Haraldur mátti ekki hækka launin en Sigríður ekki heldur lækka þau Árni Sæberg skrifar 27. mars 2024 16:12 Haraldur gerði samningana korter í eigin starfslok. Vísir/Vilhelm Embætti ríkislögreglustjóra þarf að greiða fjórum yfirlögregluþjónum laun í takti við samkomulag sem þáverandi ríkislögreglustjóri, Haraldur Johannessen, gerði við þá um endurskoðun launakjara árið 2019. Hæstiréttur telur Harald hafa skort heimild til að hækka laun lögregluþjónanna en þeir hafi tekið við hækkun í góðri trú og því mætti ekki lækka launin á ný. Hæstiréttur kvað upp dóm í málinu í dag og staðfesti niðurstöðu bæði héraðsdóms og Landsréttar. Mikið var fjallað um málið í febrúar 2020 þegar fram kom í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn þingmanns að föst mánaðarlaun tveggja yfirlögregluþjóna og sjö aðstoðaryfirlögregluþjóna hefði hækkað um 48 prósent að meðaltali með samningnum sem Haraldur gerði við umrædda starfsmenn embættisins. Þá fól samkomulagið í sér aukin lífeyrisréttindi, en með samningnum urðu laun umræddra starfsmanna hærri en laun flestra lögreglustjóra í landinu. Færðir upp um sjö launaflokka Hæstaréttardómar í málum þeirra Árna Elíasar Albertssonar, Ásgeirs Karlssonar, Óskars Bjartmarz og Guðmundar Ómars Þráinssonar voru kveðnir upp í dag. Þeir eru allir samhljóða enda fjalla þeir um sams konar samninga sem gerðir voru af Haraldi við mennina fjóra. Í dómunum segir að samkomulagið hafi lotið að samsetningu launa lögregluþjónanna en með því hafi þeir verið færðir upp um sjö launaflokka og fimm þrep og föstum mánaðarlegum yfirvinnustundum fækkað úr fimmtíu í þrjár. Þetta hafi falið í sér um það bil fimmtíu prósent hækkun grunnlauna þeirra sem leiddi til samsvarandi hækkunar á lífeyrisréttindum þeirra í B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Með gerð samninganna stuðlaði Haraldur að því að skuldbindingar Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins hækkuðu um 309 milljónir króna með fjórum pennastrikum. Mest þrjú ár til starfsloka Sem áður segir voru dómar í málinum nánast alveg eins. Í þeim er tekið fram að mislangur, eða misstuttur, tími hafi verið til starfsloka yfirlögreluþjónanna fjögurra. Tíminn hafi verið lengstur hjá Guðmundi Ómari, heil þrjú ár, en stystur hjá Óskari Bjartmarz, aðeins eitt og hálft ár. Mátti breyta yfirvinnutíma en ekki launum Í dómum Hæstaréttar segir að rétturinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að Haraldur hefði sem forstöðumaður ríkisstofnunar haft formlega heimild til að meta þörf og taka ákvörðun um fjölda fastra yfirvinnustunda sem aðstoðar- og yfirlögregluþjónar fengju greitt fyrir mánaðarlega, innan þeirra fjárheimilda sem embættið hafði. Hins vegar hafi rétturinn talið að með samkomulaginu hefði Haraldur farið út fyrir þær efnislegu heimildir sem hann hafði samkvæmt lögum og kjara- og stofnanasamningi til að breyta samsetningu launa mannanna og að ákvörðunin hefði af þeim ástæðum verið ólögmæt. Ekki grandsamir um heimildarskort og halda laununum Rétturinn hafi aftur á móti talið að í samkomulaginu hefði falist bindandi loforð og að þar sem það hefði snúið að yfirlögregluþjónunum sem launþegum yrði að líta til reglna á sviði vinnuréttar við mat á skuldbindingargildi þess. Ekki hafi verið talið sannað að mennirnir hefðu verið grandsamir um að Harald hefði skort efnislega heimild til að taka þá ákvörðun sem fólst í samkomulaginu. Þess vegna hafi Sigríði Björk Guðjónsdóttur, eftirmanni Haraldar, ekki verið heimilt að vinda ofan af samkomulagi um launahækkanirnar. Því hafi Hæstiréttur fallist á varakröfur mannanna um að óskipt skylda ríkisins og Ríkislögreglustjóra til að efna samkomulagið. Ólögleg hækkun lífeyrisréttinda yfirlögregluþjóna Dómsmál Kjaramál Lögreglan Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Hæstiréttur samþykkir að taka fyrir launaákvörðun ríkislögreglustjóra Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál embættis ríkislögreglustjóra og íslenska ríkisins gegn fjórum lögreglumönnum. Málið varðar samkomulag sem þáverandi ríkislögreglustjóri gerði við lögreglumennina árið 2019 en nýr ríkislögreglustjóri hefur freistað þess að fá hnekkt. 8. maí 2023 10:32 Umdeildir launasamningar Haraldar standa Embætti ríkislögreglustjóra þarf að greiða fjórum lögregluþjónum laun í takti við samkomulag sem þáverandi ríkislögreglustjóri, Haraldur Johannessen, gerði við þá um endurskoðun launakjara árið 2019. 17. febrúar 2023 14:09 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Hæstiréttur kvað upp dóm í málinu í dag og staðfesti niðurstöðu bæði héraðsdóms og Landsréttar. Mikið var fjallað um málið í febrúar 2020 þegar fram kom í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn þingmanns að föst mánaðarlaun tveggja yfirlögregluþjóna og sjö aðstoðaryfirlögregluþjóna hefði hækkað um 48 prósent að meðaltali með samningnum sem Haraldur gerði við umrædda starfsmenn embættisins. Þá fól samkomulagið í sér aukin lífeyrisréttindi, en með samningnum urðu laun umræddra starfsmanna hærri en laun flestra lögreglustjóra í landinu. Færðir upp um sjö launaflokka Hæstaréttardómar í málum þeirra Árna Elíasar Albertssonar, Ásgeirs Karlssonar, Óskars Bjartmarz og Guðmundar Ómars Þráinssonar voru kveðnir upp í dag. Þeir eru allir samhljóða enda fjalla þeir um sams konar samninga sem gerðir voru af Haraldi við mennina fjóra. Í dómunum segir að samkomulagið hafi lotið að samsetningu launa lögregluþjónanna en með því hafi þeir verið færðir upp um sjö launaflokka og fimm þrep og föstum mánaðarlegum yfirvinnustundum fækkað úr fimmtíu í þrjár. Þetta hafi falið í sér um það bil fimmtíu prósent hækkun grunnlauna þeirra sem leiddi til samsvarandi hækkunar á lífeyrisréttindum þeirra í B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Með gerð samninganna stuðlaði Haraldur að því að skuldbindingar Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins hækkuðu um 309 milljónir króna með fjórum pennastrikum. Mest þrjú ár til starfsloka Sem áður segir voru dómar í málinum nánast alveg eins. Í þeim er tekið fram að mislangur, eða misstuttur, tími hafi verið til starfsloka yfirlögreluþjónanna fjögurra. Tíminn hafi verið lengstur hjá Guðmundi Ómari, heil þrjú ár, en stystur hjá Óskari Bjartmarz, aðeins eitt og hálft ár. Mátti breyta yfirvinnutíma en ekki launum Í dómum Hæstaréttar segir að rétturinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að Haraldur hefði sem forstöðumaður ríkisstofnunar haft formlega heimild til að meta þörf og taka ákvörðun um fjölda fastra yfirvinnustunda sem aðstoðar- og yfirlögregluþjónar fengju greitt fyrir mánaðarlega, innan þeirra fjárheimilda sem embættið hafði. Hins vegar hafi rétturinn talið að með samkomulaginu hefði Haraldur farið út fyrir þær efnislegu heimildir sem hann hafði samkvæmt lögum og kjara- og stofnanasamningi til að breyta samsetningu launa mannanna og að ákvörðunin hefði af þeim ástæðum verið ólögmæt. Ekki grandsamir um heimildarskort og halda laununum Rétturinn hafi aftur á móti talið að í samkomulaginu hefði falist bindandi loforð og að þar sem það hefði snúið að yfirlögregluþjónunum sem launþegum yrði að líta til reglna á sviði vinnuréttar við mat á skuldbindingargildi þess. Ekki hafi verið talið sannað að mennirnir hefðu verið grandsamir um að Harald hefði skort efnislega heimild til að taka þá ákvörðun sem fólst í samkomulaginu. Þess vegna hafi Sigríði Björk Guðjónsdóttur, eftirmanni Haraldar, ekki verið heimilt að vinda ofan af samkomulagi um launahækkanirnar. Því hafi Hæstiréttur fallist á varakröfur mannanna um að óskipt skylda ríkisins og Ríkislögreglustjóra til að efna samkomulagið.
Ólögleg hækkun lífeyrisréttinda yfirlögregluþjóna Dómsmál Kjaramál Lögreglan Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Hæstiréttur samþykkir að taka fyrir launaákvörðun ríkislögreglustjóra Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál embættis ríkislögreglustjóra og íslenska ríkisins gegn fjórum lögreglumönnum. Málið varðar samkomulag sem þáverandi ríkislögreglustjóri gerði við lögreglumennina árið 2019 en nýr ríkislögreglustjóri hefur freistað þess að fá hnekkt. 8. maí 2023 10:32 Umdeildir launasamningar Haraldar standa Embætti ríkislögreglustjóra þarf að greiða fjórum lögregluþjónum laun í takti við samkomulag sem þáverandi ríkislögreglustjóri, Haraldur Johannessen, gerði við þá um endurskoðun launakjara árið 2019. 17. febrúar 2023 14:09 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Hæstiréttur samþykkir að taka fyrir launaákvörðun ríkislögreglustjóra Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál embættis ríkislögreglustjóra og íslenska ríkisins gegn fjórum lögreglumönnum. Málið varðar samkomulag sem þáverandi ríkislögreglustjóri gerði við lögreglumennina árið 2019 en nýr ríkislögreglustjóri hefur freistað þess að fá hnekkt. 8. maí 2023 10:32
Umdeildir launasamningar Haraldar standa Embætti ríkislögreglustjóra þarf að greiða fjórum lögregluþjónum laun í takti við samkomulag sem þáverandi ríkislögreglustjóri, Haraldur Johannessen, gerði við þá um endurskoðun launakjara árið 2019. 17. febrúar 2023 14:09