„Ég átta mig ekki á því hvort þetta séu sanngjörn úrslit" Sverrir Mar Smárason skrifar 6. apríl 2024 22:02 Jökull í leiknum í kvöld. Visir/ Hulda Margrét Stjarnan tapaði fyrsta leik Bestu deildarinnar í ár gegn ríkjandi meisturum í Víkingi í Fossvoginum í kvöld. Jökull Elísarbetarson, þjálfari Stjörnunnar, var svekktur en þó á sama tíma sáttur með margt í leik kvöldsins. „Þetta var bara hörku leikur. Bæði lið áttu sína kafla og þeir nýttu færin sín. Ég átta mig ekki á því hvort þetta séu sanngjörn úrslit, þarf að horfa á þetta betur til þess að fá tilfinninguna fyrir því. Mér fannst þeir sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og meira með boltann þó við höfum fengið betri færi. Við meira með boltann í seinni en þeir nýttu færin sín,” sagði Jökull og hélt áfram. „Mér fannst seinni hálfleikurinn alveg vera eitthvað sem hægt er að taka með og byggja á. Mér fannst koma áræðni og kraftur þegar leið á. Það var erfitt að spila á móti vindinum í fyrri hálfleik og við vorum aðeins að mikla það fyrir okkur. Það er margt sem við getum skoðað, gert betur og margt sem við gerðum vel.” Óli Valur og Guðmundur Baldvin eru báðir ungir stjörnumenn sem nýlega komu aftur heim úr atvinnumennsku. Þeir voru báðir á bekknum í dag. „Óli er búinn að vera meiddur og er að koma til baka. Það er ekki langt síðan þeir komu svo þeir eru bara að komast inn í hlutina. Við vorum með þokkalega stóra hóp í fyrra og það voru oft leikmenn utan hóps sem gætu byrjað og það er eins núna. Við munum breyta liðinu ansi oft og viljum geta það,” sagði Jökull. Næsti leikur Stjörnunnar er gegn KR næstkomandi fötsudag. Þetta er farið af stað. „Þetta er bara skemmtilegt. Gaman að rýna í þennan leik og gera hann upp. Nýta svo vikuna í að undirbúa næsta leik,” sagði Jökull að lokum. Besta deild karla Stjarnan Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Tengdar fréttir Uppgjörið: Víkingur – Stjarnan 2-0 | Titilvörnin hófst á sigri Íslands- og bikarmeistarar Víkings unnu sterkan 2-0 sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í opnunarleik Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Titilvörn Víkinga hófst því á sigri. 6. apríl 2024 21:13 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
„Þetta var bara hörku leikur. Bæði lið áttu sína kafla og þeir nýttu færin sín. Ég átta mig ekki á því hvort þetta séu sanngjörn úrslit, þarf að horfa á þetta betur til þess að fá tilfinninguna fyrir því. Mér fannst þeir sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og meira með boltann þó við höfum fengið betri færi. Við meira með boltann í seinni en þeir nýttu færin sín,” sagði Jökull og hélt áfram. „Mér fannst seinni hálfleikurinn alveg vera eitthvað sem hægt er að taka með og byggja á. Mér fannst koma áræðni og kraftur þegar leið á. Það var erfitt að spila á móti vindinum í fyrri hálfleik og við vorum aðeins að mikla það fyrir okkur. Það er margt sem við getum skoðað, gert betur og margt sem við gerðum vel.” Óli Valur og Guðmundur Baldvin eru báðir ungir stjörnumenn sem nýlega komu aftur heim úr atvinnumennsku. Þeir voru báðir á bekknum í dag. „Óli er búinn að vera meiddur og er að koma til baka. Það er ekki langt síðan þeir komu svo þeir eru bara að komast inn í hlutina. Við vorum með þokkalega stóra hóp í fyrra og það voru oft leikmenn utan hóps sem gætu byrjað og það er eins núna. Við munum breyta liðinu ansi oft og viljum geta það,” sagði Jökull. Næsti leikur Stjörnunnar er gegn KR næstkomandi fötsudag. Þetta er farið af stað. „Þetta er bara skemmtilegt. Gaman að rýna í þennan leik og gera hann upp. Nýta svo vikuna í að undirbúa næsta leik,” sagði Jökull að lokum.
Besta deild karla Stjarnan Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Tengdar fréttir Uppgjörið: Víkingur – Stjarnan 2-0 | Titilvörnin hófst á sigri Íslands- og bikarmeistarar Víkings unnu sterkan 2-0 sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í opnunarleik Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Titilvörn Víkinga hófst því á sigri. 6. apríl 2024 21:13 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur – Stjarnan 2-0 | Titilvörnin hófst á sigri Íslands- og bikarmeistarar Víkings unnu sterkan 2-0 sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í opnunarleik Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Titilvörn Víkinga hófst því á sigri. 6. apríl 2024 21:13