Svona lítur meðvirkni út Drífa Snædal skrifar 11. apríl 2024 08:00 Í lok mars hleyptu Stígamót, í samstarfi við stjórnvöld, af stað sínu árlega forvarnarátaki „Sjúkást“ þar sem jafnvægi í samskiptum eru til skoðunar út frá mismunandi einkennum, samfélagsstöðu og eiginleikum fólks. Átakið fer um allt land, í félagsmiðstöðvar, samfélagsmiðla, sem kennsluefni í skóla og víðar. Þetta gerum við til að varna því að ungt fólk (aðallega drengir) misbeiti valdi sínu gagnvart öðru ungu fólki (aðallega stúlkum) eða beiti jafnvel ofbeldi. Ekkert bendir til þess að kynbundið- og kynferðislegt ofbeldi sé að minnka, því miður. Það mun sennilega ekki gerast fyrr en staðið er með brotaþolum og það að beita ofbeldi hafi raunverulegar afleiðingar. Á sama tíma og átakið fór af stað var annað í gangi í samfélaginu. KSÍ ákvað að fara gegn eigin stefnu og velja í landsliðið leikmann sem er kærður fyrir kynferðisbrot. Leikmanninum var hampað og landsliðsþjálfarinn gekk svo langt að segjast vonast til að brotaþolinn myndi nú ekki gera meira mál úr þessu. Stjórnmálafólk, forsetaframbjóðendur og fleiri mættu á leiki í útlöndum til að hvetja grunaðan kynferðisbrotamann áfram, stuðningsaðilar KSÍ létu hvergi bilbug á sér finna og nýkjörinn formaður KSÍ varði ákvörðunina. Fjölmiðlar ræddu fæstir þessa ákvörðun og ræður þar væntanlega einhverju að faðir viðkomandi leikmanns er íþróttafréttamaður sem fáir vilja styggja, maðurinn sem var fenginn til að lýsa landsleikjunum. Það greip einfaldlega um sig múgmeðvirkni gagnvart manni sem er kærður fyrir kynferðisbrot. Á sama tíma kepptist formaður KSÍ við að segja að samtökin styddu brotaþola. Það sama hafa styrktaraðilar KSÍ hvern um annan lýst yfir þegar Stígamót hafa gert athugasemdir við stuðning þeirra við svo skipað landslið. Það virðist vera í lagi að styðja brotaþola þangað til það þarf í alvöru að kosta einhverju til, þangað til það þarf að taka afstöðu og ákvarðanir til að sýna raunverulegan stuðning í verki. Það er víst í lagi að vera grunaður um kynferðisbrot ef þú ert góður í fótbolta – það trompar allt. Skilaboðin til unga fólksins og þjóðarinnar allrar eru þau að brotaþolar eigi helst ekki að gera vesen ef mikið er í húfi. Það er líka í lagi að beita ofbeldi ef þú ert góður í íþróttum – þá er ofbeldishegðun sópað undir teppi. Þessi skilaboð eru styrkt af hverju stórfyrirtækinu af öðru og hverjum valdhafanum af öðrum. Þetta er meðvirkni í hnotskurn, ofbeldi er fordæmt alveg þangað til það er orðið eitthvað vesen. Stígamót hamast í forvörnum á meðan grunuðum kynferðisbrotamanni er hampað sem fyrirmynd. Þessi skilaboð geta beinlínis ógnað öryggi ungs fólks (aðallega stúlkna). Við förum fram á að KSÍ og styrktaraðilar þeirra geri betur og standi sannanlega með þolendum. Við förum fram á að fólk sem hefur áhrif og völd í samfélaginu standi raunverulega með brotaþolum og fordæmi ofbeldishegðun. Höfundur er talskona Stígamóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal KSÍ Kynferðisofbeldi Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Sjá meira
Í lok mars hleyptu Stígamót, í samstarfi við stjórnvöld, af stað sínu árlega forvarnarátaki „Sjúkást“ þar sem jafnvægi í samskiptum eru til skoðunar út frá mismunandi einkennum, samfélagsstöðu og eiginleikum fólks. Átakið fer um allt land, í félagsmiðstöðvar, samfélagsmiðla, sem kennsluefni í skóla og víðar. Þetta gerum við til að varna því að ungt fólk (aðallega drengir) misbeiti valdi sínu gagnvart öðru ungu fólki (aðallega stúlkum) eða beiti jafnvel ofbeldi. Ekkert bendir til þess að kynbundið- og kynferðislegt ofbeldi sé að minnka, því miður. Það mun sennilega ekki gerast fyrr en staðið er með brotaþolum og það að beita ofbeldi hafi raunverulegar afleiðingar. Á sama tíma og átakið fór af stað var annað í gangi í samfélaginu. KSÍ ákvað að fara gegn eigin stefnu og velja í landsliðið leikmann sem er kærður fyrir kynferðisbrot. Leikmanninum var hampað og landsliðsþjálfarinn gekk svo langt að segjast vonast til að brotaþolinn myndi nú ekki gera meira mál úr þessu. Stjórnmálafólk, forsetaframbjóðendur og fleiri mættu á leiki í útlöndum til að hvetja grunaðan kynferðisbrotamann áfram, stuðningsaðilar KSÍ létu hvergi bilbug á sér finna og nýkjörinn formaður KSÍ varði ákvörðunina. Fjölmiðlar ræddu fæstir þessa ákvörðun og ræður þar væntanlega einhverju að faðir viðkomandi leikmanns er íþróttafréttamaður sem fáir vilja styggja, maðurinn sem var fenginn til að lýsa landsleikjunum. Það greip einfaldlega um sig múgmeðvirkni gagnvart manni sem er kærður fyrir kynferðisbrot. Á sama tíma kepptist formaður KSÍ við að segja að samtökin styddu brotaþola. Það sama hafa styrktaraðilar KSÍ hvern um annan lýst yfir þegar Stígamót hafa gert athugasemdir við stuðning þeirra við svo skipað landslið. Það virðist vera í lagi að styðja brotaþola þangað til það þarf í alvöru að kosta einhverju til, þangað til það þarf að taka afstöðu og ákvarðanir til að sýna raunverulegan stuðning í verki. Það er víst í lagi að vera grunaður um kynferðisbrot ef þú ert góður í fótbolta – það trompar allt. Skilaboðin til unga fólksins og þjóðarinnar allrar eru þau að brotaþolar eigi helst ekki að gera vesen ef mikið er í húfi. Það er líka í lagi að beita ofbeldi ef þú ert góður í íþróttum – þá er ofbeldishegðun sópað undir teppi. Þessi skilaboð eru styrkt af hverju stórfyrirtækinu af öðru og hverjum valdhafanum af öðrum. Þetta er meðvirkni í hnotskurn, ofbeldi er fordæmt alveg þangað til það er orðið eitthvað vesen. Stígamót hamast í forvörnum á meðan grunuðum kynferðisbrotamanni er hampað sem fyrirmynd. Þessi skilaboð geta beinlínis ógnað öryggi ungs fólks (aðallega stúlkna). Við förum fram á að KSÍ og styrktaraðilar þeirra geri betur og standi sannanlega með þolendum. Við förum fram á að fólk sem hefur áhrif og völd í samfélaginu standi raunverulega með brotaþolum og fordæmi ofbeldishegðun. Höfundur er talskona Stígamóta.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun