Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Samúel Karl Ólason skrifar 2. apríl 2024 13:01 Tveir háttsettir herforingjar í Byltingarverði Írans voru felldir í loftárásinni í gær. AP/Omar Sanadiki Klerkastjórnin í Íran og vígahópar á snærum þeirra hafa hótað hefndum eftir loftárás á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi í gær. Ísraelar hafa verið bendlaðir við árásina en í henni féllu háttsettur íranskur herforingi og sex aðrir hermenn. Herforinginn sem féll hét Mohammad Reza Zahedi og er hann sagður hafa haldið utan um stuðning Írans við vígahópa í Sýrlandi og Líbanon. Með honum féllu aðrir háttsettir hermenn úr byltingarvörðum Íran sem komu að því að þjálfa vígamenn og starfsfólk úr sendiráði Írans, samkvæmt frétt Wall Street Journal. AP fréttaveitan segir næstráðandi Zahedi einnig hafa fallið í árásinni. Hann hét Mohammad Hadi Hjariahimi og var einnig herforingi. Byltingarverðir Íran, sem er stærsta og valdamesta deild hers landsins, heyra eingöngu undir Ayatollah Ali Khamenei, æðstaklerk Íran, sem stjórnar landinu. Hersveitir þessar flytja þar að auki vopn til vígahópa sem yfirvöld í Íran styðja víðsvegar um Mið-Austurlönd, eins og Hesbollah í Líbanon og Sýrlandi, Húta í Jemen og aðra hópa í Írak. Í yfirlýsingu frá Hesbollah segir að Zahedi hafi spilað stóra rullu í störfum vígahópsins í Líbanon. Árásinni verði svarað. Ísraelar og Íranar hafa eldað grátt silfur saman um árabil. Nokkuð hefur þó hitnað í kolunum á undanförnum mánuðum, samhliða stríðinu á Gasaströndinni. Sjá einnig: Helsti kjarnorkuvísindamaður Írans ráðinn af dögum Ísraelar hafa ítrekað gert árásir á vígahópa tengda Íran og vopnasendingar Írana í Sýrlandi á undanförnum árum en viðurkenna það sjaldan sem aldrei. Þetta er í fyrsta sinn í mörg ár sem loftárás er gerð á svæði sem tilheyrir formlega Íran. Klerkastjórnin hefur stutt ýmissa hópa á Gasaströndinni og í Líbanon, eins og Hamas og Hesbollah sem barist hafa við Ísraela. Íranar hafa einnig stutt aðra hópa í Sýrlandi, Írak og í Jemen sem hafa á undanförnum mánuðum gert ítrekaðar árásir á bandaríska hermenn í Mið-Austurlöndum og flutningaskip á Rauðahafi. Margir þeirra vígahópa sem Íranar styðja í Mið-Austurlöndum hafa myndað nokkurs konar regnhlífarsamtök sem kallast Íslamska andspyrnuhreyfingin. Fyrr í gær höfðu vígamenn á vegum Íran gert drónaárás í suðurhluta landsins og þá hafa háttsettir meðlimir Hamas og samtakanna Heilagt stríð (PIJ) heimsótt Íran á undanförnum dögum. Árásum yfir landamæri Ísrael og Líbanon hefur einnig fjölgað á undanförnum dögum. Ný staða Í samtali við Wall Street Journal segist einn sérfræðingur í málefnum Mið-Austurlanda að árásin í gær marki mögulega þáttaskil. Að Ísraelar séu að segja að ástandið hafi breyst. „Ísraelar eru að segja, við erum í nýrri stöðu og við munum ná höggi á ykkur þar sem við getum,“ sagði Randa Slim, frá Mið-Austurlandastofnuninni í Washington DC. Ráðamenn í Ísrael hafa ekki gengist við því að hafa gert árásina sem um ræði. Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, gaf það þó í skyn í morgun og sagði að Ísraelar gerðu það sem þeir gætu til að koma í veg fyrir uppbyggingu hjá óvinum þeirra. Hann sagði Ísraela í stríði á nokkrum vígstöðvum og sagði að öllum ætti að vera ljóst að aðgerðir gegn Ísrael yrðu dýrkeyptar. Hinting at the strike on Damascus yesterday in which seven IRGC officials including the top commander in Syria were killed, Defense Minister Yoav Gallant says Israel's goal is to "act everywhere every day to prevent the force build-up of our enemies.""We are in a multi-front pic.twitter.com/cMHMFCuK2W— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) April 2, 2024 Talsmaður utanríkisráðuneytis Íran hefur lýst því yfir að brugðist verði við árásinni. „Íran áskilur sér réttar til að grípa til gagnkvæmra aðgerða og mun ákveða hvernig þær aðgerðir verða og hvernig árásarmönnunum verður refsað,“ sagði Nasser Kanaani. Þar að auki hafa ráðamenn í Íran sagt að Bandaríkin beri ábyrgð á árásinni, hvort sem þeir hafi komið að henni eða ekki. Sérfræðingar segja Írana líklega ekki vilja bein átök við Ísrael eða Bandaríkin og ráðamenn hafi reynt að forðast það frá því stríðið á Gasa hófst. Eftir að bandarískir hermenn féllu í drónaárás í Jórdaníu í janúar eru ráðamenn í Íran sagðir hafa beðið forsvarsmenn vígahópa sem þeir styðja um að draga úr árásum á bandaríska hermenn. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Íran Bandaríkin Sýrland Líbanon Hernaður Tengdar fréttir Reyndi að selja efni í kjarnorkuvopn til Írans Japanskur glæpaforingi reyndi að selja bandarískum flugumanni geislavirk efni sem hægt er að nota til að smíða kjarnorkusprengju. Glæpaforinginn vildi einnig kaupa vopn handa uppreisnarmönnum í Mjanmar og selja fíkniefni í New York. 22. febrúar 2024 16:40 Felldu einn af leiðtogum Kataib Hezbollah í drónaárás Einn af æðstu leiðtogum vígahópsins Kataib Hezbollah var felldur í drónaárás Bandaríkjamanna í Bagdad í Írak í gær. Hann er sagður hafa komið með beinum hætti að skipulagningu og framkvæmd árása á bandaríska hermenn í Írak, Sýrlandi og Jórdaníu. 8. febrúar 2024 09:46 Bandaríkin svara fyrir sig með loftárásum í Írak og Sýrlandi Bandaríski herinn hefur hafið loftárásir á herstöðvar tengdar írönskum vígasamtökum í Írak og Sýrlandi. Loftárásirnar eru svar Bandaríkjamanna við drónaárás sem varð þremur bandarískum hermönnum að bana fyrir viku síðan. 2. febrúar 2024 21:57 Biden segist búinn að ákveða sig Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segist búinn að ákveða sig hvernig brugðist verði við drónaárás í Jórdaníu, þar sem þrír bandarískir hermenn létu lífið og minnst þrjátíu særðust. Forsvarsmenn hópsins sem gerði árásina segjast hættir að gera árásir á Bandaríkjamenn í bili. 30. janúar 2024 22:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Herforinginn sem féll hét Mohammad Reza Zahedi og er hann sagður hafa haldið utan um stuðning Írans við vígahópa í Sýrlandi og Líbanon. Með honum féllu aðrir háttsettir hermenn úr byltingarvörðum Íran sem komu að því að þjálfa vígamenn og starfsfólk úr sendiráði Írans, samkvæmt frétt Wall Street Journal. AP fréttaveitan segir næstráðandi Zahedi einnig hafa fallið í árásinni. Hann hét Mohammad Hadi Hjariahimi og var einnig herforingi. Byltingarverðir Íran, sem er stærsta og valdamesta deild hers landsins, heyra eingöngu undir Ayatollah Ali Khamenei, æðstaklerk Íran, sem stjórnar landinu. Hersveitir þessar flytja þar að auki vopn til vígahópa sem yfirvöld í Íran styðja víðsvegar um Mið-Austurlönd, eins og Hesbollah í Líbanon og Sýrlandi, Húta í Jemen og aðra hópa í Írak. Í yfirlýsingu frá Hesbollah segir að Zahedi hafi spilað stóra rullu í störfum vígahópsins í Líbanon. Árásinni verði svarað. Ísraelar og Íranar hafa eldað grátt silfur saman um árabil. Nokkuð hefur þó hitnað í kolunum á undanförnum mánuðum, samhliða stríðinu á Gasaströndinni. Sjá einnig: Helsti kjarnorkuvísindamaður Írans ráðinn af dögum Ísraelar hafa ítrekað gert árásir á vígahópa tengda Íran og vopnasendingar Írana í Sýrlandi á undanförnum árum en viðurkenna það sjaldan sem aldrei. Þetta er í fyrsta sinn í mörg ár sem loftárás er gerð á svæði sem tilheyrir formlega Íran. Klerkastjórnin hefur stutt ýmissa hópa á Gasaströndinni og í Líbanon, eins og Hamas og Hesbollah sem barist hafa við Ísraela. Íranar hafa einnig stutt aðra hópa í Sýrlandi, Írak og í Jemen sem hafa á undanförnum mánuðum gert ítrekaðar árásir á bandaríska hermenn í Mið-Austurlöndum og flutningaskip á Rauðahafi. Margir þeirra vígahópa sem Íranar styðja í Mið-Austurlöndum hafa myndað nokkurs konar regnhlífarsamtök sem kallast Íslamska andspyrnuhreyfingin. Fyrr í gær höfðu vígamenn á vegum Íran gert drónaárás í suðurhluta landsins og þá hafa háttsettir meðlimir Hamas og samtakanna Heilagt stríð (PIJ) heimsótt Íran á undanförnum dögum. Árásum yfir landamæri Ísrael og Líbanon hefur einnig fjölgað á undanförnum dögum. Ný staða Í samtali við Wall Street Journal segist einn sérfræðingur í málefnum Mið-Austurlanda að árásin í gær marki mögulega þáttaskil. Að Ísraelar séu að segja að ástandið hafi breyst. „Ísraelar eru að segja, við erum í nýrri stöðu og við munum ná höggi á ykkur þar sem við getum,“ sagði Randa Slim, frá Mið-Austurlandastofnuninni í Washington DC. Ráðamenn í Ísrael hafa ekki gengist við því að hafa gert árásina sem um ræði. Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, gaf það þó í skyn í morgun og sagði að Ísraelar gerðu það sem þeir gætu til að koma í veg fyrir uppbyggingu hjá óvinum þeirra. Hann sagði Ísraela í stríði á nokkrum vígstöðvum og sagði að öllum ætti að vera ljóst að aðgerðir gegn Ísrael yrðu dýrkeyptar. Hinting at the strike on Damascus yesterday in which seven IRGC officials including the top commander in Syria were killed, Defense Minister Yoav Gallant says Israel's goal is to "act everywhere every day to prevent the force build-up of our enemies.""We are in a multi-front pic.twitter.com/cMHMFCuK2W— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) April 2, 2024 Talsmaður utanríkisráðuneytis Íran hefur lýst því yfir að brugðist verði við árásinni. „Íran áskilur sér réttar til að grípa til gagnkvæmra aðgerða og mun ákveða hvernig þær aðgerðir verða og hvernig árásarmönnunum verður refsað,“ sagði Nasser Kanaani. Þar að auki hafa ráðamenn í Íran sagt að Bandaríkin beri ábyrgð á árásinni, hvort sem þeir hafi komið að henni eða ekki. Sérfræðingar segja Írana líklega ekki vilja bein átök við Ísrael eða Bandaríkin og ráðamenn hafi reynt að forðast það frá því stríðið á Gasa hófst. Eftir að bandarískir hermenn féllu í drónaárás í Jórdaníu í janúar eru ráðamenn í Íran sagðir hafa beðið forsvarsmenn vígahópa sem þeir styðja um að draga úr árásum á bandaríska hermenn.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Íran Bandaríkin Sýrland Líbanon Hernaður Tengdar fréttir Reyndi að selja efni í kjarnorkuvopn til Írans Japanskur glæpaforingi reyndi að selja bandarískum flugumanni geislavirk efni sem hægt er að nota til að smíða kjarnorkusprengju. Glæpaforinginn vildi einnig kaupa vopn handa uppreisnarmönnum í Mjanmar og selja fíkniefni í New York. 22. febrúar 2024 16:40 Felldu einn af leiðtogum Kataib Hezbollah í drónaárás Einn af æðstu leiðtogum vígahópsins Kataib Hezbollah var felldur í drónaárás Bandaríkjamanna í Bagdad í Írak í gær. Hann er sagður hafa komið með beinum hætti að skipulagningu og framkvæmd árása á bandaríska hermenn í Írak, Sýrlandi og Jórdaníu. 8. febrúar 2024 09:46 Bandaríkin svara fyrir sig með loftárásum í Írak og Sýrlandi Bandaríski herinn hefur hafið loftárásir á herstöðvar tengdar írönskum vígasamtökum í Írak og Sýrlandi. Loftárásirnar eru svar Bandaríkjamanna við drónaárás sem varð þremur bandarískum hermönnum að bana fyrir viku síðan. 2. febrúar 2024 21:57 Biden segist búinn að ákveða sig Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segist búinn að ákveða sig hvernig brugðist verði við drónaárás í Jórdaníu, þar sem þrír bandarískir hermenn létu lífið og minnst þrjátíu særðust. Forsvarsmenn hópsins sem gerði árásina segjast hættir að gera árásir á Bandaríkjamenn í bili. 30. janúar 2024 22:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Reyndi að selja efni í kjarnorkuvopn til Írans Japanskur glæpaforingi reyndi að selja bandarískum flugumanni geislavirk efni sem hægt er að nota til að smíða kjarnorkusprengju. Glæpaforinginn vildi einnig kaupa vopn handa uppreisnarmönnum í Mjanmar og selja fíkniefni í New York. 22. febrúar 2024 16:40
Felldu einn af leiðtogum Kataib Hezbollah í drónaárás Einn af æðstu leiðtogum vígahópsins Kataib Hezbollah var felldur í drónaárás Bandaríkjamanna í Bagdad í Írak í gær. Hann er sagður hafa komið með beinum hætti að skipulagningu og framkvæmd árása á bandaríska hermenn í Írak, Sýrlandi og Jórdaníu. 8. febrúar 2024 09:46
Bandaríkin svara fyrir sig með loftárásum í Írak og Sýrlandi Bandaríski herinn hefur hafið loftárásir á herstöðvar tengdar írönskum vígasamtökum í Írak og Sýrlandi. Loftárásirnar eru svar Bandaríkjamanna við drónaárás sem varð þremur bandarískum hermönnum að bana fyrir viku síðan. 2. febrúar 2024 21:57
Biden segist búinn að ákveða sig Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segist búinn að ákveða sig hvernig brugðist verði við drónaárás í Jórdaníu, þar sem þrír bandarískir hermenn létu lífið og minnst þrjátíu særðust. Forsvarsmenn hópsins sem gerði árásina segjast hættir að gera árásir á Bandaríkjamenn í bili. 30. janúar 2024 22:31