„Flottur sigur og heilt yfir fín frammistaða“ Hjörvar Ólafsson skrifar 27. mars 2024 22:51 Halldór Árnason var sáttur við spilamennsku Blikaliðsins. Vísir / Hulda Margrét Halldór Árnason, þjálfari nýkrýndra Lengjubikarmeistara í fótbolta karla, Breiðabliks, var sáttur við spilamennsku lærisveina sinna þegar liðið bar sigurorð af Skagamönnum, 4-1, í úrslitaleik mótsins á Kópavogsvelli í kvöld. „Við byrjuðum báða hálfleiki frekar rólega og vorum ekki nógu góðir á boltann. Það pirraði mig aðeins og ég var nálægt því að láta vel í mér heyra í þeim seinni þegar þetta gerðist aftur. Ég þurfti hins vegar ekki að gera það þar sem spilið varð mun betra þegar líða tók á báða hálfleiki,“ sagði Halldór í samtali við Stöð 2 Sport að leik loknum. „Við náðum góðu flæði á boltann og heilt spiluðum við bara vel og skoruðum fjögur fín mörk. Við erum bara á góðum stað nú þegar það er rúm vika í að Íslandsmótið byrji og ég er bara sáttur við stöðuna á liðinu. Það er alltaf gaman að vinna og góður bónus að lyfta bikar einnig,“ sagði Halldór einnig. Kristófer Ingi Kristinsson kom Blikum á bragðið í leiknum en hann fór af velli í hálfleik. Halldór sagði það hafa verið vegna meiðsla: „Kristófer Ingi fékk högg skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks og þess vegna tókum við hann útaf. Ég held og vona að þetta sé ekkert alvarlegt en við vildum ekki taka neina sjénsa,“ sagði þjálfarinn um framherjann sinn. „Nú förum við bara í það að búa okkur fyrir fyrsta leik Íslandsmótsins og freista þess að fá meidda leikmenn aftur inn á völlinn. Við erum bara spenntir fyrir því að alvaran fari að byrja,“ sagði hann um framhaldið en Oliver Sigurjónsson og Patrik Johannensen voru á meiðslalistanum í kvöld. Oliver að glíma við meiðsli og Patrik að koma til baka eftir krossbandaslit. Þá eru Arnór Gauti Jónsson og Eyþór Aron Wöhler í verkefni með U-21 árs landsliðinu. Íslenski boltinn Lengjubikar karla Breiðablik Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Sjá meira
„Við byrjuðum báða hálfleiki frekar rólega og vorum ekki nógu góðir á boltann. Það pirraði mig aðeins og ég var nálægt því að láta vel í mér heyra í þeim seinni þegar þetta gerðist aftur. Ég þurfti hins vegar ekki að gera það þar sem spilið varð mun betra þegar líða tók á báða hálfleiki,“ sagði Halldór í samtali við Stöð 2 Sport að leik loknum. „Við náðum góðu flæði á boltann og heilt spiluðum við bara vel og skoruðum fjögur fín mörk. Við erum bara á góðum stað nú þegar það er rúm vika í að Íslandsmótið byrji og ég er bara sáttur við stöðuna á liðinu. Það er alltaf gaman að vinna og góður bónus að lyfta bikar einnig,“ sagði Halldór einnig. Kristófer Ingi Kristinsson kom Blikum á bragðið í leiknum en hann fór af velli í hálfleik. Halldór sagði það hafa verið vegna meiðsla: „Kristófer Ingi fékk högg skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks og þess vegna tókum við hann útaf. Ég held og vona að þetta sé ekkert alvarlegt en við vildum ekki taka neina sjénsa,“ sagði þjálfarinn um framherjann sinn. „Nú förum við bara í það að búa okkur fyrir fyrsta leik Íslandsmótsins og freista þess að fá meidda leikmenn aftur inn á völlinn. Við erum bara spenntir fyrir því að alvaran fari að byrja,“ sagði hann um framhaldið en Oliver Sigurjónsson og Patrik Johannensen voru á meiðslalistanum í kvöld. Oliver að glíma við meiðsli og Patrik að koma til baka eftir krossbandaslit. Þá eru Arnór Gauti Jónsson og Eyþór Aron Wöhler í verkefni með U-21 árs landsliðinu.
Íslenski boltinn Lengjubikar karla Breiðablik Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Sjá meira