Maté um fyrrum leikmann: „Hann var eiginlega alveg f***ing óþolandi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. apríl 2024 23:31 Maté Dalmay var gestur Körfuboltakvölds Extra. Vísir/Hulda Margrét Það var líf og fjör í síðasta þætti af Körfuboltakvöld Extra. Þar tók Tómas Steindórsson sig til og valdi lélegustu leikmenn sem hafa spilað undir stjórn Maté Dalmay, þjálfara Hauka í Subway-deild karla. „Nú hef ég fylgst með þjálfaraferli Maté síðan hann þjálfaði mig í Gnúpverjum á sínum tíma, 2015. Eins og tímabilið hjá honum í fyrra, frábært recruitment. Tímabilið í ár, ekki jafn gott recruitment,“ sagði Tómas og hélt áfram. „Ég ákvað að rýna í hans þjálfaraferil og velja topp fimm, byrjunarlið, yfir verstu leikmenn sem Maté hefur fengið til liðs við sig,“ sagði Tómas. „Hann kom á tvær styrktaræfingar og kom aldrei aftur,“ sagði Maté hlæjandi um einn leikmann sem kíkti á æfingar hjá Gnúpverjum á sínum tíma. Þá kemur núverandi þjálfari í Subway-deild karla við sögu: „ … spilaði einn æfingaleik um jólin á móti ÍR. Var gífurlega áhugasamur um að koma en manstu hvað gerðist?“ spurði Tómas. „Hann hringdi í mig og sagði að þetta væri ævintýri sem honum myndi langa að taka þátt í en hann ætlaði að taka þátt í ævintýri Álftnesinga og koma þeim upp úr 2. deild,“ svaraði Maté. Klippa: Maté um fyrrum leikmann: Hann var eiginlega alveg f***ing óþolandi Þá var Maté spurður út í leikmann sem varð að þekktri stærð hér á landi þegar hann spilaði með Þór Þorlákshöfn. Var hann sérstaklega þekktur fyrir fagnaðarlæti sín en hann notaði ítrekað sömu handahreyfinguna þegar vel gekk. „Hann var ágætlega krefjandi utan vallar, held ég sé ekki að særa neinn með því að segja það. Hann var eiginlega alveg f***ing óþolandi, afsakið,“ sagði Maté og hló. „Ég get staðfest að hann var krefjandi fyrir fyrrverandi þáttastjórnanda Körfuboltakvölds. Var mikið að hafa samband við hann á sínum tíma,“ bætti Stefán Árni Pálsson við. Þetta kostulega innslag má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Körfubolti Körfuboltakvöld Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
„Nú hef ég fylgst með þjálfaraferli Maté síðan hann þjálfaði mig í Gnúpverjum á sínum tíma, 2015. Eins og tímabilið hjá honum í fyrra, frábært recruitment. Tímabilið í ár, ekki jafn gott recruitment,“ sagði Tómas og hélt áfram. „Ég ákvað að rýna í hans þjálfaraferil og velja topp fimm, byrjunarlið, yfir verstu leikmenn sem Maté hefur fengið til liðs við sig,“ sagði Tómas. „Hann kom á tvær styrktaræfingar og kom aldrei aftur,“ sagði Maté hlæjandi um einn leikmann sem kíkti á æfingar hjá Gnúpverjum á sínum tíma. Þá kemur núverandi þjálfari í Subway-deild karla við sögu: „ … spilaði einn æfingaleik um jólin á móti ÍR. Var gífurlega áhugasamur um að koma en manstu hvað gerðist?“ spurði Tómas. „Hann hringdi í mig og sagði að þetta væri ævintýri sem honum myndi langa að taka þátt í en hann ætlaði að taka þátt í ævintýri Álftnesinga og koma þeim upp úr 2. deild,“ svaraði Maté. Klippa: Maté um fyrrum leikmann: Hann var eiginlega alveg f***ing óþolandi Þá var Maté spurður út í leikmann sem varð að þekktri stærð hér á landi þegar hann spilaði með Þór Þorlákshöfn. Var hann sérstaklega þekktur fyrir fagnaðarlæti sín en hann notaði ítrekað sömu handahreyfinguna þegar vel gekk. „Hann var ágætlega krefjandi utan vallar, held ég sé ekki að særa neinn með því að segja það. Hann var eiginlega alveg f***ing óþolandi, afsakið,“ sagði Maté og hló. „Ég get staðfest að hann var krefjandi fyrir fyrrverandi þáttastjórnanda Körfuboltakvölds. Var mikið að hafa samband við hann á sínum tíma,“ bætti Stefán Árni Pálsson við. Þetta kostulega innslag má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Körfubolti Körfuboltakvöld Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum