Spáir því að vextir haldist áfram háir þrátt fyrir „hóflega“ kjarasamninga
![Samkvæmt grunnspá Hagfræðistofnunar er gert ráð fyrir að verðbólgan muni lítið þokast niður á við á þessu ári og að meginvextir Seðlabankans eigi eftir að hækka frekar.](https://www.visir.is/i/A636717FBEE6A68FA089610A7A89496757526D44848E500CA49E42BE52FE7FEA_713x0.jpg)
Þrátt fyrir að heldur sé að draga úr þenslu í hagkerfinu er ólíklegt að „hóflegir“ kjarasamningar muni stuðla að því að hraðar dragi úr verðbólgu, að mati Hagfræðistofnunar, sem spáir því að húsnæðisverð muni hækka um liðlega tíu prósent í ár. Gert er ráð fyrir því að meginvextir Seðlabankans muni haldast áfram háir, jafnvel hækka frekar, sem skýrist einkum af miklum umsvifum í ferðaþjónustu.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/F26BB86C95E05C41D9D482AE243C6119CC73BCE4D106B6F97FD6BFAC4C2EF76E_308x200.jpg)
Spáir hækkun vaxta og segir samninga um hóflegar launahækkanir ekki nóg
Það er ekki nóg að semja aðeins um hóflega launahækkanir í yfirstandandi kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði eigi að ná niður verðbólgunni heldur þarf sömuleiðis að fylgja með aðhald í opinberum fjármálum og peningastefnu Seðlabankans, að mati forstöðumanns Hagfræðistofnunar. Hann er svartsýnn á að vextir gangi niður í bráð og spáir því að meginvextir Seðlabankans muni þess í stað hækka um tvær prósentur á árinu samhliða áframhaldandi aukningu í straumi ferðamanna til landsins.
![](https://www.visir.is/i/3C2F30481BFEB244A50D175DAC7A6D926B806F74D0742DAC97D77980C11F04A0_308x200.jpg)
Þróunin í ferðaþjónustu á næstunni er „einn helsti áhættuþátturinn“
Vísbendingar eru um að jarðhræringarnar á Reykjanesi séu að hafa talsverð neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna í upphafi ársins og „einn helsti áhættuþátturinn“ er hvernig þróunin verður í framhaldinu í atvinnugreininni, að sögn seðlabankastjóra. Ef hagkerfið fer að kólna hraðar en nú er spáð vegna samdráttar í ferðaþjónustu er „alveg klárt“ að það mun flýta fyrir vaxtalækkunum.
![](https://www.visir.is/i/C8A9A489B074973F086CC9072F1774AC7A0CD76A214B2839F8D34FEF158C1824_308x200.jpg)
Minni vöxtur í ferðaþjónustu myndi „létta á þrýstingi“ á peningastefnuna
Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir að ef það yrði minni vöxtur í ferðaþjónustu þá myndi það „draga úr spennu og létta á þrýstingi“ sem peningastefnan sé að reyna framkalla.