Hlíft við tækifærum Pawel Bartoszek skrifar 4. apríl 2024 15:30 Áður en einhver misskilur og tekur úr samhengi: Ég held ekki að samræmd próf sem meta nemendur á landsvísu innbyrðis séu allra meina bót. Hins vegar eru kostir samræmdra prófa fleiri en gallar og rökin til að falla alfarið frá notkun þeirra eru ekki nægilega sterk. Ég er nægilega gamall til að muna eftir samræmdum prófum sem og rökum nemenda og kennara gegn þeim: Þau steyptu alla skóla í sama mót, þau gerðu það að verkum að allir lærðu fyrst og undir prófið, þau létu fólk setja önnur fög en þau sem var prófað úr samræmt í aftari sæti. Loks gátu þau komið óeðlilega illa niður á fólki sem var stressað þennan eina dag, eða einstaklingum sem voru góðir námsmenn, en lélegir að taka próf. Engu að síður held ég að það hafi verið ákveðinn kostur fyrir nemendur að fá samanburð við aðra nemendur landsins, samanburð sem byggðist á prófi og yfirferð sem þeirra kennarar og þeirra skóli höfðu ekkert að gera með. Það ætti það að vera jafnréttismál og sanngirnismál að fá fram slíkar mælingar. Þær eru, þrátt fyrir allt, besta forvörn gegn frændhygli og klíkuskap sem við höfum. Þar til fyrir stuttu voru nemendur raunar reglulega prófaðir með samræmdum hætti, með samræmdu könnunarprófunum, en þau próf voru ekki nýtt, t.d. við inntöku í framhaldsskóla. Rökin gegn því að gera voru að við fólk vildi ekki að þau yrðu svokölluð “high-risk” próf, eða próf þar sem mikið er undir. Ég ætla að draga í efa þá forsendu að það sé gagnlegt að hlífa fólki sem lengst við öllum “high-risk” aðstæðum. Lífið er fullt af þeim: atvinnuviðtöl, stefnumót, próf í háskóla, mikilvægir fyrirlestrar í vinnunni, erfið samtöl við lykil-viðskiptavini og frumsýningar sem maður tekur þátt í. Allt þetta eru aðstæður þar sem mikið er undir. Fjölmargir krakkar blómstra í íþróttum. Íþróttir ganga meira og minna út á “high-risk” aðstæður. Fótboltaleikur, fimleikamót eða sundkeppni eru allt “high-risk” viðburðir. En markmið með íþróttaþjálfun er ekki að hlífa krökkum við þeim heldur að búa þá undir þá. Það ætti enda að vera markmið hvers kyns þjálfunar. Ég er ekki á þeirri skoðun að samræmd próf ættu að loka einhverjum möguleikum eða vera eini þáttur við inntöku í skóla. En afnám samræmds mats breytir því ekki að sumir framhaldsskólar þurfa samt að velja inn nemendur. Framhaldsskólarnir gera það nú á grundvelli skólaeinkunna, sem gefnar eru af kennurum sem þekkt hafa nemendur sína í mörg ár. Sumir grunnskólar skipuleggja starf sitt þannig að tiltölulega auðvelt fá “A”, til dæmis með því að sækja sér auka-einingar í framhaldsskóla. Aðrir skólar gefa einkunnina “A” nánast aldrei. Við erum því með kerfi þar sem einkunnarkvarðinn hefur verið samræmdur en ekki einkunnargjöfin. Skólaeinkunnin er síðan notuð við skólainntöku eins og um samræmda einkunn væri að ræða, nema að hún er það augljóslega ekki. Þótt sú aðferð að nýta samræmd próf til að mæla færni nemenda við lok skólastigs séu ekki fullkomin er vandséð hvernig það kerfi sem hefur tekið við sé betra, gagnsærra eða sanngjarnara. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Grunnskólar Viðreisn Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Áður en einhver misskilur og tekur úr samhengi: Ég held ekki að samræmd próf sem meta nemendur á landsvísu innbyrðis séu allra meina bót. Hins vegar eru kostir samræmdra prófa fleiri en gallar og rökin til að falla alfarið frá notkun þeirra eru ekki nægilega sterk. Ég er nægilega gamall til að muna eftir samræmdum prófum sem og rökum nemenda og kennara gegn þeim: Þau steyptu alla skóla í sama mót, þau gerðu það að verkum að allir lærðu fyrst og undir prófið, þau létu fólk setja önnur fög en þau sem var prófað úr samræmt í aftari sæti. Loks gátu þau komið óeðlilega illa niður á fólki sem var stressað þennan eina dag, eða einstaklingum sem voru góðir námsmenn, en lélegir að taka próf. Engu að síður held ég að það hafi verið ákveðinn kostur fyrir nemendur að fá samanburð við aðra nemendur landsins, samanburð sem byggðist á prófi og yfirferð sem þeirra kennarar og þeirra skóli höfðu ekkert að gera með. Það ætti það að vera jafnréttismál og sanngirnismál að fá fram slíkar mælingar. Þær eru, þrátt fyrir allt, besta forvörn gegn frændhygli og klíkuskap sem við höfum. Þar til fyrir stuttu voru nemendur raunar reglulega prófaðir með samræmdum hætti, með samræmdu könnunarprófunum, en þau próf voru ekki nýtt, t.d. við inntöku í framhaldsskóla. Rökin gegn því að gera voru að við fólk vildi ekki að þau yrðu svokölluð “high-risk” próf, eða próf þar sem mikið er undir. Ég ætla að draga í efa þá forsendu að það sé gagnlegt að hlífa fólki sem lengst við öllum “high-risk” aðstæðum. Lífið er fullt af þeim: atvinnuviðtöl, stefnumót, próf í háskóla, mikilvægir fyrirlestrar í vinnunni, erfið samtöl við lykil-viðskiptavini og frumsýningar sem maður tekur þátt í. Allt þetta eru aðstæður þar sem mikið er undir. Fjölmargir krakkar blómstra í íþróttum. Íþróttir ganga meira og minna út á “high-risk” aðstæður. Fótboltaleikur, fimleikamót eða sundkeppni eru allt “high-risk” viðburðir. En markmið með íþróttaþjálfun er ekki að hlífa krökkum við þeim heldur að búa þá undir þá. Það ætti enda að vera markmið hvers kyns þjálfunar. Ég er ekki á þeirri skoðun að samræmd próf ættu að loka einhverjum möguleikum eða vera eini þáttur við inntöku í skóla. En afnám samræmds mats breytir því ekki að sumir framhaldsskólar þurfa samt að velja inn nemendur. Framhaldsskólarnir gera það nú á grundvelli skólaeinkunna, sem gefnar eru af kennurum sem þekkt hafa nemendur sína í mörg ár. Sumir grunnskólar skipuleggja starf sitt þannig að tiltölulega auðvelt fá “A”, til dæmis með því að sækja sér auka-einingar í framhaldsskóla. Aðrir skólar gefa einkunnina “A” nánast aldrei. Við erum því með kerfi þar sem einkunnarkvarðinn hefur verið samræmdur en ekki einkunnargjöfin. Skólaeinkunnin er síðan notuð við skólainntöku eins og um samræmda einkunn væri að ræða, nema að hún er það augljóslega ekki. Þótt sú aðferð að nýta samræmd próf til að mæla færni nemenda við lok skólastigs séu ekki fullkomin er vandséð hvernig það kerfi sem hefur tekið við sé betra, gagnsærra eða sanngjarnara. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun