Göngumaðurinn fannst látinn Jón Þór Stefánsson skrifar 4. apríl 2024 20:48 Ekkert hafði spurst til mannsins síðan á páskadag Göngumaður sem björgunarsveitir frá Hvolsvelli og Hellu leituðu á Fimmvörðuhálsi fannst látinn í dag. Frá þessu er greint í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Maðurinn sem var á sextugsaldri var af erlendu bergi brotinn en búsettur á Íslandi. Í tilkynningu lögreglu segir að skömmu fyrir hádegi í dag hafi lögreglunni borist tilkynning þess efnis að maður hefði ekki skilað sér til vinnu eftir páska. Síðast hafði heyrst af honum á páskadag og hafði hann þá ætlað að ganga að Baldvinsskála á Fimmvörðuhálsi. Lögreglan hóf þegar eftirgrennslan og fann bifreið hans á bifreiðastæði við Skóga. Maðurinn var látinn þegar hann fannst um fjögurleytið í dag skammt frá Baldvinsskála. Fram kemur að veður á Fimmvörðuhálsi hefur verið lélegt síðustu daga og aðstæður til göngu á því svæði ekki góðar. „Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins, en ekki er talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti,“ segir í tilkynningunni. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar hefði komið auga á manninn úr lofti, ekki langt frá Baldvinsskála. Þá var björgunarsveitarfólk frá Hvolsvelli og Hellu komið á svæðið og voru aðrar sveitir afboðaðar. Björgunarsveitarfólk fór um á vélsleðum, hjólum og fótgangandi og var leitað á og við gönguleiðina yfir Fimmvörðuháls. Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Rangárþing eystra Lögreglumál Tengdar fréttir Áhöfn þyrlunnar fann týndan mann á Fimmvörðuhálsi Björgunarsveitir voru kallaðar út í dag til að leita að týndum göngumanni á Fimmvörðuhálsi í dag. Sveitir frá Hvolsvelli og Hellu voru kallaðar út, auk annarra af Suðurlandi og stóð til að notast við hunda við leitina. 4. apríl 2024 17:04 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Maðurinn sem var á sextugsaldri var af erlendu bergi brotinn en búsettur á Íslandi. Í tilkynningu lögreglu segir að skömmu fyrir hádegi í dag hafi lögreglunni borist tilkynning þess efnis að maður hefði ekki skilað sér til vinnu eftir páska. Síðast hafði heyrst af honum á páskadag og hafði hann þá ætlað að ganga að Baldvinsskála á Fimmvörðuhálsi. Lögreglan hóf þegar eftirgrennslan og fann bifreið hans á bifreiðastæði við Skóga. Maðurinn var látinn þegar hann fannst um fjögurleytið í dag skammt frá Baldvinsskála. Fram kemur að veður á Fimmvörðuhálsi hefur verið lélegt síðustu daga og aðstæður til göngu á því svæði ekki góðar. „Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins, en ekki er talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti,“ segir í tilkynningunni. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar hefði komið auga á manninn úr lofti, ekki langt frá Baldvinsskála. Þá var björgunarsveitarfólk frá Hvolsvelli og Hellu komið á svæðið og voru aðrar sveitir afboðaðar. Björgunarsveitarfólk fór um á vélsleðum, hjólum og fótgangandi og var leitað á og við gönguleiðina yfir Fimmvörðuháls.
Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Rangárþing eystra Lögreglumál Tengdar fréttir Áhöfn þyrlunnar fann týndan mann á Fimmvörðuhálsi Björgunarsveitir voru kallaðar út í dag til að leita að týndum göngumanni á Fimmvörðuhálsi í dag. Sveitir frá Hvolsvelli og Hellu voru kallaðar út, auk annarra af Suðurlandi og stóð til að notast við hunda við leitina. 4. apríl 2024 17:04 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Áhöfn þyrlunnar fann týndan mann á Fimmvörðuhálsi Björgunarsveitir voru kallaðar út í dag til að leita að týndum göngumanni á Fimmvörðuhálsi í dag. Sveitir frá Hvolsvelli og Hellu voru kallaðar út, auk annarra af Suðurlandi og stóð til að notast við hunda við leitina. 4. apríl 2024 17:04