„Lætur þig óska þess að hafa aldrei fæðst“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. apríl 2024 08:16 Jeremy Paxman er einn þekktasti fjölmiðlamaður Breta. BBC Parkinson-sjúkdómurinn er þannig að hann „lætur þig óska þess að hafa aldrei fæðst“, segir fjölmiðlamaðurinn Jeremy Paxman. Ummælin lét hann falla er hann afhenti stjórnvöldum áskorun um að ráðast í átak til að bæta þjónustu vegna sjúkdómsins. Paxman, sem er 73 ára, greindi frá því áirð 2021 að hann hefði greinst með Parkinson. Hann stjórnar nú hlaðvarpinu „Movers and Shakers“, þar sem fjallað er um áskoranirnr við að lifa með sjúkdómnum. Í gær var alþjóðlegur dagur Parkinson-sjúkdómsins og af því tilefni afhenti Paxman stjórnvöldum undirskriftalista með tugþúsundum undirskrifta og „Parky Charter“; fimm tillögur til að bæta þjónustu við Parkinson-sjúklinga. Tillögurnar fela meðal annars í sér greiðara aðgengi að sérfræðiþjónustu, útgáfu upplýsingabæklings, Parkinson-passa til að greiða fyrir aðgengi einstaklinga með Parkinson, bætta alhliða þjónustu og auknar fjárveitingar til rannsókna á sjúkdómnum. Fjölmiðlamaðurinn, sem er þekktur fyrir að láta allt flakka, var afar gagnrýninn á stjórnvöld þegar hann afhenti undirskriftalistann og tillögurnar og sagðist ekki gera sér vonir um nein viðbrögð frá ráðamönnum. „Sú staðreynd að [stjórnvöld] hafa afneitað allri ábyrgð hingað til bendir til þess að þau munu ekki bæta sig,“ sagði Paxman. Hann og aðrir upplifðu að þeir væru að berja höfðinu við steininn. Þá gagnrýndi hann framkomu almennings gagnvart einstaklingum með Parkinson. „Þig langar að segja: Drullaðu þér úr veginum... það er það sem þig langar að segja.“ Áætlað er að einn af hvejrum 37 Bretum greinist með Parkinson á lífsleiðinni en 153 þúsund eru sagðir þjást af sjúkdómnum. Heilbrigðismál Bretland Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Sjá meira
Paxman, sem er 73 ára, greindi frá því áirð 2021 að hann hefði greinst með Parkinson. Hann stjórnar nú hlaðvarpinu „Movers and Shakers“, þar sem fjallað er um áskoranirnr við að lifa með sjúkdómnum. Í gær var alþjóðlegur dagur Parkinson-sjúkdómsins og af því tilefni afhenti Paxman stjórnvöldum undirskriftalista með tugþúsundum undirskrifta og „Parky Charter“; fimm tillögur til að bæta þjónustu við Parkinson-sjúklinga. Tillögurnar fela meðal annars í sér greiðara aðgengi að sérfræðiþjónustu, útgáfu upplýsingabæklings, Parkinson-passa til að greiða fyrir aðgengi einstaklinga með Parkinson, bætta alhliða þjónustu og auknar fjárveitingar til rannsókna á sjúkdómnum. Fjölmiðlamaðurinn, sem er þekktur fyrir að láta allt flakka, var afar gagnrýninn á stjórnvöld þegar hann afhenti undirskriftalistann og tillögurnar og sagðist ekki gera sér vonir um nein viðbrögð frá ráðamönnum. „Sú staðreynd að [stjórnvöld] hafa afneitað allri ábyrgð hingað til bendir til þess að þau munu ekki bæta sig,“ sagði Paxman. Hann og aðrir upplifðu að þeir væru að berja höfðinu við steininn. Þá gagnrýndi hann framkomu almennings gagnvart einstaklingum með Parkinson. „Þig langar að segja: Drullaðu þér úr veginum... það er það sem þig langar að segja.“ Áætlað er að einn af hvejrum 37 Bretum greinist með Parkinson á lífsleiðinni en 153 þúsund eru sagðir þjást af sjúkdómnum.
Heilbrigðismál Bretland Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Sjá meira