Leiðin til betri lífskjara og velferðar Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 29. mars 2024 20:38 Þegar að formaður Samfylkingarnar og aðrir lukkuriddar, birtast með lausn á öllum heimsins/ríkisins vandamálum, er fjármögnun þeirra aðgerða einatt sú, að sækja peningana þar sem þeir eru. Í því sambandi er helst talað um að hækka, bankaskatt, fjármagnstekjuskatt og veiðigjald. Það er nokkuð augljóst, ef vægi allra þessara skatta er vegið í heildarsamhengi skatttekna ríkissjóðs, að til þess að kreista fram marktækar upphæðir með hækkun þeirra, þyrfti að hækka þá alla verulega. Enda þessir skattar innan við 10% af heildarskatttekjum ríkissjóðs. Eflaust myndi “næg”hækkun í einhverjum tilfellum þýða, hreina og klára eignaupptöku. Ef við byrjum á bankaskattinum, þá þyrfti hann að hækka um að minnsta kosti 100 - 200%, svo hækkunin gerði eitthvað gagn. En sennilega er það ekki besta leiðin til þess að ná markmiðum um að lækka vexti og verðbólgu. Hvað fjármagnstekjuskattinn varðar, þá þyrfti því að hækka hann um tugi prósenta, eða að minnsta kosti 30-50% til þess að fá tekjuaukningu sem einhverju máli skipti í heildarsamhenginu. Yfir helmingur þeirra sem greiða fjármagnstekjuskatt eru 60 ára og eldri. Hækkunina mætti því að miklu leyti kalla aukinn eldriborgaraskatt. Auk þess sem að hækkunin myndi auðvitað draga úr umsvifum í þjóðfélaginu vegna þess að það eru jú svokallaðir fjármagnseigendur sem fjárfesta í atvinnulífinu og aukinni verðmætasköpun. Hugmyndir um að skattleggja bara sérstaklega, ákveðna hópa fjármagnseigenda, myndi svo í besta falli stappa nærri eignaupptöku. Ætti sú hugmynd að skila marktækum árangri. Veiðigjaldið reiknast nú sem 33% af afkomu veiðanna. Mig minnir að það sé áætlað að veiðigjaldið verði um 10 milljarðar í ár. Allt undir 100% hækkun gjaldsins er því gagnslaust með öllu. Talað hefur verið um hækka bara veiðigjaldið stærstu sjávarútvegsfyrirtækjunum sem mestum hagnaði skila. Verði sú leið farin, er auðvitað verið að skattleggja aukalega, árangur þessara fyrirtækja af fjárfestingum sínum í tækjabúnaði, markaðsstarfi og nýsköpun. Hvaða hvata hefðu þá þessi fyrirtæki til þess að leita leiða til að auka verðmætasköpun sína? Samanteknar hækkanir af þessum dæmum hér að ofan, gætu eflaust skilað einhverjum tugmilljörðum á ársgrundvelli. Allar þessar hækkanir hafa það sammerkt að þær muni á einn eða annan hátt, draga úr umsvifum og leiða þá um leið til lækkunnar á öðrum skattstofnum ríkissjóðs, eins og tekjuskatti lögaðila og tekjuskatti launatekna. Auk þess yrði viðbúið að skattstofn fjármagnstekna myndi dragast verulega saman. Það er því auðvitað spurning, hversu mikið af þessari áætluðu tekjuöflun, myndu í raun skila sér í ríkiskassann. Skilin gætu jafnvel orðið neikvæð, ef umsvifin minnka þess meira. Það þarf enginn að segja mér annað, en að hagfræðimenntaður formaður Samfylkingarnar, viti þetta allt saman. Og eflaust líka allir hinir lukkuriddaranir. En hvað skildi þá valda því að þessir aðilar tali með þessum hætti? Ekki er ólíklegt að svarið sé einfaldlega það, að auðvelt er að skapa andúð hjá almenningi gagnvart bönkunum, fjármagseigendum og sjávarútvegsfyrirtækjum. Að auðveldasta leiðin til að vinna hugmyndum sínum fylgi, sé að beita einu helsta trixi lýðhyggjunnar þ.e. að benda almenningi á og fá hann til að trúa því, hver eða hverjir séu helstu óvinir almennings og dragbítar á öll eðlileg lífsgæði almennings. Leið lýðhyggjunnar til betri lífskjara og velferðar, er því dæmd til að mistakast og verða þau mistök okkur öllum dýr. Leiðin til betri lífskjara og velferðar, er auðvitað vörðuð því, að með hóflegri skattheimtu og fleiri aðgerðum stjórnvalda og að skapaðar verði hér aðstæður til frekari umsvifa, frekari atvinnuuppbyggingar og frekari verðmætasköpunar. Nær undantekningalaust leiðir sú leið ekki af sér hærri útgjöld ríkissjóðs. Heldur þvert á móti eykur hún tekjur ríkissjóðs og gerir hann um leið tilbúnari til þess að takast á við þær áskoranir allar sem bíða handan við hornið. Lífskjör okkar og velferð má aldrei taka að láni hjá kynslóðum framtíðar, líkt og leið lýðhyggjunnar leiðir til. Lífskjör okkar og velferð verðum við að skapa okkur sjálf, með elju og dugnaði í umhverfi hófsamra skatta og hófsamra opinberra umsvifa. Tækifærið er núna. Framtíðin hefst í dag. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Skattar og tollar Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar að formaður Samfylkingarnar og aðrir lukkuriddar, birtast með lausn á öllum heimsins/ríkisins vandamálum, er fjármögnun þeirra aðgerða einatt sú, að sækja peningana þar sem þeir eru. Í því sambandi er helst talað um að hækka, bankaskatt, fjármagnstekjuskatt og veiðigjald. Það er nokkuð augljóst, ef vægi allra þessara skatta er vegið í heildarsamhengi skatttekna ríkissjóðs, að til þess að kreista fram marktækar upphæðir með hækkun þeirra, þyrfti að hækka þá alla verulega. Enda þessir skattar innan við 10% af heildarskatttekjum ríkissjóðs. Eflaust myndi “næg”hækkun í einhverjum tilfellum þýða, hreina og klára eignaupptöku. Ef við byrjum á bankaskattinum, þá þyrfti hann að hækka um að minnsta kosti 100 - 200%, svo hækkunin gerði eitthvað gagn. En sennilega er það ekki besta leiðin til þess að ná markmiðum um að lækka vexti og verðbólgu. Hvað fjármagnstekjuskattinn varðar, þá þyrfti því að hækka hann um tugi prósenta, eða að minnsta kosti 30-50% til þess að fá tekjuaukningu sem einhverju máli skipti í heildarsamhenginu. Yfir helmingur þeirra sem greiða fjármagnstekjuskatt eru 60 ára og eldri. Hækkunina mætti því að miklu leyti kalla aukinn eldriborgaraskatt. Auk þess sem að hækkunin myndi auðvitað draga úr umsvifum í þjóðfélaginu vegna þess að það eru jú svokallaðir fjármagnseigendur sem fjárfesta í atvinnulífinu og aukinni verðmætasköpun. Hugmyndir um að skattleggja bara sérstaklega, ákveðna hópa fjármagnseigenda, myndi svo í besta falli stappa nærri eignaupptöku. Ætti sú hugmynd að skila marktækum árangri. Veiðigjaldið reiknast nú sem 33% af afkomu veiðanna. Mig minnir að það sé áætlað að veiðigjaldið verði um 10 milljarðar í ár. Allt undir 100% hækkun gjaldsins er því gagnslaust með öllu. Talað hefur verið um hækka bara veiðigjaldið stærstu sjávarútvegsfyrirtækjunum sem mestum hagnaði skila. Verði sú leið farin, er auðvitað verið að skattleggja aukalega, árangur þessara fyrirtækja af fjárfestingum sínum í tækjabúnaði, markaðsstarfi og nýsköpun. Hvaða hvata hefðu þá þessi fyrirtæki til þess að leita leiða til að auka verðmætasköpun sína? Samanteknar hækkanir af þessum dæmum hér að ofan, gætu eflaust skilað einhverjum tugmilljörðum á ársgrundvelli. Allar þessar hækkanir hafa það sammerkt að þær muni á einn eða annan hátt, draga úr umsvifum og leiða þá um leið til lækkunnar á öðrum skattstofnum ríkissjóðs, eins og tekjuskatti lögaðila og tekjuskatti launatekna. Auk þess yrði viðbúið að skattstofn fjármagnstekna myndi dragast verulega saman. Það er því auðvitað spurning, hversu mikið af þessari áætluðu tekjuöflun, myndu í raun skila sér í ríkiskassann. Skilin gætu jafnvel orðið neikvæð, ef umsvifin minnka þess meira. Það þarf enginn að segja mér annað, en að hagfræðimenntaður formaður Samfylkingarnar, viti þetta allt saman. Og eflaust líka allir hinir lukkuriddaranir. En hvað skildi þá valda því að þessir aðilar tali með þessum hætti? Ekki er ólíklegt að svarið sé einfaldlega það, að auðvelt er að skapa andúð hjá almenningi gagnvart bönkunum, fjármagseigendum og sjávarútvegsfyrirtækjum. Að auðveldasta leiðin til að vinna hugmyndum sínum fylgi, sé að beita einu helsta trixi lýðhyggjunnar þ.e. að benda almenningi á og fá hann til að trúa því, hver eða hverjir séu helstu óvinir almennings og dragbítar á öll eðlileg lífsgæði almennings. Leið lýðhyggjunnar til betri lífskjara og velferðar, er því dæmd til að mistakast og verða þau mistök okkur öllum dýr. Leiðin til betri lífskjara og velferðar, er auðvitað vörðuð því, að með hóflegri skattheimtu og fleiri aðgerðum stjórnvalda og að skapaðar verði hér aðstæður til frekari umsvifa, frekari atvinnuuppbyggingar og frekari verðmætasköpunar. Nær undantekningalaust leiðir sú leið ekki af sér hærri útgjöld ríkissjóðs. Heldur þvert á móti eykur hún tekjur ríkissjóðs og gerir hann um leið tilbúnari til þess að takast á við þær áskoranir allar sem bíða handan við hornið. Lífskjör okkar og velferð má aldrei taka að láni hjá kynslóðum framtíðar, líkt og leið lýðhyggjunnar leiðir til. Lífskjör okkar og velferð verðum við að skapa okkur sjálf, með elju og dugnaði í umhverfi hófsamra skatta og hófsamra opinberra umsvifa. Tækifærið er núna. Framtíðin hefst í dag. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar