„Ég ætla að segja sem minnst um þessa snillinga“ Andri Már Eggertsson skrifar 14. apríl 2024 18:32 Stefán Rafn Sigurmarsson, leikmaður Hauka, í baráttunni í leik dagsins Vísir/Hulda Margrét Haukar töpuðu gegn ÍBV 31-37 og eru úr leik í úrslitakeppninni. Stefan Rafn Sigurmannsson, leikmaður Hauka, tilkynnti að þetta hafi verið hans síðasti leikur á ferlinum. „Ég held að munurinn á liðunum í dag hafi verið tapaðir boltar hjá okkur. Við vorum að gefa lélegar línusendingar og náðum ekki að skjóta á markið og sátum eftir,“ sagði Stefán Rafn í samtali við Vísi eftir leik. Haukar byrjuðu betur og komust fjórum mörkum yfir en eftir það hrundi leikur Hauka og Eyjamenn gengu á lagið. „Það kom hik í þetta og við hættum að spila úr færunum okkar og fórum að taka fyrsta möguleika í stað þess að bíða og velja rétt sem var að virka. Þá töpuðum við boltanum og fengum hraðaupphlaup í bakið og það var vont.“ Haukar voru þremur mörkum undir í hálfleik og byrjuðu seinni hálfleik afar illa og eftir sex mínútur var ÍBV sex mörkum yfir 16-22. „Þegar við erum í átta liða úrslitum eigum við að mæta betur til leiks heldur en við gerðum í dag.“ Um miðjan síðari hálfleik átti sér stað ansi sérstakt atvik þar sem Ólafur Ægir Ólafsson fékk sína þriðju brottvísun og hafði lokið leik, ásamt því fékk Stefán Rafn tveggja mínútna brottvísun og Elmar Erlingsson, leikmaður ÍBV, var látinn endurtaka víti eftir að hafa klikkað. „Ólafur Ægir horfir á dómarana og bendir á báðar hliðar og gefur merki um að það þurfi að dæma báðum meginn. Hann var ekki reiður eða neitt en þeir segja að hann hafi verið að sýna tilfinningar með höndunum.“ „Ég er búinn að spila handbolta frá því ég var fimm ára og þetta hefur alltaf verið í lagi. Síðan lyfti ég höndunum á bekknum af því ég var ósammála og þá fékk ég tveggja mínútna brottvísun fyrir að sýna tilfinningar en við sögðum hvorugir orð. Maður er alltaf að sjá eitthvað nýtt í þessu sem betur fer og það er gaman fyrir alla.“ „Ég ætla að segja sem minnst um þessa snillinga.“ Stefan Rafn Sigurmannsson tilkynnti að þetta hafi verið hans síðasti leikur á ferlinum. Stefán lék um árabil í atvinnumennsku með liðum á borð við Rhein-Neckar Löwen og SC Pick Szeged. „Þetta var síðasti leikurinn minn. Tímabilið í ár var upp og niður eins og í fyrra. Við fórum í úrslitin í fyrra sem var ógeðslega gaman og við vorum hársbreidd frá því að verða Íslandsmeistarar en þetta var verra núna,“ sagði Stefán Rafn að lokum. Haukar Olís-deild karla Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira
„Ég held að munurinn á liðunum í dag hafi verið tapaðir boltar hjá okkur. Við vorum að gefa lélegar línusendingar og náðum ekki að skjóta á markið og sátum eftir,“ sagði Stefán Rafn í samtali við Vísi eftir leik. Haukar byrjuðu betur og komust fjórum mörkum yfir en eftir það hrundi leikur Hauka og Eyjamenn gengu á lagið. „Það kom hik í þetta og við hættum að spila úr færunum okkar og fórum að taka fyrsta möguleika í stað þess að bíða og velja rétt sem var að virka. Þá töpuðum við boltanum og fengum hraðaupphlaup í bakið og það var vont.“ Haukar voru þremur mörkum undir í hálfleik og byrjuðu seinni hálfleik afar illa og eftir sex mínútur var ÍBV sex mörkum yfir 16-22. „Þegar við erum í átta liða úrslitum eigum við að mæta betur til leiks heldur en við gerðum í dag.“ Um miðjan síðari hálfleik átti sér stað ansi sérstakt atvik þar sem Ólafur Ægir Ólafsson fékk sína þriðju brottvísun og hafði lokið leik, ásamt því fékk Stefán Rafn tveggja mínútna brottvísun og Elmar Erlingsson, leikmaður ÍBV, var látinn endurtaka víti eftir að hafa klikkað. „Ólafur Ægir horfir á dómarana og bendir á báðar hliðar og gefur merki um að það þurfi að dæma báðum meginn. Hann var ekki reiður eða neitt en þeir segja að hann hafi verið að sýna tilfinningar með höndunum.“ „Ég er búinn að spila handbolta frá því ég var fimm ára og þetta hefur alltaf verið í lagi. Síðan lyfti ég höndunum á bekknum af því ég var ósammála og þá fékk ég tveggja mínútna brottvísun fyrir að sýna tilfinningar en við sögðum hvorugir orð. Maður er alltaf að sjá eitthvað nýtt í þessu sem betur fer og það er gaman fyrir alla.“ „Ég ætla að segja sem minnst um þessa snillinga.“ Stefan Rafn Sigurmannsson tilkynnti að þetta hafi verið hans síðasti leikur á ferlinum. Stefán lék um árabil í atvinnumennsku með liðum á borð við Rhein-Neckar Löwen og SC Pick Szeged. „Þetta var síðasti leikurinn minn. Tímabilið í ár var upp og niður eins og í fyrra. Við fórum í úrslitin í fyrra sem var ógeðslega gaman og við vorum hársbreidd frá því að verða Íslandsmeistarar en þetta var verra núna,“ sagði Stefán Rafn að lokum.
Haukar Olís-deild karla Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira