Íslenska netvarnarstofnunin fyrir sameiginlegar aðgerðir NATO Magnús Árni Skjöld Magnússon og Bjarni Már Magnússon skrifa 11. apríl 2024 15:01 Í ljósi ört stækkandi tæknihagkerfis Íslands og hversu gríðarlega háð við öll erum stafrænum samskiptum, fela netöryggisógnir í sér flóknar áskoranir sem krefjast afgerandi viðbragða. Í grein sem undirritaðir skrifuðu með Dr. Gregory Falco við Cornell háskóla, Theodór Gíslasyni hjá Syndis og Johanni Sigholm hjá sænska varnarmálaskólanum, og sem kynnt er á ráðstefnu í Dallas í vikunni, (The Case for an Icelandic Cyber Exploitation and Defense (ICED) Force for NATO Coalition Operations) könnuðum við hvernig bætt samstarf gæti aukið netvarnargetu aðildarríkja NATO með sérstaka áherslu á Ísland. Slíkt samstarf felur í sér miðlun þekkingar, sameiginlegar æfingar, skjót viðbrögð við atvikum og sameiginlegan vettvang til að deila upplýsingum. Við byggjum í greininni á reynslu frá hinum Norðurlöndunum og komumst að þeirri niðurstöðu að stofnun íslenskrar netvarnarstofnunar (Icelandic Cyber Defense and Exploitation Force) sé nauðsynleg til að styrkja stafrænar varnir Íslands. Slík stofnun myndi senda skýr skilaboð og gefa til kynna skuldbindingu og getu Íslands til að koma í veg fyrir netógnir ásamt samstarfríkjum sínum í NATO. Stafræn hnattvæðing býður ekki aðeins upp á áður óþekkt tækifæri og framfarir, heldur einnig ógnir og ákveðið varnarleysi. Ísland er komið í sviðsljós aukinna netógna vegna örrar þróunar í stafrænum innviðum eins og gagnaverum. Vöxtur tæknigeirans, sem er knúinn áfram af aðgengi að vatnsafli á viðráðanlegu verði og endurnýjanlegri orku, hefur dregið að sér umtalsverðar erlendar fjárfestingar og opnað ný tækifæri en einnig skapað öryggisáskoranir. Ísland gegnir lykilhlutverki í öryggi Norður-Atlantshafssvæðisins með nauðsynlegum sæstrengjum sem tengja Bandaríkin við Evrópu og fjölmörgum mikilvægum gervihnattasamskiptastöðvum sem eru ómissandi fyrir öryggi og eftirlit bandalagsins. Öryggi þessara innviða er ekki bara mikilvægt fyrir Ísland heldur allt samfélagið við Norður-Atlantshaf. Í greininni leggjum við áherslu á að stofna ICED sem nauðsynlegt skref til að vinna gegn þessum ógnum. Með samstarfi við NATO og með því að nýta þær auðlindir og þekkingu sem bandalagið býður upp á getur Ísland notið góðs af samræmdri þjálfun, upplýsingamiðlun og tækni til að efla netvarnir sínar. NATO getur gegnt mikilvægu hlutverki í þessu samstarfi, sérstaklega með því að veita aðgang að fjölþjóðlegum netverndarteymum og þátttöku í sameiginlegum æfingum eins og Locked Shields, stærstu og flóknustu alþjóðlegu netvarnaræfingu í heiminum. Ísland þarf að móta heildstæða netöryggisstefnu sem tekur mið af núverandi ógnum og vinnur að því að vernda og styrkja stafrænt öryggi þjóðarinnar. Stefnan ætti að innihalda skýrar verklagsreglur um viðbrögð við netárásum og áætlanir um samstarf við einkageirann og alþjóðlegar stofnanir. Auk þess ætti Ísland að stuðla að auknu alþjóðlegu samstarfi, sérstaklega við NATO, til að bæta upplýsingaskipti og samræmd viðbrögð við netógnum. Ísland stendur frammi fyrir vaxandi netógnum sem krefjast samræmdra og öflugra viðbragða. Stofnun ICED myndi ekki aðeins efla netvarnargetu Íslands heldur einnig sýna alþjóðlega skuldbindingu Íslands til að vernda stafræna innviði sína. Með samstarfi við NATO og nýtingu alþjóðlegrar þekkingar og auðlinda getur Ísland tryggt öryggi sitt og lagt sitt af mörkum sem traustur bandamaður í hinum stafræna heimi. Dr. Magnús Árni Skjöld Magnússon dósent við Háskólann á Bifröst og Dr. Bjarni Már Magnússon deildarforseti og prófessor við Háskólann á Bifröst Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Bjarni Már Magnússon Netöryggi Öryggis- og varnarmál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í ljósi ört stækkandi tæknihagkerfis Íslands og hversu gríðarlega háð við öll erum stafrænum samskiptum, fela netöryggisógnir í sér flóknar áskoranir sem krefjast afgerandi viðbragða. Í grein sem undirritaðir skrifuðu með Dr. Gregory Falco við Cornell háskóla, Theodór Gíslasyni hjá Syndis og Johanni Sigholm hjá sænska varnarmálaskólanum, og sem kynnt er á ráðstefnu í Dallas í vikunni, (The Case for an Icelandic Cyber Exploitation and Defense (ICED) Force for NATO Coalition Operations) könnuðum við hvernig bætt samstarf gæti aukið netvarnargetu aðildarríkja NATO með sérstaka áherslu á Ísland. Slíkt samstarf felur í sér miðlun þekkingar, sameiginlegar æfingar, skjót viðbrögð við atvikum og sameiginlegan vettvang til að deila upplýsingum. Við byggjum í greininni á reynslu frá hinum Norðurlöndunum og komumst að þeirri niðurstöðu að stofnun íslenskrar netvarnarstofnunar (Icelandic Cyber Defense and Exploitation Force) sé nauðsynleg til að styrkja stafrænar varnir Íslands. Slík stofnun myndi senda skýr skilaboð og gefa til kynna skuldbindingu og getu Íslands til að koma í veg fyrir netógnir ásamt samstarfríkjum sínum í NATO. Stafræn hnattvæðing býður ekki aðeins upp á áður óþekkt tækifæri og framfarir, heldur einnig ógnir og ákveðið varnarleysi. Ísland er komið í sviðsljós aukinna netógna vegna örrar þróunar í stafrænum innviðum eins og gagnaverum. Vöxtur tæknigeirans, sem er knúinn áfram af aðgengi að vatnsafli á viðráðanlegu verði og endurnýjanlegri orku, hefur dregið að sér umtalsverðar erlendar fjárfestingar og opnað ný tækifæri en einnig skapað öryggisáskoranir. Ísland gegnir lykilhlutverki í öryggi Norður-Atlantshafssvæðisins með nauðsynlegum sæstrengjum sem tengja Bandaríkin við Evrópu og fjölmörgum mikilvægum gervihnattasamskiptastöðvum sem eru ómissandi fyrir öryggi og eftirlit bandalagsins. Öryggi þessara innviða er ekki bara mikilvægt fyrir Ísland heldur allt samfélagið við Norður-Atlantshaf. Í greininni leggjum við áherslu á að stofna ICED sem nauðsynlegt skref til að vinna gegn þessum ógnum. Með samstarfi við NATO og með því að nýta þær auðlindir og þekkingu sem bandalagið býður upp á getur Ísland notið góðs af samræmdri þjálfun, upplýsingamiðlun og tækni til að efla netvarnir sínar. NATO getur gegnt mikilvægu hlutverki í þessu samstarfi, sérstaklega með því að veita aðgang að fjölþjóðlegum netverndarteymum og þátttöku í sameiginlegum æfingum eins og Locked Shields, stærstu og flóknustu alþjóðlegu netvarnaræfingu í heiminum. Ísland þarf að móta heildstæða netöryggisstefnu sem tekur mið af núverandi ógnum og vinnur að því að vernda og styrkja stafrænt öryggi þjóðarinnar. Stefnan ætti að innihalda skýrar verklagsreglur um viðbrögð við netárásum og áætlanir um samstarf við einkageirann og alþjóðlegar stofnanir. Auk þess ætti Ísland að stuðla að auknu alþjóðlegu samstarfi, sérstaklega við NATO, til að bæta upplýsingaskipti og samræmd viðbrögð við netógnum. Ísland stendur frammi fyrir vaxandi netógnum sem krefjast samræmdra og öflugra viðbragða. Stofnun ICED myndi ekki aðeins efla netvarnargetu Íslands heldur einnig sýna alþjóðlega skuldbindingu Íslands til að vernda stafræna innviði sína. Með samstarfi við NATO og nýtingu alþjóðlegrar þekkingar og auðlinda getur Ísland tryggt öryggi sitt og lagt sitt af mörkum sem traustur bandamaður í hinum stafræna heimi. Dr. Magnús Árni Skjöld Magnússon dósent við Háskólann á Bifröst og Dr. Bjarni Már Magnússon deildarforseti og prófessor við Háskólann á Bifröst
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun