Tuttugu milljóna hámark sett á einstaklinga Samúel Karl Ólason skrifar 27. mars 2024 18:23 Íslandsbanki var að fullu í eigu ríkisins þar til hann seldi hluti til almennings og fjárfesta á árunum 2021 og 22. Eftir á ríkið 42,5 prósent í bankanum. Vísir/Vilhelm Hver einstaklingur má að hámarki kaupa í Íslandsbanka fyrir tuttugu milljónir. Samkvæmt nýju frumvarpi um sölu bankans sem lagt hefur verið fyrir Alþingi verður áhersla lögð á að selja til einstaklinga, sem munu njóta forgangs við úthlutun. Í frumvarpinu, sem finna má hér á vef Alþingis, segir að Þórdísi R. Kolbrúnu Gylfadóttur, fjármála og efnahagsráðherra, verði heimilt að selja eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka að fullu eða að hluta til, að fenginni heimild í fjárlögum. Það verði gert með útboði sem opið eigi að vera bæði almennum fjárfestum og fagfjárfestum. Íslandsbanki var að fullu í eigu ríkisins þar til hann seldi hluti til almennings og fjárfesta á árunum 2021 og 22. Eftir á ríkið 42,5 prósent í bankanum. Sjá einnig: Frumvarp um sölu á restinni af Íslandsbanka komið fram Við söluna verður tilboðsbókum svokölluðum skipti í tvo hluta. Tilboðsbók A og bók B og skal A hafa forgang við úthlutun hluta eftir útboðið en sá hluti snýr að sölu til einstaklinga. Tilboðsbók A á að taka við tilboðum á föstu verði sem verður meðalvirði hlutabréfa í Íslandsbanka síðustu fimmtán daga fyrir birtingu útboðslýsingarinnar. Hana á að birta að minnsta kosti tveimur dögum fyrir útboðið. Einstaklingum verður heimilt að gera tilboð frá hundrað þúsund krónum til tuttugu milljóna. Þá segir í frumvarpinu að verði eftirspurn meiri en framboð og skerða þurfi áskriftir eigi að gera það hlutfallslega en ekki eigi að skerða áskriftir niður fyrir tvær milljónir króna. Þegar kemur að tilboðsbók B verða tilboð umfram tuttugu milljónir heimil en söluverðið á að vera lægsta tilboðsverð sem nær heildarmagni útboðsins en þó ekki lægra en fasta verðið í tilboðsbók A. Skerðingar í B-bókinni eiga að vera á grundvelli tilboðsverðs. Það er að segja að lægstu tilboðin verði skert fyrst, nema annað reynist nauðsynlegt og þá á að skerða úthlutun hlutfallslega. Ekki verður tekið við tilboðum háðum fyrirvörum né tilboðum frá aðilum sem hafa verið með tilkynnta skortstöðu í Íslandsbanka síðustu þrjátíu daga fyrir útboðið. Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Fjármálamarkaðir Tengdar fréttir Hefð fyrir sumargjöf í Íslandsbanka Formaður Starfsgreinasambandsins segir að betur hefði farið að Íslandbanki lækkaði vexti eða þjónustugjöld viðskiptavina en að gefa starfsfólki sínu rándýra sumargjöf. Bankinn hefur um árabil gefið öllu starfsfólki sínu gjafabréf í sumargjöf. 27. mars 2024 14:00 Deildar meiningar um hvað sagt var í símtali Óljóst er hvort formaður bankaráðs Landsbankans hafi minnst á að óskuldbindandi kauptilboð hafi verið gert í TM tryggingar í símtali við stjórnarformann Bankasýslunnar í desember eða hvort tilefni símtalsins hafi verið að ræða tilboðið. Bankasýslan hefur ekki staðfest hvort tilboðið hafi verið rætt í símtalinu, sem formaður bankaráðs fullyrðir. 