Skítakuldi en spennt fyrir því að spila á Kópavogsvelli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. apríl 2024 07:00 Alexandra í einum af 41 A-landsleik sínum. Vísir/Vilhelm Ísland mætir Póllandi á föstudaginn kemur í fyrsta leik liðsins í undankeppni fyrir EM 2025 sem fram fer í Sviss. Miðjumaðurinn Alexandra Jóhannsdóttir er nokkuð brött og finnst allt í góðu að leikurinn fari fram á Kópavogsvelli enda var hún lengi vel í röðum Breiðabliks. Hin 24 ára gamla Alexandra spilar í dag með Fiorentina í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni. „Aðeins kaldara kannski,“ sagði Alexandra og hló aðspurð hvort það væri ekki örlítill munur á veðrinu í Reykjavík og Flórens á þessum árstíma. „Þetta er bara voðalega fínt veður þó það sé skítakuldi. Það er allavega ekki mikill vindur,“ bætti miðjumaðurinn við. Fiorentina er sem stendur í 3. sæti deildarinnar og er komið í bikarúrslit. Liðið hefur hins vegar tapað þremur leikjum í röð. „Síðustu þrír leikir bara búnir að vera lélegir, 4-0 gefur ekki rétt mynd af leiknum síðasta laugardag. Búnar að vera erfiðar vikur hjá okkur og fínt að komast í þetta verkefni og fá svo fríhelgi eftir það.“ „Gleyma þessum þremur leikjum, allt annað hugarfar hér þar sem það er allt annað verkefni og allt annar hópur. Fínt að kúpla sig aðeins út.“ Leikurinn á morgun fer fram á Kópavogsvelli og hefur liðið því æft þar síðan það kom saman. Líkar Alexöndru það vel. „Mér finnst bara fínt að spila hér. Ég var mjög ánægð þegar þau sögðu að leikurinn yrði á Kópavogsvelli,“ sagði Alexandra skælbrosandi. Klippa: Alexandra ánægð með að spilað verði á Kópavogsvelli Um leikinn gegn Póllandi „Ótrúlega vel, flottur riðill sem við fengum og allir geta unnið alla. Við eigum líka bara bullandi að vera í efstu tveimur sætunum í þessum riðli sem er klárt markmið hjá okkur.“ „Þetta er lið með flotta leikmenn, margar að spila í þýsku úrvalsdeildinni. Spiluðum við þær fyrir EM 2022 og unnum 3-0 en það segir ekkert. Þær eru í A-riðli, öll lið þar eru ótrúlega góð og þetta verður ótrúlega erfiður leikur.“ Ísland mætir Póllandi klukkan 16.45 á morgun, föstudag. Fótbolti EM í Sviss 2025 Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Hin 24 ára gamla Alexandra spilar í dag með Fiorentina í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni. „Aðeins kaldara kannski,“ sagði Alexandra og hló aðspurð hvort það væri ekki örlítill munur á veðrinu í Reykjavík og Flórens á þessum árstíma. „Þetta er bara voðalega fínt veður þó það sé skítakuldi. Það er allavega ekki mikill vindur,“ bætti miðjumaðurinn við. Fiorentina er sem stendur í 3. sæti deildarinnar og er komið í bikarúrslit. Liðið hefur hins vegar tapað þremur leikjum í röð. „Síðustu þrír leikir bara búnir að vera lélegir, 4-0 gefur ekki rétt mynd af leiknum síðasta laugardag. Búnar að vera erfiðar vikur hjá okkur og fínt að komast í þetta verkefni og fá svo fríhelgi eftir það.“ „Gleyma þessum þremur leikjum, allt annað hugarfar hér þar sem það er allt annað verkefni og allt annar hópur. Fínt að kúpla sig aðeins út.“ Leikurinn á morgun fer fram á Kópavogsvelli og hefur liðið því æft þar síðan það kom saman. Líkar Alexöndru það vel. „Mér finnst bara fínt að spila hér. Ég var mjög ánægð þegar þau sögðu að leikurinn yrði á Kópavogsvelli,“ sagði Alexandra skælbrosandi. Klippa: Alexandra ánægð með að spilað verði á Kópavogsvelli Um leikinn gegn Póllandi „Ótrúlega vel, flottur riðill sem við fengum og allir geta unnið alla. Við eigum líka bara bullandi að vera í efstu tveimur sætunum í þessum riðli sem er klárt markmið hjá okkur.“ „Þetta er lið með flotta leikmenn, margar að spila í þýsku úrvalsdeildinni. Spiluðum við þær fyrir EM 2022 og unnum 3-0 en það segir ekkert. Þær eru í A-riðli, öll lið þar eru ótrúlega góð og þetta verður ótrúlega erfiður leikur.“ Ísland mætir Póllandi klukkan 16.45 á morgun, föstudag.
Fótbolti EM í Sviss 2025 Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira