Réttarhöld í Panamaskjalamáli hafin Kjartan Kjartansson skrifar 9. apríl 2024 11:23 Lögmenn og starfsmenn Hæstaréttar Panama fyrir utan dómshúsið þar sem Panamaskjalamálið var tekið fyrir í dag. AP/Agustín Herrera Eigendur lögmannsstofunnar Mossack Fonseca eru á meðal 27 sakborninga sem svara til saka fyrir peningaþvætti sem tengist Panamaskjölunum alræmdu í réttarhöldum sem hófust í Panama í dag. Panamaskjölin felldu meðal annars ríkisstjórn Íslands eftir að þeim var lekið frá lögmannsstofunni. Um ellefu milljónir skjala með fjárhagsupplýsingum ríkra og valdamikilla einstaklinga víðs vegar að úr heiminum árið 2016 vörpuðu ljósi á hvernig þeir komu eignum undan yfirvöldum heima fyrir í aflandsfélögum í skattaparadísum eins og Panama og Jómfrúareyjum. Ríkisstjórn Íslands féll eftir að í ljós kom að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, og kona hans hefðu átt alflandsfélagið Wintris á eyjunni Tortóla á Bresku Jómfrúareyjum sem Mossack Fonseca útvegaði. Viðtal sem Sigmundur Davíð gekk út úr eftir að hann var spurður út í félagið fór víða um heim. Uppljóstranirnar í skjölunum velgdu fleiri þjóðarleiðtogum og stjórnmálamönnum víða um heim undir uggum. Skjölin komu frá lögmannsstofunni Mossack Fonseca í Panama. Fyrirtækið sagðist fórnarlamb tölvuinnbrots og hélt því fram að upplýsingarnar í skjölunum væru teknar úr samhengi. Neitaði sök Jurgen Mossack og Ramón Fonseca Mora, eigendur lögmannsstofunnar sem ekki er lengur starfandi, eru á meðal 27 fyrrverandi fulltrúa, lögmanna og starfsmanna Mossack Fonseca sem eru ákærðir í málinu sem var tekið fyrir í dag. Mossack neitaði sök fyrir dómi en lögmaður Fonseca sagði að hann væri á sjúkrahúsi í Panama. Málið byggir á ásökunum um að Mossack Fonseca hafi stofnað skúffufyrirtæki í Panama sem þvættuðu fjármuni úr gríðarlegu umfangsmiklu spillingarmáli í Brasilíu sem hefur verið kennt við bílaþvott og hefur skekið þarlend stjórnmál um árabil, að sögn AP-fréttastofunnar. Fonseca hefur haldið því fram að lögmannstofan hafi ekki haft neitt um það að segja hvernig skjólstæðingar þess notuðu aflandsfélögin sem hún stofnaði fyrir þá. Þeir Mossecka voru sýknaðir í öðru skyldu peningaþvættismáli árið 2022. Verði eigendurnir fundnir sekir gætu þeir átt yfir höfði sér allt að tólf ára fangelsi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Panama-skjölin Panama Erlend sakamál Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Um ellefu milljónir skjala með fjárhagsupplýsingum ríkra og valdamikilla einstaklinga víðs vegar að úr heiminum árið 2016 vörpuðu ljósi á hvernig þeir komu eignum undan yfirvöldum heima fyrir í aflandsfélögum í skattaparadísum eins og Panama og Jómfrúareyjum. Ríkisstjórn Íslands féll eftir að í ljós kom að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, og kona hans hefðu átt alflandsfélagið Wintris á eyjunni Tortóla á Bresku Jómfrúareyjum sem Mossack Fonseca útvegaði. Viðtal sem Sigmundur Davíð gekk út úr eftir að hann var spurður út í félagið fór víða um heim. Uppljóstranirnar í skjölunum velgdu fleiri þjóðarleiðtogum og stjórnmálamönnum víða um heim undir uggum. Skjölin komu frá lögmannsstofunni Mossack Fonseca í Panama. Fyrirtækið sagðist fórnarlamb tölvuinnbrots og hélt því fram að upplýsingarnar í skjölunum væru teknar úr samhengi. Neitaði sök Jurgen Mossack og Ramón Fonseca Mora, eigendur lögmannsstofunnar sem ekki er lengur starfandi, eru á meðal 27 fyrrverandi fulltrúa, lögmanna og starfsmanna Mossack Fonseca sem eru ákærðir í málinu sem var tekið fyrir í dag. Mossack neitaði sök fyrir dómi en lögmaður Fonseca sagði að hann væri á sjúkrahúsi í Panama. Málið byggir á ásökunum um að Mossack Fonseca hafi stofnað skúffufyrirtæki í Panama sem þvættuðu fjármuni úr gríðarlegu umfangsmiklu spillingarmáli í Brasilíu sem hefur verið kennt við bílaþvott og hefur skekið þarlend stjórnmál um árabil, að sögn AP-fréttastofunnar. Fonseca hefur haldið því fram að lögmannstofan hafi ekki haft neitt um það að segja hvernig skjólstæðingar þess notuðu aflandsfélögin sem hún stofnaði fyrir þá. Þeir Mossecka voru sýknaðir í öðru skyldu peningaþvættismáli árið 2022. Verði eigendurnir fundnir sekir gætu þeir átt yfir höfði sér allt að tólf ára fangelsi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.
Panama-skjölin Panama Erlend sakamál Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira