalda svokallaðan „IS-fingur“ og bendlaði þannig fótboltamanninn við hryðjuverkasamtökin ISIS. „Reistur vísifingur íslamista, sem hryðjuverkamenn víðsvegar um heim sýna til að fagna morðum sínum, á ekki heima í Þýskalandi,“ er á meðal þess sem Reichelt sagði í færslunni. Rüdiger hefur kært ummælin til ríkissaksóknara í Berlín og þá hefur þýska knattspyrnusambandið, DFB, tilkynnt málið til sérstakrar deildar sem snýr að vefglæpum hjá ríkissaksóknara í Frankfurt. Rüdiger kærir Reichelt fyrir meiðyrði en kæra DFB er á grundvelli hatursorðræðu. Rüdiger neitaði að tjá sig um málið við fjölmiðla í gær. View this post on Instagram A post shared by Antonio Rüdiger (@toniruediger) Þýskaland Þýski boltinn Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Málið snýr að ljósmynd sem Rüdiger birti á samfélagsmiðlinum Instagram. Hann er múslimi og birti mynd af sér í hvítum kufli við bænamottu. Á myndinni benti hann einum fingri upp í loft. Myndin var birt í tilefni af Ramadan, föstumánuði múslima. Við myndina skrifaði Rüdiger: „Megi almáttugur þiggja föstu okkar og bænir“. Julian Reichelt, fyrrum ritstjóri hjá þýska íþróttamiðlinum Bild, deildi færslu á samfélagsmiðlinum X þar sem hann sagði bendingu Rudigers vera samkvæmt skilgreiningu þýskra stjórnvalda svokallaðan „IS-fingur“ og bendlaði þannig fótboltamanninn við hryðjuverkasamtökin ISIS. „Reistur vísifingur íslamista, sem hryðjuverkamenn víðsvegar um heim sýna til að fagna morðum sínum, á ekki heima í Þýskalandi,“ er á meðal þess sem Reichelt sagði í færslunni. Rüdiger hefur kært ummælin til ríkissaksóknara í Berlín og þá hefur þýska knattspyrnusambandið, DFB, tilkynnt málið til sérstakrar deildar sem snýr að vefglæpum hjá ríkissaksóknara í Frankfurt. Rüdiger kærir Reichelt fyrir meiðyrði en kæra DFB er á grundvelli hatursorðræðu. Rüdiger neitaði að tjá sig um málið við fjölmiðla í gær. View this post on Instagram A post shared by Antonio Rüdiger (@toniruediger)
Þýskaland Þýski boltinn Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira