Hjálparsamtök fresta aðgerðum vegna árásarinnar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. apríl 2024 21:45 Starfsmennirnir sjö sátu í þremur bílum merktum samtökunum þegar árásin var gerð. AP Nokkur hjálparsamtök sem hafa séð íbúum Gasa fyrir neyðaraðstoð hafa frestað aðgerðum sínum á svæðinu eftir að sjö starfsmenn World Central Kitchen létu lífið í árásum Ísraelshers í fyrradag. Starfsmennirnir sjö eru sagðir hafa verið frá Ástralíu, Póllandi, Bretlandi og Palestínu. Einn er sagður hafa verið með tvöfalt ríkisfang, í Bandaríkjunum og Kanada. Teymið var á ferð á svæði þar sem átök áttu að vera yfirstaðin, í þremur bifreiðum merktum samtökunum. Hópurinn var að ferja neyðargögn sem komu sjóleiðina til Gasa í vöruhús þegar árásin var gerð. Í frétt BBC er fjallað nánar um starfsmennina sjö sem létu lífið í árásinni. Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels sagði í ávarpi í dag að árásin hafi verið gerð fyrir mistök. Hann sagði málið til skoðunar hjá yfirvöldum og allt mögulegt yrði gert til að slíkt gerist ekki aftur. World Central Kitchen er meðal hjálparsamtaka sem hafa frestað aðgerðum á Gasa í kjölfar árásarinnar. Samtökin hafa gefið út að tryggja þurfi öryggi starfsfólksins til þess að hægt sé að fara með fleiri hjálpargögn til íbúa Gasa. Samkvæmt gögnum frá Sameinuðu þjóðunum hafa meira en tvö hundruð hjálparstarfsmenn látið lífið á svæðinu frá upphafi stríðs. Chris Skopec aðstoðarframkvæmdastjóri alþjóðlegrar heilsu hjá hjálparsamtökunum Project HOPE, sem rekur sjúkrahús á tveimur stöðum á Gasa og útvegar sjúkravörur, segir hryllilegt að vita af dauðsföllum saklausra borgara. „Ríkisstjórn Ísraels þarf að geta tryggt að hún flokki starfsfólk hjálparsamtaka sem lögmæta aðila á Gasa og að alþjóðalög verði virt. Við verðum að geta unnið þetta lífsnauðsynlega starf á öruggan hátt,“ sagði Skopec í dag. Samtökin Anera hafa séð íbúum Gasa fyrir að meðaltali 150 þúsund máltíðum á dag frá því að stríðið hófst. Steve Fake upplýsingafulltrúi Anera segir samtökin neyðast til þess að taka það fordæmalausa skref að hætta allri mannúðaraðstoð á Gasa um hríð. Hvenær samtökin hefja neyðaraðstoð að nýju segir Fake velta á öryggi starfsfólksins. Hjálparsamtökin The International Medical Corps, sem reka eitt stærsta sjúkrahúsið í Rafah hafa gefið út að verið sé að endurhugsa stefnu samtakanna. Til stóð að samtökin myndu byggja annað sjúkrahús í Deir al-Balah en þau áform séu nú til endurskoðunar. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Hjálparstarf Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Sjá meira
Starfsmennirnir sjö eru sagðir hafa verið frá Ástralíu, Póllandi, Bretlandi og Palestínu. Einn er sagður hafa verið með tvöfalt ríkisfang, í Bandaríkjunum og Kanada. Teymið var á ferð á svæði þar sem átök áttu að vera yfirstaðin, í þremur bifreiðum merktum samtökunum. Hópurinn var að ferja neyðargögn sem komu sjóleiðina til Gasa í vöruhús þegar árásin var gerð. Í frétt BBC er fjallað nánar um starfsmennina sjö sem létu lífið í árásinni. Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels sagði í ávarpi í dag að árásin hafi verið gerð fyrir mistök. Hann sagði málið til skoðunar hjá yfirvöldum og allt mögulegt yrði gert til að slíkt gerist ekki aftur. World Central Kitchen er meðal hjálparsamtaka sem hafa frestað aðgerðum á Gasa í kjölfar árásarinnar. Samtökin hafa gefið út að tryggja þurfi öryggi starfsfólksins til þess að hægt sé að fara með fleiri hjálpargögn til íbúa Gasa. Samkvæmt gögnum frá Sameinuðu þjóðunum hafa meira en tvö hundruð hjálparstarfsmenn látið lífið á svæðinu frá upphafi stríðs. Chris Skopec aðstoðarframkvæmdastjóri alþjóðlegrar heilsu hjá hjálparsamtökunum Project HOPE, sem rekur sjúkrahús á tveimur stöðum á Gasa og útvegar sjúkravörur, segir hryllilegt að vita af dauðsföllum saklausra borgara. „Ríkisstjórn Ísraels þarf að geta tryggt að hún flokki starfsfólk hjálparsamtaka sem lögmæta aðila á Gasa og að alþjóðalög verði virt. Við verðum að geta unnið þetta lífsnauðsynlega starf á öruggan hátt,“ sagði Skopec í dag. Samtökin Anera hafa séð íbúum Gasa fyrir að meðaltali 150 þúsund máltíðum á dag frá því að stríðið hófst. Steve Fake upplýsingafulltrúi Anera segir samtökin neyðast til þess að taka það fordæmalausa skref að hætta allri mannúðaraðstoð á Gasa um hríð. Hvenær samtökin hefja neyðaraðstoð að nýju segir Fake velta á öryggi starfsfólksins. Hjálparsamtökin The International Medical Corps, sem reka eitt stærsta sjúkrahúsið í Rafah hafa gefið út að verið sé að endurhugsa stefnu samtakanna. Til stóð að samtökin myndu byggja annað sjúkrahús í Deir al-Balah en þau áform séu nú til endurskoðunar.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Hjálparstarf Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Sjá meira