26. mars 2024 07:30 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Í frumvarpinu, sem finna má hér á vef Alþingis, segir að Þórdísi R. Kolbrúnu Gylfadóttur, fjármála og efnahagsráðherra, verði heimilt að selja eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka að fullu eða að hluta til, að fenginni heimild í fjárlögum. Það verði gert með útboði sem opið eigi að vera bæði almennum fjárfestum og fagfjárfestum. Íslandsbanki var að fullu í eigu ríkisins þar til hann seldi hluti til almennings og fjárfesta á árunum 2021 og 22. Eftir á ríkið 42,5 prósent í bankanum. Sjá einnig: Frumvarp um sölu á restinni af Íslandsbanka komið fram Við söluna verður tilboðsbókum svokölluðum skipti í tvo hluta. Tilboðsbók A og bók B og skal A hafa forgang við úthlutun hluta eftir útboðið en sá hluti snýr að sölu til einstaklinga. Tilboðsbók A á að taka við tilboðum á föstu verði sem verður meðalvirði hlutabréfa í Íslandsbanka síðustu fimmtán daga fyrir birtingu útboðslýsingarinnar. Hana á að birta að minnsta kosti tveimur dögum fyrir útboðið. Einstaklingum verður heimilt að gera tilboð frá hundrað þúsund krónum til tuttugu milljóna. Þá segir í frumvarpinu að verði eftirspurn meiri en framboð og skerða þurfi áskriftir eigi að gera það hlutfallslega en ekki eigi að skerða áskriftir niður fyrir tvær milljónir króna. Þegar kemur að tilboðsbók B verða tilboð umfram tuttugu milljónir heimil en söluverðið á að vera lægsta tilboðsverð sem nær heildarmagni útboðsins en þó ekki lægra en fasta verðið í tilboðsbók A. Skerðingar í B-bókinni eiga að vera á grundvelli tilboðsverðs. Það er að segja að lægstu tilboðin verði skert fyrst, nema annað reynist nauðsynlegt og þá á að skerða úthlutun hlutfallslega. Ekki verður tekið við tilboðum háðum fyrirvörum né tilboðum frá aðilum sem hafa verið með tilkynnta skortstöðu í Íslandsbanka síðustu þrjátíu daga fyrir útboðið.
Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Fjármálamarkaðir Tengdar fréttir Hefð fyrir sumargjöf í Íslandsbanka Formaður Starfsgreinasambandsins segir að betur hefði farið að Íslandbanki lækkaði vexti eða þjónustugjöld viðskiptavina en að gefa starfsfólki sínu rándýra sumargjöf. Bankinn hefur um árabil gefið öllu starfsfólki sínu gjafabréf í sumargjöf. 27. mars 2024 14:00 Deildar meiningar um hvað sagt var í símtali Óljóst er hvort formaður bankaráðs Landsbankans hafi minnst á að óskuldbindandi kauptilboð hafi verið gert í TM tryggingar í símtali við stjórnarformann Bankasýslunnar í desember eða hvort tilefni símtalsins hafi verið að ræða tilboðið. Bankasýslan hefur ekki staðfest hvort tilboðið hafi verið rætt í símtalinu, sem formaður bankaráðs fullyrðir. 26. mars 2024 07:30 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Hefð fyrir sumargjöf í Íslandsbanka Formaður Starfsgreinasambandsins segir að betur hefði farið að Íslandbanki lækkaði vexti eða þjónustugjöld viðskiptavina en að gefa starfsfólki sínu rándýra sumargjöf. Bankinn hefur um árabil gefið öllu starfsfólki sínu gjafabréf í sumargjöf. 27. mars 2024 14:00
Deildar meiningar um hvað sagt var í símtali Óljóst er hvort formaður bankaráðs Landsbankans hafi minnst á að óskuldbindandi kauptilboð hafi verið gert í TM tryggingar í símtali við stjórnarformann Bankasýslunnar í desember eða hvort tilefni símtalsins hafi verið að ræða tilboðið. Bankasýslan hefur ekki staðfest hvort tilboðið hafi verið rætt í símtalinu, sem formaður bankaráðs fullyrðir. 26. mars 2024 07:30