Utan vallar: Síkið orðið þurrt og greiðfært Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2024 15:01 Keyshawn Woods var ólíkur sjálfum sér í fyrsta leiknum og þarf að skila miklu meira í Síkinu í kvöld. Vísir/Vilhelm Síkið hefur verið mörgum liðum erfitt yfirferðar undanfarin ár en í dag eru það aftur á móti heimamenn sem eru í vandræðum á sínum eigin heimavelli að skila kröfuhörðu stuðningsfólki sínu eitthvað í líkingu við það sem þeir hafa boðið upp á síðustu ár. Tindastóll er ríkjandi Íslandsmeistari karla í körfubolta en Stólarnir hafa ekki spilað eins og meistarar í Subway deild karla í vetur. Þvert á móti eru þeir á góðri leið með að tryggja sér helstu metin yfir verstu titilvörn sögunnar. Í kvöld fá þeir enn eitt prófið og fall í kvöld gæti orðið liðinu dýrkeypt. Grindvíkingar léku sér að Íslandsmeisturunum í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitunum og geta því komist í 2-0 með sigri í kvöld. Það myndi þýða að Stólarnir yrðu aðeins einum tapleik frá snemmbúnu sumarfríi. Pressa frekar en hvatning Stuðningsmenn Stólanna reyndu að kveikja í sínum mönnum fyrir leik eitt með litlum árangri og munu eflaust mæta aftur kátir og hvetjandi í kvöld. Þeir eru engum líkir. Þeir hafa ekki gefist upp þótt að það líti út fyrir að nokkrir leikmenn liðsins séu hreinlega að bíða eftir að tímabilið klárist. Síkið hefur í flestra augum verið einn erfiðasti útivöllur landsins en það virðist vera að sá frábæri stuðningur sem Stólarnir fá á Króknum breytist frekar í pressu heldur en hvatningu fyrir leikmenn liðsins. Stólarnir unnu ellefu heimaleiki í röð í úrslitakeppni áður en kom að lokaúrslitunum í fyrra. Þar lögðu þeir grunn að titlinum með því að vinna þrjá leiki í röð á Hlíðarenda. Valsmenn unnu tvisvar á Króknum og svo aftur í Meistarakeppninni í haust. Tapa öllum stóru leikjunum heima Tindastólsliðið vann síðan þrjá af fimm heimaleikjum sínum í deildinni fyrir áramót sem var ekkert rosalega góður árangur á þeirra mælikvarða en þó mun betri en það sem tók við á nýju ári. Stólarnir unnu aðeins tvo af sex síðustu heimaleikjum sínum í deildarkeppninni og báðir þeir sigrar komu á móti liðunum sem féllu úr deildinni. Í raun hefur Tindastóll tapað fimm heimaleikjum í röð á móti þeim sex liðum sem enduðu ofar en þeir í töflunni og það er sláandi tölfræði fyrir lið sem hefur státað sig af einum sterkasta heimavelli deildarinnar. Síkið lítur nú fyrir að vera þurrt og greiðfært. Það á að öllu eðlilegu að vera erfitt að spila í Síkinu en er þessa dagana einna erfiðast fyrir Stólana sjálfa. Þeir þurfa að sýna það í kvöld að stuðningurinn í stúkunni gefi þeim orku í stað þess að taka hana frá því þeim. Leikur Tindastóls og Grindavíkur hefst klukkan 19.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 19.00. Subway-deild karla Tindastóll UMF Grindavík Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira
Tindastóll er ríkjandi Íslandsmeistari karla í körfubolta en Stólarnir hafa ekki spilað eins og meistarar í Subway deild karla í vetur. Þvert á móti eru þeir á góðri leið með að tryggja sér helstu metin yfir verstu titilvörn sögunnar. Í kvöld fá þeir enn eitt prófið og fall í kvöld gæti orðið liðinu dýrkeypt. Grindvíkingar léku sér að Íslandsmeisturunum í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitunum og geta því komist í 2-0 með sigri í kvöld. Það myndi þýða að Stólarnir yrðu aðeins einum tapleik frá snemmbúnu sumarfríi. Pressa frekar en hvatning Stuðningsmenn Stólanna reyndu að kveikja í sínum mönnum fyrir leik eitt með litlum árangri og munu eflaust mæta aftur kátir og hvetjandi í kvöld. Þeir eru engum líkir. Þeir hafa ekki gefist upp þótt að það líti út fyrir að nokkrir leikmenn liðsins séu hreinlega að bíða eftir að tímabilið klárist. Síkið hefur í flestra augum verið einn erfiðasti útivöllur landsins en það virðist vera að sá frábæri stuðningur sem Stólarnir fá á Króknum breytist frekar í pressu heldur en hvatningu fyrir leikmenn liðsins. Stólarnir unnu ellefu heimaleiki í röð í úrslitakeppni áður en kom að lokaúrslitunum í fyrra. Þar lögðu þeir grunn að titlinum með því að vinna þrjá leiki í röð á Hlíðarenda. Valsmenn unnu tvisvar á Króknum og svo aftur í Meistarakeppninni í haust. Tapa öllum stóru leikjunum heima Tindastólsliðið vann síðan þrjá af fimm heimaleikjum sínum í deildinni fyrir áramót sem var ekkert rosalega góður árangur á þeirra mælikvarða en þó mun betri en það sem tók við á nýju ári. Stólarnir unnu aðeins tvo af sex síðustu heimaleikjum sínum í deildarkeppninni og báðir þeir sigrar komu á móti liðunum sem féllu úr deildinni. Í raun hefur Tindastóll tapað fimm heimaleikjum í röð á móti þeim sex liðum sem enduðu ofar en þeir í töflunni og það er sláandi tölfræði fyrir lið sem hefur státað sig af einum sterkasta heimavelli deildarinnar. Síkið lítur nú fyrir að vera þurrt og greiðfært. Það á að öllu eðlilegu að vera erfitt að spila í Síkinu en er þessa dagana einna erfiðast fyrir Stólana sjálfa. Þeir þurfa að sýna það í kvöld að stuðningurinn í stúkunni gefi þeim orku í stað þess að taka hana frá því þeim. Leikur Tindastóls og Grindavíkur hefst klukkan 19.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 19.00.
Subway-deild karla Tindastóll UMF Grindavík Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira