Íslenskur morðingi neitar að hafa brotið á barni Jón Þór Stefánsson skrifar 4. apríl 2024 08:01 Daníel Gunnarsson hlaut þungan fangelsisdóm á síðasta ári fyrir morð og limlestingu á líki í Bandaríkjunum. Skrifstofa saksóknaraembættisins í Kern sýslu. Íslendingurinn Daníel Gunnarsson, sem var á síðasta ári sakfelldur fyrir morð og limlestingu á líki í Bandaríkjunum, neitar sök í öðru máli þar sem hann er grunaður um kynferðisbrot gegn barni. Frá þessu greina fjölmiðlar vestanhafs. Dómari í málinu ákvað í fyrirtöku málsins í fyrradag að tilefni væri til að ákæra Daníel formlega, þar sem honum þótti sönnunargögn málsins næg. Það þýðir að réttað verði yfir honum og að kviðdómur muni segja til um sekt eða sýknu hans. Daníel Gunnarsson er 23 ára gamall. Faðir hans er íslenskur en móðir hans er af tékkneskum uppruna. Mæðginin fluttu til borgarinnar Ridgecrest í Kaliforníu þegar Daníel var ungur, en brotin sem hann hefur verið sakfelldur fyrir áttu sér stað í Kern-sýslu Kaliforníu-ríkis, líkt og þau brot sem hann er nú grunaður um. Sex hundruð barnaníðsmyndir Samkvæmt vef lögreglunnar í Kern-sýslu í Kaliforníu eru ákæruliðirnir í nýja málinu fjórir talsins. Í fyrsta lagi er hann er grunaður um lostafulla háttsemi gegn barni undir fjórtán ára aldri, en í kærunni er talað um að slíkt hafi átt sér stað fjórum sinnum. Þá er honum gefið að sök að hafa þvingað barn undir tíu ára aldri fjórum sinnum til munnmaka eða samneytis. Einnig er hann kærður fyrir vörslu barnaníðsefnis. Ekkert er gefið upp um sakarefni fjórða ákæruliðarins nema að það brot hafi átt sér stað einu sinni. Í fyrirtöku málsins í fyrradag breytti saksóknari orðalagi ákærunnar sem varðar vörslu barnaníðsefnis. Samkvæmt nýju ákærunni er Daníel gefið að sök að hafa haft sex hundruð ljósmyndir sem sýna barn í kynferðislegum athöfnum. Saksóknari hefur gefið út að meint brot Daníels hafi beinst að ungri stúlku og þau átt sér stað á nokkurra ára tímabili með hléum, frá árinu 2016 til ársins 2021, þegar hann fór í fangelsi vegna áðurnefnds morðmáls. Staðarmiðillinn KGET greinir frá því að brotaþoli málsins hafi gefið skýrslu og vilji meina að Daníel hafi neytt hana til kynferðisathafna í þónokkur skipti á umræddu tímabili. Dæmdur fyrir hrottalegt morð Í september í fyrra var Daníel sakfelldur fyrir að myrða hina 21 árs gömlu Katie Pham í maí 2021. Nokkrum vikum síðar ákvarðaði dómari refsingu Daníels, sem hlaut dóm sem fer frá því að varða 25 ára fangelsisvist upp í lífstíðarfangelsi. Pham og Daníel höfðu átt í skammlífu ástarsambandi, en þau voru einnig bekkjarsystkini. Manndrápið var framið með ísnál. Daníel var sagður hafa snert lík hennar á kynferðislegan hátt en hann var einnig sakfelldur fyrir að limlesta líkið. Mál Daníels Gunnarssonar Íslendingar erlendis Erlend sakamál Bandaríkin Tengdar fréttir Daníel dæmdur í allt að lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Pham Daníel Gunnarsson hefur verið dæmdur í 27 ára til lífstíðarfangelsi fyrir að hafa orðið fyrrverandi bekkjasystur sinni, hinni 21 árs gömlu Katie Pham, að bana á hrottalegan hátt 27. október 2023 06:50 Tvítugur Íslendingur ákærður fyrir hrottalegt morð í Kaliforníu Íslenskur karlmaður um tvítugt er grunaður um að hafa myrt og limlest unga konu í bænum Ridgecrest í Kaliforníu í maímánuði. Hann hefur verið ákærður fyrir morð af fyrstu gráðu og er sagður hafa játað morðið. 21. júlí 2021 10:25 Daníel neitar að hafa myrt bekkjarsystur sína Daníel Gunnarsson, 22 ára gamall Íslendingur, neitaði sök þegar mál hans var þingfest í Kern-sýslu í Kaliforníu í gær. Hann sætir ákæru fyrir að hafa myrt fyrrverandi bekkjarsystur sína og limlest lík hennar. 19. júlí 2022 12:12 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Frá þessu greina fjölmiðlar vestanhafs. Dómari í málinu ákvað í fyrirtöku málsins í fyrradag að tilefni væri til að ákæra Daníel formlega, þar sem honum þótti sönnunargögn málsins næg. Það þýðir að réttað verði yfir honum og að kviðdómur muni segja til um sekt eða sýknu hans. Daníel Gunnarsson er 23 ára gamall. Faðir hans er íslenskur en móðir hans er af tékkneskum uppruna. Mæðginin fluttu til borgarinnar Ridgecrest í Kaliforníu þegar Daníel var ungur, en brotin sem hann hefur verið sakfelldur fyrir áttu sér stað í Kern-sýslu Kaliforníu-ríkis, líkt og þau brot sem hann er nú grunaður um. Sex hundruð barnaníðsmyndir Samkvæmt vef lögreglunnar í Kern-sýslu í Kaliforníu eru ákæruliðirnir í nýja málinu fjórir talsins. Í fyrsta lagi er hann er grunaður um lostafulla háttsemi gegn barni undir fjórtán ára aldri, en í kærunni er talað um að slíkt hafi átt sér stað fjórum sinnum. Þá er honum gefið að sök að hafa þvingað barn undir tíu ára aldri fjórum sinnum til munnmaka eða samneytis. Einnig er hann kærður fyrir vörslu barnaníðsefnis. Ekkert er gefið upp um sakarefni fjórða ákæruliðarins nema að það brot hafi átt sér stað einu sinni. Í fyrirtöku málsins í fyrradag breytti saksóknari orðalagi ákærunnar sem varðar vörslu barnaníðsefnis. Samkvæmt nýju ákærunni er Daníel gefið að sök að hafa haft sex hundruð ljósmyndir sem sýna barn í kynferðislegum athöfnum. Saksóknari hefur gefið út að meint brot Daníels hafi beinst að ungri stúlku og þau átt sér stað á nokkurra ára tímabili með hléum, frá árinu 2016 til ársins 2021, þegar hann fór í fangelsi vegna áðurnefnds morðmáls. Staðarmiðillinn KGET greinir frá því að brotaþoli málsins hafi gefið skýrslu og vilji meina að Daníel hafi neytt hana til kynferðisathafna í þónokkur skipti á umræddu tímabili. Dæmdur fyrir hrottalegt morð Í september í fyrra var Daníel sakfelldur fyrir að myrða hina 21 árs gömlu Katie Pham í maí 2021. Nokkrum vikum síðar ákvarðaði dómari refsingu Daníels, sem hlaut dóm sem fer frá því að varða 25 ára fangelsisvist upp í lífstíðarfangelsi. Pham og Daníel höfðu átt í skammlífu ástarsambandi, en þau voru einnig bekkjarsystkini. Manndrápið var framið með ísnál. Daníel var sagður hafa snert lík hennar á kynferðislegan hátt en hann var einnig sakfelldur fyrir að limlesta líkið.
Mál Daníels Gunnarssonar Íslendingar erlendis Erlend sakamál Bandaríkin Tengdar fréttir Daníel dæmdur í allt að lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Pham Daníel Gunnarsson hefur verið dæmdur í 27 ára til lífstíðarfangelsi fyrir að hafa orðið fyrrverandi bekkjasystur sinni, hinni 21 árs gömlu Katie Pham, að bana á hrottalegan hátt 27. október 2023 06:50 Tvítugur Íslendingur ákærður fyrir hrottalegt morð í Kaliforníu Íslenskur karlmaður um tvítugt er grunaður um að hafa myrt og limlest unga konu í bænum Ridgecrest í Kaliforníu í maímánuði. Hann hefur verið ákærður fyrir morð af fyrstu gráðu og er sagður hafa játað morðið. 21. júlí 2021 10:25 Daníel neitar að hafa myrt bekkjarsystur sína Daníel Gunnarsson, 22 ára gamall Íslendingur, neitaði sök þegar mál hans var þingfest í Kern-sýslu í Kaliforníu í gær. Hann sætir ákæru fyrir að hafa myrt fyrrverandi bekkjarsystur sína og limlest lík hennar. 19. júlí 2022 12:12 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Daníel dæmdur í allt að lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Pham Daníel Gunnarsson hefur verið dæmdur í 27 ára til lífstíðarfangelsi fyrir að hafa orðið fyrrverandi bekkjasystur sinni, hinni 21 árs gömlu Katie Pham, að bana á hrottalegan hátt 27. október 2023 06:50
Tvítugur Íslendingur ákærður fyrir hrottalegt morð í Kaliforníu Íslenskur karlmaður um tvítugt er grunaður um að hafa myrt og limlest unga konu í bænum Ridgecrest í Kaliforníu í maímánuði. Hann hefur verið ákærður fyrir morð af fyrstu gráðu og er sagður hafa játað morðið. 21. júlí 2021 10:25
Daníel neitar að hafa myrt bekkjarsystur sína Daníel Gunnarsson, 22 ára gamall Íslendingur, neitaði sök þegar mál hans var þingfest í Kern-sýslu í Kaliforníu í gær. Hann sætir ákæru fyrir að hafa myrt fyrrverandi bekkjarsystur sína og limlest lík hennar. 19. júlí 2022 12:12