Beðið niðurstöðu varðandi meiðsli Sveindísar: „Brotið hart og ljótt“ Aron Guðmundsson skrifar 9. apríl 2024 20:07 Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands var til viðtals eftir 3-1 tap liðsins í Þýskalandi í kvöld Vísir Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta er heilt fyrir sáttur með frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik í 3-1 tapi gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025 í Aachen í kvöld. Sveindís Jane fór meidd af velli eftir fólskulegt brot og segir Þorsteinn að beðið sé eftir niðurstöðu um það hversu alvarleg meiðslin séu í raun og veru. „Mér finnst frammistaða í fyrri hálfleik heilt yfir mjög fín,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi eftir leik. „Við byrjuðum kannski ekkert alltof vel. Það lá aðeins á okkur og þær skora náttúrulega snemma. Eftir það fannst mér við þó eiga vel við þetta, takast vel á við þær. Á sama tíma vorum við að ógna þeim, skapa færi og þorðum að vera með boltann. Leystum pressuna hjá þeim og fengum dauðafæri, þrjú eða fjögur dauðafæri sem við hefðum geta skorað úr. En þú þarft að nýta færin og refsa. Við gerðum það ekki og það var munurinn í fyrri hálfleik. Þær refsuðu en ekki við.“ Klippa: Þorsteinn eftir leik: Brotið á Sveindísi hart og ljótt' Algjör vendipunktur í leiknum varð þegar að Sveindís Jane þurfti að fara af velli eftir fólskulegt brot liðsfélaga síns hjá Wolfsburg, Kathrin Hendrich. „Brotið var vissulega hart og ljótt. Ég veit svo sem ekkert hvort þetta hafi verðskuldað rautt spjald eða eitthvað svoleiðis. Ég sá þetta bara einu sinni. Þó þetta hafi gerst mjög nálægt mér. Hún tekur hana náttúrulega bara niður til að stoppa hana því Sveindís var komin fram hjá henni, var komin með hálfan völlinn og hefði verið á hálfum velli í stöðunni einn á einn. Það var ekki staða sem Þjóðverjarnir vildu lenda í á móti henni." „Hún tekur hana bara illa niður og Sveindís lendir illa. Þau (teymið) töluðu að hugsanlega hefði hún farið úr axlarlið og svo aftur í lið. Eða hvort að viðbeinið hefði hrokkið úr lið. Hún fór bara beint í myndatöku og við fáum væntanlega bara að vita á eftir hver niðurstaðan verður úr því. Hversu raunverulega alvarleg meiðslin eru." Viðtalið við Þorstein í heild sinni. Þar sem að hann leggur sitt mat á frammistöðu liðsins í þessum fyrsta landsliðsglugga í undankeppni EM 2025 og úrslitaleikina tvo framundan gegn Austurríki í næsta landsliðsglugga má sjá hér fyrir neðan. Landslið karla í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Sjá meira
„Mér finnst frammistaða í fyrri hálfleik heilt yfir mjög fín,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi eftir leik. „Við byrjuðum kannski ekkert alltof vel. Það lá aðeins á okkur og þær skora náttúrulega snemma. Eftir það fannst mér við þó eiga vel við þetta, takast vel á við þær. Á sama tíma vorum við að ógna þeim, skapa færi og þorðum að vera með boltann. Leystum pressuna hjá þeim og fengum dauðafæri, þrjú eða fjögur dauðafæri sem við hefðum geta skorað úr. En þú þarft að nýta færin og refsa. Við gerðum það ekki og það var munurinn í fyrri hálfleik. Þær refsuðu en ekki við.“ Klippa: Þorsteinn eftir leik: Brotið á Sveindísi hart og ljótt' Algjör vendipunktur í leiknum varð þegar að Sveindís Jane þurfti að fara af velli eftir fólskulegt brot liðsfélaga síns hjá Wolfsburg, Kathrin Hendrich. „Brotið var vissulega hart og ljótt. Ég veit svo sem ekkert hvort þetta hafi verðskuldað rautt spjald eða eitthvað svoleiðis. Ég sá þetta bara einu sinni. Þó þetta hafi gerst mjög nálægt mér. Hún tekur hana náttúrulega bara niður til að stoppa hana því Sveindís var komin fram hjá henni, var komin með hálfan völlinn og hefði verið á hálfum velli í stöðunni einn á einn. Það var ekki staða sem Þjóðverjarnir vildu lenda í á móti henni." „Hún tekur hana bara illa niður og Sveindís lendir illa. Þau (teymið) töluðu að hugsanlega hefði hún farið úr axlarlið og svo aftur í lið. Eða hvort að viðbeinið hefði hrokkið úr lið. Hún fór bara beint í myndatöku og við fáum væntanlega bara að vita á eftir hver niðurstaðan verður úr því. Hversu raunverulega alvarleg meiðslin eru." Viðtalið við Þorstein í heild sinni. Þar sem að hann leggur sitt mat á frammistöðu liðsins í þessum fyrsta landsliðsglugga í undankeppni EM 2025 og úrslitaleikina tvo framundan gegn Austurríki í næsta landsliðsglugga má sjá hér fyrir neðan.
Landslið karla í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn