Víkingar tjá sig sem minnst: „Engin frétt í þessu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. apríl 2024 11:25 Nadía skrifaði undir hjá Val eftir skyndilega brottför skömmu fyrir mót. Andrews segir ekki mikið að fjalla um. Vísir/Samsett John Andrews, þjálfari bikarmeistara Víkings í fótbolta segir enga sérstaka frétt vera í brottför fyrirliðans Nadíu Atladóttur frá félaginu skömmu fyrir mót í Bestu deild kvenna. Víkingar hafi ekki viljað standa í vegi fyrir brottför hennar. Það kom sem þruma úr heiðskíru lofti þegar Víkingur tilkynnti um brottför Nadíu á föstudagskvöldið síðasta. Víkingar hafa lítið sagt um málið út á við en Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála, var stuttorður þegar Vísir hafði samband á föstudag. „Leikmaðurinn og þjálfari liðsins (John Andrews) áttu samtal sín á milli og leikmaður taldi betra að hún héldi á önnur mið í kjölfar þess samtals,“ sagði Kári á föstudag. Nadía hefur ekki viljað veita viðtal vegna málsins en hún var kynnt sem nýr leikmaður Íslandsmeistara Vals á sunnudagskvöldið, þegar Valur mætti ÍA í Bestu deild karla. Nadía og Andrews á góðri stundu í fyrra. Víkingur varð þá bikarmeistari þrátt fyrir að leika í B-deild.Vísir/Hulda Margrét Líkt og Kári var þjálfarinn Andrews stuttorður þegar Vísir hafði samband við hann vegna málsins í dag. „Við áttum fund og hún ákvað að hún vildi fara. Af virðingu við hana og hennar framlag til félagsins ákváðum við að setja ekki verðmiða á hana,“ „Það er engin frétt í þessu. Við óskuðum henni alls hins besta og vonum að hún eigi frábært tímabil, nema gegn okkur,“ segir Andrews í samtali við Vísi. Fyrirliðabandið hafi með málið að gera Samkvæmt heimildum Vísis stafar ósættið af þeirri ákvörðun að svipta Nadíu fyrirliðabandinu hjá liðinu en það hefur ekki fengist staðfest. Líkt og segir að ofan hefur enn ekki tekist að fá viðtal við Nadíu vegna málsins. Nadía getur þreytt frumraun sína fyrir Val þegar liðið mætir einmitt fyrrum félagi hennar Víkingi í Meistarakeppni KSÍ eftir slétta viku, þriðjudaginn 16. apríl. Keppni í Bestu deildinni hefst sunnudaginn 21. apríl. Valur mætir þá Þór/KA að Hlíðarenda klukkan 15:00. Víkingur hefur keppni degi síðar er liðið sækir Stjörnuna heim í Garðabæ. Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Valur Tengdar fréttir Prettyboitjokko kynnti Nadíu sem nýjan leikmann Vals Nadía Atladóttir, fyrrverandi fyrirliði Víkings, er gengin í raðir Íslandsmeistara Vals. 7. apríl 2024 19:30 Stór tíðindi úr Víkinni: Nadía ekki lengur leikmaður Víkings Nadía Atladóttir er ekki lengur leikmaður Bestu deildar liðs Víkings Reykjavíkur. Þetta staðfesta bæði Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu sem og Nadía sjálf í samtali við Vísi. 5. apríl 2024 21:02 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira
Það kom sem þruma úr heiðskíru lofti þegar Víkingur tilkynnti um brottför Nadíu á föstudagskvöldið síðasta. Víkingar hafa lítið sagt um málið út á við en Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála, var stuttorður þegar Vísir hafði samband á föstudag. „Leikmaðurinn og þjálfari liðsins (John Andrews) áttu samtal sín á milli og leikmaður taldi betra að hún héldi á önnur mið í kjölfar þess samtals,“ sagði Kári á föstudag. Nadía hefur ekki viljað veita viðtal vegna málsins en hún var kynnt sem nýr leikmaður Íslandsmeistara Vals á sunnudagskvöldið, þegar Valur mætti ÍA í Bestu deild karla. Nadía og Andrews á góðri stundu í fyrra. Víkingur varð þá bikarmeistari þrátt fyrir að leika í B-deild.Vísir/Hulda Margrét Líkt og Kári var þjálfarinn Andrews stuttorður þegar Vísir hafði samband við hann vegna málsins í dag. „Við áttum fund og hún ákvað að hún vildi fara. Af virðingu við hana og hennar framlag til félagsins ákváðum við að setja ekki verðmiða á hana,“ „Það er engin frétt í þessu. Við óskuðum henni alls hins besta og vonum að hún eigi frábært tímabil, nema gegn okkur,“ segir Andrews í samtali við Vísi. Fyrirliðabandið hafi með málið að gera Samkvæmt heimildum Vísis stafar ósættið af þeirri ákvörðun að svipta Nadíu fyrirliðabandinu hjá liðinu en það hefur ekki fengist staðfest. Líkt og segir að ofan hefur enn ekki tekist að fá viðtal við Nadíu vegna málsins. Nadía getur þreytt frumraun sína fyrir Val þegar liðið mætir einmitt fyrrum félagi hennar Víkingi í Meistarakeppni KSÍ eftir slétta viku, þriðjudaginn 16. apríl. Keppni í Bestu deildinni hefst sunnudaginn 21. apríl. Valur mætir þá Þór/KA að Hlíðarenda klukkan 15:00. Víkingur hefur keppni degi síðar er liðið sækir Stjörnuna heim í Garðabæ.
Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Valur Tengdar fréttir Prettyboitjokko kynnti Nadíu sem nýjan leikmann Vals Nadía Atladóttir, fyrrverandi fyrirliði Víkings, er gengin í raðir Íslandsmeistara Vals. 7. apríl 2024 19:30 Stór tíðindi úr Víkinni: Nadía ekki lengur leikmaður Víkings Nadía Atladóttir er ekki lengur leikmaður Bestu deildar liðs Víkings Reykjavíkur. Þetta staðfesta bæði Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu sem og Nadía sjálf í samtali við Vísi. 5. apríl 2024 21:02 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira
Prettyboitjokko kynnti Nadíu sem nýjan leikmann Vals Nadía Atladóttir, fyrrverandi fyrirliði Víkings, er gengin í raðir Íslandsmeistara Vals. 7. apríl 2024 19:30
Stór tíðindi úr Víkinni: Nadía ekki lengur leikmaður Víkings Nadía Atladóttir er ekki lengur leikmaður Bestu deildar liðs Víkings Reykjavíkur. Þetta staðfesta bæði Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu sem og Nadía sjálf í samtali við Vísi. 5. apríl 2024 21:02